Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 10
GÍSLI ÞORKELSSON, efnaverkfrœtlingur: Málning, lökk og málmhúðun Útvarpserindi jlutl 12. júní 1964. Fyrri hluti erindisins birtist í síðasta hejti tímaritsins Til þess að gefa yfirlit yfir framleiðslu á málningu og lituðum lökkum, getur verið þægilegt að greina á milli fjögurra aðalþátta framleiðslunnar: í fyrsta lagi: Blöndun á litaduftum saman við bindi- efnin og upplausnarefnin eða hluta þeirra. í öðru lagi: Mölun á blöndunni til þess að jafna alta kekki og væta litakornin. 1 þriðja lagi: Þynning og leiðrétting litar, ef þess ger- ist þörf. Og loks: Síun, áfylling og álíming á umbúðir ásamt pökkun. Fyrsti þátturinn, sem er blöndun litadufta og bindi- efnis, fer venjulega fram á tiltölulega hæggengum elti- eða hrærivélum, sem knúnar eru af rafmagnsmótorum. Duftin eru þá hrærð saman við svolítið af bindi- og þynningarefnum, svo að þau myndi þykkan graut eða mauk. Fæst þannig allgóð blöndun, er getur verið full- nægjandi fyrir einstöku málningar, sem litlar kröfur eru gerðar til um fínleika. Fyrir flestar málningar og öll lituð lökk er þessi vinnsla þó alveg ófullnægjandi, þar sem sjaldnast tekst að hræra út smákekki, sem eru myndaðir af þurru dufti, er ekki hefur tekist að væta með bindiefninu. ÍIátin,sem hrært er í,eru venjulega hreyfanlegir pott- ar, sem að lokinni hrærzlu eru fluttir að vélum, er ann- ast næsta og aðalstig vinnslunnar, sem er möiunin. Til þess að eyða eða sundra litaduftarkekkjum, eru notaðar vélar, sem mala eða hafa skurðaráhrif á þá, rífa þá í sundur og sundra í einstök korn. Með sérstök- um yfirborðsverkandi efnum, svokölluðum vætiefnum, má þó auðvelda bindiefnunum leið að hinum einstöku duftkornum, svo að minni orku þarf að beita til að sundra kekkjunum og flýta fyrir vinnslunni. Algengustu vélar til að mala eða rífa með málningu hafa til skamms tíma verið svonefndir þrívalsar. Venjulega er vélin gerð af þremur samhliða láréttum stálvölsum, sem eru hafðir holir svo hægt sé að kæla þá að innan. Valsana má færa þétt saman eftir þörfum og snúast þeir hvor á móti öðrum, en með mismunandi hraða. Málningarefnið frá hrærunni kemur inn á aft- asta valsinn, sem snýst hægast. Miðvalsinn, er snýst um það bil helmingi hraðar, tekur við því og færir það yfir á fremsta valsinn, sem hcfur mesta snúningshrað- ann, en stálblað eða hnífur skefur málninguna af hon- um. Vegna þess að valsarnir snertast eða liggja þétt saman og hafa mismunandi hraða, rífa þeir kekkina í sundur á milli sín. Oft nægir ein ferð í gegnum þrí- vals, en ef mjög fínnar mölunar er þörf, verður að iáta efnið fara oftar í gegn. Kúlumyllan er önnur gerð véla, sem notuð er til að mala eða rífa málningu. 1 aðalatriðum er kúlumyllan gerð af láréttum járnsívalning, lokuðum í báða enda. Ásendar ganga út úr miðjum beggja botna og hvíla á föstum legum. Myllan er fóðruð innan með postulíni eða stáli. Á sívalningnum eru tvö op, ætluð til hleðslu og tæmingar. Stór hmrivél knúin af rafmagnsmótor. 94 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.