Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Qupperneq 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Qupperneq 33
árin 1959-1962 mjög lítið breytt frá árinu 1948. Gildir það jafnt, hvort sem litið er til atvinnutekna fyrir skattlagningu eða til ráðstöfunartekna að frádregn- um beinum sköttum og að viðbættum fjölskyldubót- um. Hins vegar voru þessar afstöður launþegum nokkuð óhagstæðari áratuginn i950-’6o en þær voru bæði við upphaf og í lok tímabilsins. Var afstaða atvinnuteknanna fyrir skattlagningu þá flest árin milli 95 og 98 miðað við 100 árið 1948. Afstaða ráð- stöfunarteknanna var oftast milli 92 og 94. I höfuð- dráttum hefur hlutskipti launþega fylgt þróun þjóð- artekna, en sérstaklega hagstæð afstaða tekna þeirra við upphaf og lok tímabilsins stendur m. a. í sam- bandi við háar niðurgreiðslur og fjölskyldubætur. 2) Þýðingarmiklar breytingar hafa orðið á innbyrðis af- stöðu atvinnuteknanna. Við upphaf tímabilsins voru tekjurnar mjög ójafnar eftir landshlutum, nærri 30% lægri í kauptúnum en í Reykjavík og um 15% lægri í kaupstöðum. Atvinnutekjur þessara staða þróuðust síðan jafnt og þétt til jafnaðar við atvinnutekjur í Reykjavík. Fullum jöfnuði var náð árið 1957, og hafa meðalatvinnutekjur t kaupstöðum og kauptún- um síðan verið hærri en í Reykjavík. 3) Hlutföll atvinnutekna milli starfsstéttanna, verka- manna, sjómanna og iðnaðarmanna, breyttust lítið fram til 1958. Tekjur sjómanna voru oftast um 12- 16% hærri og tekjur iðnaðarmanna oftast um 10- 16% hærri en tekjur verkamanna. Þó fór munurinn fremur minnkandi með árunum. Frá árunum 1958- '59 hafa bilin aftur á móti aukizt verulega. Tekjur iðnaðarmanna hafa að vísu aðeins náð því hlutfalli við tekjur verkamanna, er þær höfðu áður. En tekj- ur sjómanna hækkuðu mjög mikið og voru 41% hærri en tekjur verkamanna síðustu tvö árin, þ. e. 1961 og 1962. Á þessu mun þó að nýju hafa orðið mikil breyting til hlutfallslegrar lækkunar sjómanna- tekna á árinu 1963. Af þessum niðurstöðum leiðir, að allmikill hluti launþegastéttanna hefur haft reynslu af mun óhagstæð- ari framvindu tekna sinna heldur en þjóðartekna á mann í heild, en annar hluti hefur haft því hagstæðari reynslu. Þróunin til jöfnunar tekna eftir landshlutum mátti teljast óhjákvæmileg, en heyrir nú að mestu liðnum tíma til. Þróun teknanna eftir atvinnustéttum er aftur á móti brýnt viðfangsefni dagsins í dag. Á þeim vettvangi eiga launþegasamtök, atvinnurekendur og opinberir aðilar því mikilvæga hlutverki að gegna að stuðla að því að skapa skilyrði til framþróunar á grundvelli efnalegs og félagslegs jafnvægis.“ AMERÍSK VERKFÆRI RÖRSNITTI No. OR - 00R - 111R — 12R - 65R y4" - 2" BOLTASNITTI Vs" - 1" ÚRSNARAR Vs" ~ 2" RÖRHALDARAR með og án keðju \/2" — 6" RÖRTENGUR 36", 24", 18", 10" og 8" og margt fleira fyrirliggjandi. Ennfremur alls konar varahlutir. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Á. EINARSSON & FUNK HF BYGGINGAVÖRUVERZLUN Höföatúni 2 . Simi 11982 . Reykjavik. TlMARIT IÐNAÐARMANNA 117

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.