Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Page 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Page 15
Mjög gagnger hreinsun fæst með sandblæstri. Kvarz- sandi eða stálsalla er þá blásið á flötinn af miklu afli með þar til gerðum tækjum. Sandblásturstækin má út- búa þannig, að þau sogi sandinn í sig aftur, hreinsi hann og noti á ný. Sandblástur gefur einhverja beztu hreins- un undir ryðvarnarmálningu og málmhúðun sem völ er á, en er all kostnaðarsöm og ekki er alltaf hægt að koma henni við. Allgóða hreinsun má fá með vélknúnum slípuskíf- um, vírburstum og meitlum, eða með blástursloga á- samt sköfu. Þegar ekki er hægt að framkvæma rækilega hreinsun með neinni af fyrrgreindum aðferðum verður að kom- ast af með handverkfæri, svo sem sköfur, vírbursta eða sandpappír. Eldhúð næst þó varla með þessum verk- færum og er oft gripið til þess ráðs að láta hlutinn standa úti svo að ryð myndist undir eldhúðinni og sprengi hana frá, og bursta siðan ryðið af. Ryðvarnargrunnmálningar einkennast fyrst og fremst af því að þær innihalda svokölluð ryðvarnar- litaduft. Þekktust er blýmenja, sem er rautt blýsam- band er tefur fyrir eða stöðvar ryðmyndun á járni. Blýmenjumálning er venjulega löguð af línolíu eða fernis og þornar nokkuð seint, en er annars ein af beztu ryðvarnarmálningunum. Blýmenja, sem löguð er með fljótþornandi bindiefnum, tekur öðrum ryðvarn- arefnum ekki fram um gæði en er dýrari og óþægilegri i notkun. Zinkkrómat er annað þekkt ryðvarnarduft. Það er gult að lit og hefur gefið ágæta raun með ýmsum fljót- þornandi bindiefnum. Fjöldi annarra ryðvarnardufta eru notuð með góðum árangri og hafa ýmsa kosti, t. d. í fljótþornandi ljósum ryðvarnarmálningum. Ryðvarnargrunnmálning þarf að væta vel járnið og mynda harða samfellda húð með góðri viðloðun við járn. Reynslan hefur sýnt, að ekki er einhlítt að hafa ryð- varnarefni í málningu ef málningarhúðin er mjög þunn. Talið er að þykkt málningar, sem eigi að veita góða ryðvörn utanhúss, þurfi að nema að minnsta kosti 1/8 úr mm, en sú þykkt næst venjulega ekki með minna en þremur umferðum af málningu. Málmhúðun er miklu yngri aðferð til ryðvarnar en málning. Ryðvörn málmhúðunar byggist á því, að járn- ið er húðað með samfelldri húð af málmi, sem tærist síður en járn. Auk þess eru sumir málmar þess eðlis að komi gat á húðina tærast þeir sjálfir í stað járnsins, og er zink gott dæmi um slíka vörn. Ýmsar aðferðir eru notaðar við málmhúðun á járni, en þýðingarmest þeirra allra er þó húðun með raf- magnsstraumi. Járnhlutum, sem húða skal, er þá difið TfMARlT IÐNAÐARMANNA í upplausn af söltum þess málms, sem húðað er með. Rakstraum er hleypt í gegnum upplausnina þannig að járnið sé neikvæði póllinn en hinn málmurinn eða ann- ar viðeigandi Ieiðari sá jákvæði. Jákvætt hlaðnar málmjónir reika þá að járnpólnum, afhlaðast þar og setjast í jöfnu lagi á yfirborð járnsins. Þykkt málmhúð- arinnar má oftast ráða með því að hafa hlutina lengur eða skemur í baðinu, en sumir málmar leyfa þó ekki nema örþunna samfellda húð. Af öðrum aðferðum til málmhúðunar má nefna svo- nefnda heita húðun, sem framkvæmd er með því að dýfa járnhlutnum í bráðinn málminn, og málmúðun. Heit málmhúðun gefur yfirleitt þykka húð og venju- lega ójafnari og stökkari en með rafmagnsaðferðinni. Við málmúðun er venjulega notaður strengur eða vír úr þeim málmi, sem úðað er með. Vírinn er brædd- ur í úðunartækjunum og síðan úðað með heitum loft- straumi á hlutina sem húða skal. Þessi húðun verður jafnan mött og ekki eins samfelld og hinar fyrri, en myndar góðan grunn fyrir málningu. Algengustu málmar til húðunar á járni í ryðvarnar- skyni eru zink, tin, nikkel og króm. Zinkhúðun gengur í daglegu tali undir nafninu galvanisering og er mjög mikið notuð til ryðvarnar á þakjárn, vatnsleiðslur, girðingarefni o. m. fl. Tinhúð- un er mest notuð á dósablikk. Nikkelhúðun er mjög þolin gagnvart tærandi efnum og er því notuð á ýmsa vélahluta og áhöld í efnaiðnaði, en aðalnotkun hennar mun þó vera sem burðarhúð undir krómhúðun. Erfitt er að fá nægilega þykka krómhúð á járn, en ofan á nikkel eg eir gefur þunn krómhúð ágæta tæringarvörn og hið bjarta og skæra útlit krómsins. Málmhúðun hefur ýmsa glæsilega eiginleika sem ryðvarnarefni, en getur þó ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti komið í stað ryðvarnarmálningar. 1 fyrsta lagi verður að einskorða málmhúðun við málm- húðunartækin, sem yfirleitt eru alveg staðbundin, nema málmhúðunartæki, sem flytja má nokkuð á milli staða. Ryðvarnarmálningu má hinsvegar koma við hvar sem er og fjölbreytni hennar er takmarkalítil. Notkun málningar til ryðvarnar er því meiri en af öllum öðrum efnum samanlagt. Ný iðngrein? Stálskipasmíðastöðin Stálvík hf. í Arnarvogi hefur sótt um til iðnaðarmálaráðuneytisins, að stálskipasmíði verði gerð að sérstakri, löggiltri iðngrein. Málið hefur borizt Landssambandi iðnaðarmanna til umsagnar og verður væntanlega lagt fyrir næsta iðnþing til af- greiðslu. 99

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.