Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Side 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Side 37
Tœkifcerí til kynníngar á íslenzkum iðnaðar- uarningi erlendís Landssambandi iðnaðarmanna hefur nýlega borizt bréf frá Viðskiptamálaráðuneytinu, þar sem skýrt er frá starfsemi Gjafamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna (United Nations Gift Center). Er þar skýrt frá því, að sú stofnun hafi áhuga á því að hafa samband við ís- lenzka aðila, sem afgreitt geta heppilegar íslenzkar vörur handa gjafamiðstöð þessari. Hér er áreiðanlega um að ræða gott tækifæri fyrir framleiðendur allmarga íslenzkra handiðnaðarvara til að koma vörum sínum á framfæri erlendis. Vörutegundir þær, sem helzt koma til greina, eru ýmsir smámunir til skreytingar innanhúss, m. a. leir- munir og hlutir skornir úr tré, ýmiss skrautvarningur, svo sem hálsfestar, armbönd og eyrnalokkar úr silfri og gulli og ýmsir smáhlutir til að hafa á skrifborðum, svo sem bréfahnífar, öskubakkar og vindlakassar. Enn- fremur koma til greina hlutir úr leðri, t. d. veski og smátöskur o. s. frv. Tilgangurinn með Gjafamiðstöðinni er að gefa ferðamönnum þeim, sem heimsækja aðalstöðvar Sam- einuðu þjóðanna í New York, tækifæri til að sjá og kaupa sýnshorn af iðnaðarvörum hinna ýmsu landa, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum. Er hér fyrst og fremst um kynningu á list- og handiðnaði að ræða. Ennfremur veitir Gjafamiðstöðin framleiðendum iðn- aðarvarningsins upplýsingar um sölumöguleika, gefur þeim ráðleggingar um útlitsbreytingar o. s. frv. Hlutir þeir sem eru á boðstólunum eru í Gjafamið- stöðinni verða annað hvort að hafa hagnýtt notagildi eða vera smekklegir skrautmunir. Áherzla er lögð á, að Gjafamiðstöðin verzlar ekki með minjagripi. Hlutirnir mega ekki vera mjög fyrirferðamiklir eða þungir og miðstöðin verzlar ekki með hluti, sem seldir eru eftir máli eða stærð. Gjafamiðstöðin býður einstökum iðnaðarmönnum eða iðnfyrirtækjum, sem framleiða einhverja þá hluti, sem líklegt er að unnt sé að selja í Gjafamiðstöðinni, að skrifa og lýsa þeim munum, sem helzt er um að ræða. Skýra þarf frá verði einstakra hluta og æskilegt er, að mynd fylgi. Ef álitið er, að hlutir þeir, sem boðnir eru, séu markaðshæfir, mun Gjafamiðstöðin skýra viðkomandi framleiðanda frá því og biðja um reynslusendingu. Nánari skýringar um viðskiptahætti munu fylgja. Þeim, sem áhuga hafa, er boðið að skrifa til: United Nations Cooperative, Inc. Box 20, Grand Central Post Office New York 17, New York, U.S.A. Allmikið hefur verið rætt um útflutning íslenzkrar iðnaðarvara enda þótt lítið hafi orðið úr framkvæmd- um til þessa. Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir sumar íslenzkar iðngreinar til að kynna framleiðslu sína á erlendum vettvangi. Vonandi verða einhverjir til að bjóða varning sinn til sölu á vegum Gjafamiðstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna, svo að ísland komist í hóp þeirra landa, sem bjóða iðnaðarvörur sínar þar til sölu. Iðnskólínn í Reykjauík 60 ára Hinn 1. október n. k. verður Iðnskóiinn í Reykjavík 60 ára. Sögu skólans má reyndar rekja meira en ntu áratugi aftur í tímann, en skólahald fyrir iðnaðarmenn í Reykjavík hófst árið 1873 á vegum Iðnaðarmannafé- lagsins. En það var ekki fyrr en árið 1904, að skólamál iðnaðarmanna komust í svipað horf og á öðrum Norð- urlöndum. Það var m. a. fyrir forgöngu Jóns Þorláks- sonar, verkfræðings, sem síðar varð borgarstjóri í Reykjavík, og með samvinnu hans og Iðnaðarmanna- félagsins, að Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður fyrir 60 árum. Fyrsti skólastjóri skólans var Jón Þorláksson og gegndi hann því starfi í 7 ár. Síðan tók við Ásgeir Torfason verkfræðingur og eftir hans dag Þórarinn B. Þorláksson, sem gegndi starfinu til ársins 1923. Næstu þrjá áratugina var Helgi Hermann Eiríksson skóla- stjóri skólans, en hann er öllum iðnaðarmönnum vel kunnur fyrir mikil og farsæl störf í þágu þeirra. Helgi Hermann lét af starfinu skömmu áður en skólinn varð hálfrar aldar gamall og varð fyrsti bankastjóri Iðnað- arbankans. Þá tók við skólastjórastöðunni Þór Sand- holt, og hefur hann gegnt því starfi síðan. Iðnskólinn í Reykjavík hefur vaxið mikið á þeim sex áratugum, sem hann hefur annast menntun reyk- vízkra iðnaðarmanna. Skólinn var í nær 50 ár til húsa í húsi Iðnaðarmannafélagsins á horni Lækjargötu TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 121

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.