Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 21
Meístarafélag húsasmiða 10 ára Stærsta sérgreinafélagið í Landssambandi iðnaðar- manna, Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík, minntist þess, að io ár voru liðin frá stofnun þess, með fagnaði á Hótel Sögu hinn 5. júní s.l. Við það tækifæri flutti formaður félagsins, Gissur Sigurðsson, ræðu, sem hér er birt, og rakti þar sögu félagsins á þessu tíu ára tíma- bili í stórum dráttum. Þá tilkynnti formaðurinn, að stjórn félagsins hefði ákveðið að gera Guðmund Hall- dórsson, fyrsta formann félagsins, að heiðursfélaga. Af- henti hann Guðmundi skrautritað skjal, og þakkaði honum margvísleg störf í þágu félagsins, stéttarinnar og iðnaðarmanna í heild á síðustu árum. Auk þess fluttu ávörp Grímur Bjarnason, formaður Meistarasambands byggingarmanna, og færði hann félaginu að gjöf frá Meistarasambandinu peningaupp- hæð, sem verja skal til kaupa á bókum um málefni byggingariðnaðarins í samráði við Tæknibókasafn Iðnaðarmálastofnunar íslands. Otto Schopka, fram- Gissur Sigurðsson, formaður félagsins, flytur ueðu. kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, flutti ávarp og færði félaginu að gjöf veggklukku, og Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykja- víkur, færði félaginu bókina „Islenzk myndlist á 19. og 20. öld“ eftir Björn Th. Björnsson. Ennfremur fluttu ávörp þeir Þór Sandholt, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík og Sigurjón Sveinsson, byggingarfulltrúi Reyk j avíkurborgar. Hófinu stýrði Sigurbjörn Guðjónsson. Ræða formanns Virðulega samkoma, góðir félagsmenn og gestir. Ég vil í nafni Meistarafélags húsasmiða bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til þess fagnaðar, sem við höldum til að minnast þess, að nú eru 10 ár liðin síðan Meistarafélag húsasmiða var stofnað, en það var stofn- að 4. júní 1954. Það er mjög algengt og oft gott að líta nokkuð til baka við slík tímamót og rifja upp tildrög og þróun mála. Að sjálfsögðu átti stofnun þessa félags sér nokkurn aðdraganda og var mikið rædd meðal húsasmíðameist- ara áður en til framkvæmda kom. Á þeim árum, er hin öra og glæsilega uppbygging í þjóðfélagi okkar hófst með vaxandi atvinnulífi, auknum framkvæmdum og bjartari vonum, komu að sjálfsögðu fram ýmis ný við- horf og breyttar kringumstæður í sambandi við hús- byggingar eins og annan atvinnurekstur. Þar má nefna endurbættar og auknar tryggingar, ýms- ar samningsbundnar skyldur við launþegasamtökin o. fl., sem er eðlileg þróun hvers tíma. Þá var það ekki sízt, sem studdi að þessari félagsstofnun, að húsasmíða- meistarar fundu þörf þess og nauðsyn að efla samvinnu sín á milli og koma á sem mestu samræmi í atvinnu- rekstri sínum og vinna sameiginlega að því að geta rekið iðn sína á heilbrigðum grundvelli. Hinn fyrsti formlegi undirbúningur hófst með því, að nokkrir húsasmíðameistarar boðuðu til undirbún- ingsfundar í Baðstofu iðnaðarmanna 25. maí 1954. Fengu þeir á fundinn Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasambands Islands, sér til ráðuneytis. Á þennan undirbúningsfund mættu um 30 meistarar, og var samþykkt þar að stofna Meistarafélag TIMARIT IÐNAÐARMANNA 105

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.