Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Qupperneq 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Qupperneq 28
Gervigúm. sem skreppur saman við hita Nýlega eru komnar á markaðinn pípur og fleiri fullgerðir hlutir úr kísilgúmí, er nefnist „Silastic 1410“. Pípur þessar hafa þann eiginleika að þær þrengjast og herpast saman nið- ur í helming hins upphaflega þver- máls ef þær eru hitaðar stutta stund i um 150°C. Þetta hlaup á sér þó að- eins stað á vídd pípunnar, en lengd hennar hleypur aðeins um tæplega 5%. Með þessum hætti er unnt að gera þétta klæðningu um hluti, aðeins með því að beita hitunarlampa, og þarf enga fagkunnáttu til. Tíma- og vinnusparnaður er talinn um 50%. Þetta kísilgúm hefur sömu góðu eiginleikana og aðrar kísilgúmteg- undir: Ágæta rafmagnseinangrun, rakavörn og hitaþol - nothæft við 73-26o°C. Það er því engin hætta á ofhitun meðan verið er að herpa það saman með hita. Efnið er þétt og þolir vel núning og tog. Erfitt er að rífa það. Þá er það einnig góður kostur, að hægt er að brenna það burt með háhitaloga. Á mynd 1 má sjá hlutföll þvermálsins á pípum, fyrir og eftir hitun. Á mynd 2 er sýnt hvernig myndað er þétt slíður um leiðslur. Hitabyssan sést á bak við. Á mynd 3 er sýnt endaslíður á raf- leiðslu, þétt og viðnámsgott gegn loga. Greina má, hvernig slíðrið hleypur saman um helming þvermáls þar sem hitabyssunni er beint að því. Framleiðandi er Dow Corning Corp., Midland, Michigan 48641, USA. I.T.D. nr. 1676 BLIKKSMIÐJAN GRETTIR BRAUTARHOLTI 24.SÍMAR: 1041 2, 12405 OG 17529 HÖFUM FYRIRLIGGJANDI: Vatnskassaelement í Ford, Chevrolet, jeppa og ýmsar aðrar tegundir bíla, einnig hljóðdeyfara. Smíðum eftir pöntun: Vatnskassa, hitablásara, hita- og kælielement. Þakrennur, þakglugga, rennujárn og allt, sem tilheyrir blikk- smíði vði húsabyggingar. VÖNDUÐ VINNA! FLJÓT AFGREIÐSLA! SANNGJARNT VERÐ! 112 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.