Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 19
Svipað kemur og fram hjá Stefáni G.: JÖKULL PÉTURSSON, málarameistari: Vísnaþáttur Áður fyrr og lengi fram eftir árum meðan við áttum aðeins opin skip til hverskonar nota og allur búnaður þeirra var mjög frumstæður mátti segja, að maðurinn væri í miklu persónulegra sambandi við bát sinn en síð- ar varð, þegar skipin urðu stærri og betur búin. Þá reyndi meira á karlmennsku, þrek og snarræði, og að kunna að haga seglum eftir vindi. Það sýnist oft hafa verið ærið ójafn leikur, er sjó- menn urðu að heyja baráttu við ómælisafl hafsins á þessum litlu fleytum, eða bátskeljum, eins og þær voru oft réttilega nefndar. En alltaf virðist sjórinn hafa eitt- hvert seiðmagn, sem dregur menn til sín, og þá ekki hvað sízt þá menn, sem af eigin raun hafa þekkt ógnir hafsins. Snemma fóru þessi samskipti manna og sjávar að taka á sig þjóðsagnakenndan ævintýrablæ. Menn fóru að kalla öldurnar Ægisdætur eða Ránardætur og átök- in við þær dans. Sá dans hefur þó á stundum verið all hrikalegur, einkum þegar veðurguðirnir slógu vind- hörpur sínar hvað ákafast. í kvæð sínu um Stjána bláa, hinn sögufræga sægarp, segir Örn Arnarson m. a.: Sunnanrok og austanátt eldu við hann silfur grátt. Þá var Stjána dillað dátt, dansaði skeið um hafið blátt. ið hefði verið lagt fyrir dómstólana væri eigi að þessu sinni hægt að ljúka dómsorði á skipti þessara síðast nefndu aðila út af umræddu slysi. Hæstiréttur féllst annars að öllu leyti á niðurstöðu héraðsdóms um skiptingu sakar og fjárhæð bóta, og var því sú breyting ein gerð á niðurstöðu héraðsdóms- ins, að nú var það múrarameistarinn, sem dæmdur var til greiðslu tjónbótanna, að % hlutum, en Vs hluta mátti tjónþolinn sjálfur bera. Undir bliku beitum þá bát og strikið tökum. Stígum vikivaka á völtum kvikubökum. Örn Arnarson vill engan undanslátt: Þó að Ægir ýfi brá, auki blæinn kalda, ei skal vægja, undan slá, eða lægja falda. Sérlega skemmtileg og myndræn er þessi gamla sigl- ingavísa, sem ég veit ekki höfund að: Öslaði gnoðin, beljaði boðinn, bungaði voðin, ráin söng. Stýrið gelti, aldan elti, inn sér hellti á borðin löng. Þó að Ægir sé oft óvær, getur hann þó stundum brotið odd af oflæti sínu og tekið þátt í kyrrð vorsins. Þorsteinn okkar Erlingsson kveður: Sléttu bæði og Horni hjá heldur Græðir anda, meðan hæðir allar á aftanklæðum standa. Jón S. Bergmann leitar huggunar hjá dætrum Ægis: Leggðu barminn alvot að aftanbjarma-gljáa. Strjúktu harm úr hjartastað hrönnin armabláa. Sveinn frá Elivogum stundaði lengi sjósókn samhliða sveitabúskap, eins og títt var hér áður fyrr. Ekki virð- ist hann hafa verið alls kostar ánægður með sitt hlut- skipti. Lífs mér óar öldurið, er það nógur vandi, að þurfa að róa og þreyta við þorska á sjó og landi. TÍMARIT IÐN-AÐARMANNA IOJ

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.