Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 22
húsasmiða. Ennfremur var kosin 5 manna nefnd, til þess að undirbúa lög fyrir félagið og efna til stofnfund- ar. f þessa nefnd voru kosnir þeir Guðmundur Hall- dórsson, Anton Sigurðsson, Ingólfur Finnbogason, Indriði Níelsson og Gissur Sigurðsson. Þessi nefnd boðaði svo til stofnfundar hinn 4. júní 1954. Á þeim fundi voru mættir 57 húsasmíðameistarar, sem allir skrifuðu sig inn sem stofnfélagar og nokkrir fleiri höfðu tilkynnt nefndinni, að þeir óskuðu eftir að gerast stofn- endur, þó að þeir hefðu ekki aðstöðu til að mæta á fundinum. Á þessum fundi skilaði undirbúningsnefnd störfum og lagði fram frumvarp að lögum fyrir félag- ið. Var frumvarpið rætt og samþykkt án breytinga og lýst yfir stofnun félagsins. Einnig var gengið frá ýmsum málum í sambandi við stofnun þess. Þá var og á þess- um fundi kosin fyrsta stjórn félagsins, en hana skipuðu þessir menn: Guðmundur Halldórsson formaður, Tóm- ar Vigfússon, varaformaður, Ingólfur Finnbogason rit- ari, Anton Sigurðsson gjaldkeri og Gissur Sigurðsson vararitari. Fyrstu verkefnin hjá hinu nýstofnaða félagi voru að sjálfsögðu að leita samninga við Trésmiðafélag Reykjavíkur, bæði málefnalega og um kaup og kjör til handa meðlimum þess. En eins og kunnugt er voru eftir stofnun þessa félags, eftir í Trésmiðafélaginu sá hluti húsasmiða, sem ekki starfa sem byggingameistar- ar, heldur sem sveinar í iðninni. Eðlilega tók það nokkurn tíma að ganga frá samn- ingum á milli félaganna. En í apríl 1955, 10 mánuðum eftir stofnun félags okkar, voru gerðir fyrstu samning- ar á milli félaganna, bæði málefnasamningur, sem kvað á um ýmis samskipti og verkaskiptingu milli með- lima Meistarafélags húsasmiða og Trésmiðafélags Reykjavíkur, svo og kaup- og kjarasamningur. Með þessum samningum má segja, að hin eðlilega og sjálf- sagða þróun hafi sigrað, þar sem sveinar og meistarar í iðninni viðurkenndu hvorn annan sem réttan samn- ingsaðila. En Meistarafélag húsasmiða hefur ásamt Vinnuveitendasambandi íslands, en í því sambandi hefur félagið verið frá stofnun, staðið fyrir og gert alla kjarasamninga við Trésmiðafélag Reykjavíkur síðan. En Meistarafél. húsasmiða hefur ekki eingöngu beitt sér fyrir kaup- og kjarasamningum. Það hefur staðið að fjölda annarra mála, er hafa miðað að sameiningu og menningu iðnaðarmanna. Skal hér minnzt á nokkur dæmi þess. Strax á fyrsta ári gekk félagið í Landssamband iðn- aðarmanna, en þau samtök eru, eins og kunnugt er, útvörður iðnstéttanna í landinu og sá aðili, er iðnaðar- menn telja sinn opinbera málssvara, bæði hvað snertir réttindamál iðnaðarmanna, skatta- og tollamál og þá ekki hvað sízt fræðslu í málum þeirra. Því eins og iðnaðarmenn þekkja, hafa þessi mál verið efst á baugi á hverju iðnþingi. Það var líka strax á fyrsta ári, er þetta félag starfaði, sem farið var að ræða það á fundum þess, hversu mikil nauðsyn væri fyrir meistarafélögin í byggingaiðnaðin- um, að hafa nánara samstarf sín á milli og samræma betur sín stéttarlegu mál, en þó sérstaklega að því er snertir afstöðu þeirra til verkkaupa og vinnuþiggjenda. Stjórn Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík. Fremri röð f. v.: Gissur Símonarson, varaform., Gissur Sigurðsson, formaður og Daníel Einarsson, gjaldkeri. Aftari röð f. v.: Kristinn Sigur- jónsson, ritari og Karl Jakobsson vararitari. IOÖ TlMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.