Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Qupperneq 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Qupperneq 26
Rafleiðandi upplausn gerir rafmagns- úðun á tré mögulega Málning með rafmagnsúðun, þar sem rafhlöðnum úðadropum er beint að smíðisgripnum, hefur eftirtalda kosti umfram hinar venjulegu að- ferðir: Jafna dreifingu í lokaáferð, mikla hraðvirkni og minnkaðan efn- iskostnað. En smíðisgripurinn, sem úða skal, verður að vera rafleiðandi. Þetta var vandamálið, sem byssu- framleiðandi nokkur tók til meðferð- ar. Honum lék hugur á að rafmagns- úða byssuna alla - bæði tré og málm - í einum og sama lokaáfanga fram- leiðslunnar. Lausnin var fólgin í upplausn, er nefndist Ransprep ioo. Byssuskeft- unum og öðrum tréhlutum byssunn- ar er dýpt andartak niður í geymi með þessum vökva. Síðan eru þau hengd á færiband, sem ber þau út í salinn þar sem lokafrágangur fer fram. Vökvinn þornar á 45 sek. og myndar ósýnilega húð áður en hlut- irnir koma á leiðarenda. Þessi þunna húð leiðir rafmagn og gerir því mögulegt að rafmagnsúða tréhluta byssunnar á sama hátt og málminn. Húð þessi hefur engin upplitunar- áhrif á hina fallegu áferð byssuskeft- anna. Tréhlutar byssunnar fara þrisvar sinnum gegn um rafmagnsúðunina. Fyrsta umferð gefur litinn en hinar tvær gefa lakkhúðun. Byssuframleiðandinn telur, að raf- magnsúðunin, með hjálp hinnar raf- leiðandi upplausnar, hafi haft í för með sér 60% framleiðsluaukningu, 60% lækkun á vinnukostnaði og 66- 70% lækkun á efniskostnaði í litum og lökkum. Framleiðandi upplausnarinnar er Ransburg Electro-Coating Corp., 3939. West $6th Street, Indianapolis, Indiana, U.S.A. en framleiðandinn, sem tekið hefur hana í notkun er Crosman Arms Co., Fairport, New York. I.T.D. nr. 1584 Stjórntæki, sem gerir lömuðum fært að stjórna vélrnn með munninum I næstum öllum lömunartilfellum er munnur sjúklingsins fær um að gegna eðlilegu hlutverki sínu, jafn- vel þótt lömunin sé á háu stigi að öðru leyti. Frá aflfræðilegu sjónar- miði hefur munnurinn mjög gott vald á beitingu loftþrýstings og er jafnvel fær um að gefa 10 þrýsti/sog- umferðir á sek. Hægt er að gera ör- smáan blöðku-rofabúnað fyrir stjórn- tæki, sem getur starfað við einn rúm- sentimetra lofts. Þetta er svo lítið magn, að auðvelt er að fá það frá munninum einum. Á þessu byggist nýtt stjórntækjakerfi, sem gerir al- varlega lömuðum sjúklingum fært að taka að sér störf í verzlun og iðnaði. Kerfi þetta nefnist „Possum" og hefur rannsóknarhópur lækna og vís- indamanna við National Spinal Injuries Center í Bretlandi unnið að þróun þess, unz það er nú komið á það stig, að hægt er að beita því við nákvæma stjórn véla í iðnaði. Sem dæmi má nefna, að „Possum" vél- búnaður, sem sjúklingur stjórnaði, tók við borvél, sem áður hafði verið stjórnað með rafeindabúnaði. Til þess þurfti að hafa vald á 20 stilli- athöfnum við stjórn vélarinnar og stöðustillingu vinnuborðsins, sem ekki mátti skeika meiru en 50 mic- rons (1 micron = 1/1000 mm) og velja viðeigandi tól í fjöltækan bor- hausinn. Vélbeiting kerfisins er fólgin i samræmdri stillingu. Einfalt dæmi er stafaborðið á rafmagnsritvél, sem sýnd er á mynd 1. Dreifing stafanna er kerfisbundin. Þeir, sem oftast eru notaðir, eru næst byrjuninni. Létt, • 2 ft 7 . TAB B/S 7 K Q $ * > t % J z 6 W V J £ S ( 9 4 S U M B e 4 1 8 4 R D Y ? X / 3 3 Capt N C F - 2 T A S H p G 1 Space E O ’l L Ca. fUt. b 1 2 1 4 S 6 c viðvarandi sog fær vélbúnaðinn til að byrja valið á réttum dálki (c). Það heyrist röð af smellum. Eftir viðeigandi fjölda af smellum er hætt að soga, en léttum blástursþrýstingi beitt, til að velja þann ferning, sem óskað er, og heyrast nú smellir í ann- arri tóntegund. Þegar þrýstingnum er sleppt, er stafurinn sleginn á sjálf- virkan hátt, og stillitækið snýr aftur í byrjunarstöðu. Stafaborðið er með öllum viðeigandi táknum, og með góðri æfingu er unnt að ná hraða sem svarar 30 orðum á mínútu. Otbúnaðurinn er háður einkaleyfi. Unnið hefur verið að þróun hans hjá Eloctromechanical Laboratory, Na- tional Spinal Injuries Center, Stoke Mandeville Hospital, Aylesbury, Bucks, Bretlandi. I.T.D. nr. 1422 Gerviskóleður, sem „andar" og varðveitir útlit sitt 1 sumar er væntanlegt á markað- inn gerviefni til skógerðar. Nefnist það Corfarn og hefur marga kosti umfram náttúrulegt leður. Gagnstætt öðrum gerviefnum, 110 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.