Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 25
Nýjungar og notkun þeirra Loftþrýstibúnaður flýtir verkinu Loftþrýstibúnaðurinn, sem sýndur er á meðfylgjandi mynd, flýtir mjög fyrir verkinu þegar taka þarf til með- höndlunar í skrúfstykkinu röð af samskonar smíðishlutum. Hann ger- ir líka einum manni fært að setja í tækið stór og erfið stykki, sem venju- lega krefjast tveggja manna átaks. Hreyfanlegir skoltar skrúfstykkis- ins fá orku sína frá lofthólki. Staða skoltanna er fyrirfram stillt með handstillingu í það op, sem óskað er. Þegar það hefur verði gert, er hægt að stjórna lokun og opnun skoltanna með fótspjaldi og hafa þannig báðar hendur frjálsar til að fást við smíðis- gripina. Lengdarhreyfingu skoltanna og klemmuþrýsting má stilla með hnappi á lofthólkinum, aftan á tæk- inu. Ef þrýstiloftið skyldi bregðast af einhverjum ástæðum, má nota skrúf- stykkið á venjulegan hátt. Framleiðandi er Saris-Jurgens N. V., Venray, Hollandi, og söluna ann- ast Carborundum Trading Co., Westerkade io, Rotterdam. I.T.D. nr. 1633 Ný gerð ai skrúilylcluin með opinn enda Með þessum skrúflykli, sem er af nýrri gerð, má beita miklu öflugra átaki við boltahausa, sexkantaðar rær og píputengistykki, en hægt er með venjulegum skrúflyklum. Með öðrum opnum skrúflyklum er þrýsti- átakinu beitt við horn sexkantanna, en með hinum nýja lykli, sem nefn- ist Loc-Rite, og framleiddur er í öll- um stærðum, er þrýstingi beitt á fletina. Árangurinn er sá, að aflið, sem beitt er á handfang skrúflykils- ins, flytur yfir meiri og jafnari spennu en unnt er með öðrum skrúf- lyklum. Myndirnar sýna hvernig hinn nýi skrúflykill verkar í meginatriðum. Við tilraunir sleit venjulegur skrúflykill hornin af alúmín-skrúf- bolta við aðeins 28 ft/lb vinduátak. Hinum nýja skrúflykli var síðan beitt á slitinn boltahausinn, sem snér- ist þá áfram allt að 60 ft/lb vindu- átaki. Þetta sýnir einnig annað at- riði: Hinn nýja skrúflykil má nota á hausa, sem eru svo illa slitnir, að venjulegir skrúflyklar renna yfir hin skemmdu horn. Lykla þessa er nú farið að nota í flugvéla- og bifreiðaiðnaðinum, þar sem öryggi og traustleiki verða að ganga fyrir öllu öðru, og einnig við vatnsþrýstikerfi, þar sem þeir hafa leyst vandamál við leka í þrýsti- tengistykkjum. Framleiðandi er Tool Div., Kel- sey-Hayes Co., Orangeburg, South Carolina, U.S.A. I- T. D. nr. 1656 Myndskýring Hér sjást gripverkanir á þremur gerðum skrúflykla. Venjulegur skrúflykill, sem beitir þrýstiátaki aðeins við tvö born. Tiu-snerti- punkta skrúflykill, sem grípur um fimm staði en leggst þó að hornum. Nýji Loc-Rite lykillinn beitir þrýstiátakinu á fletina. Heil- strikuðu örvarnar sýna stefnu upphaflega átaksins, en slitnu örvarnar sýna stefnu á- taksins þegar þrýstingurinn vex. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 109

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.