Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 11
Mölunin byggist á því, að myllan er hlaðin næst'um til hálfs með kúlum úr hörðu efni, svo sem postulíni, stáli eða algengast völusteinum úr tinnu. Þegar myllan hefur verið fyllt af málningarefnum og er látin snúast, berast kúlurnar upp eftir hliðum sívalningsins og er snúningshraðinn valinn þannig, að þær fari ekki hring- inn, en falli aftur af þyngd sinni niður í gegnum efnið. Þannig mylja kúlurnar efnið á milli sín. Kúlumyllur hafa ýmsa yfirburði umfram þrívalsa. 1 fyrsta lagi má hlaða þær með duftum og fljótandi efn- um án undangenginnar hrærzlu. Þær eru alveg lokaðar og tapast þvi engin upplausnarefni vegna uppgufunar og loks geta þær gengið án eftirlits og er að því mikill vinnusparnaður. Hinsvegar eru þær mjög seinvirkar og þurfa oft að ganga dögum saman til þess að ná æski- legum fínleika. Miklar nýjungar og endurbætur á málningarvinnslu- vélum hafa verið gerðar undanfarið, sem ekki verður þó farið út í að lýsa hér. Þriðja stig málningargerðarinnar er þynning og litun. Þynningin fer fram í pottum eða geymslum með fær- anlegum eða föstum hræritækjum, sem ýmist eru hæg- gengir skrúfuspaðar eða hraðgengar skrúfur. Við þynn- inguna er blandað saman við rifna málningarefnið því, sem eftir stendur af efnum í fullbúna málningu, svo sem bindiefnum, þynningarefnum, þurrkefnum o. fl. Hrærzlan verður að tryggja fullkomna blöndun efn- anna. Litun fer einnig fram í þynningargeymunum. Lita- sérfræðingur ber saman litafyrirmynd og málninguna á geyminum og bætir í sterkum, rifnum litum, eftir því sem við á. Um lokaþáttinn, þ. e. frágang málningarinnar til dreifingar skal ég vera stuttorður. Áður en gengið er frá henni, þurfa þó allar prófanir, sem gera þarf, að hafa sýnt að hún sé í lagi. Þá er hún fyrst síuð, sett á umbúðir með álímdum miðum og pökkuð í pappa- kassa. Undirbúningur grunnilata. Framfarir síðari ára í þessum iðnaði hafa leitt til þess að farið er að framleiða margvísleg lökk og máln- ingar, sem þola meiri áreynslu en þýddi að bjóða nokk- urri málningu áður. Þrátt fyrir þetta gildir enn hin sí- gilda regla, að hversu góð og sterk sem málningin er, verða hinir miklu kcstir hennar að engu ef flöturinn sem hún á að verja er ekki rétt undir hana búinn. Það er t. d. ekki hægt að búast við góðri viðloðun ef málað er yfir fleti, sót eða önnur óhreinindi. Feiti getur auk þess leystst upp í málningunni og valdið því, að hún þorni seinna eða jafnvel alls ekki og að hún nái ekki fullri hörku né styrkleika o. s. frv. Við lökkun á iðn- aðarvörum er vandleg hreinsun fyrir lökkun orðin nokkurn veginn viðurkennd staðreynd, en við málningu íbúða og húsa er það jafnvel til að málningin sé notuð til að hylja skít og óhrjálleika. Undirbúningur grunnflata undir málningu fer eftir því úr hvaða efni þeir eru gerðir. Við er að jafnaði bezt að slípa vel áður en lakkað eða málað er, en treysta ekki á að málningin fylli ó- jöfnur og minnka um leið spartlingar, sem ávallt draga nokkuð úr endingu málningarinnar. Við, sem á að mála með latexmálningu, ber að grunnmála áður með olíumálningu, vegna þess að vatnið í latexmáln- ingunni ýfir yfirborðið á ógrunnuðum við. Undir lökk, sem innihalda sterk upplausnarefni svo sem sellulósa- lökk eða epoxylökk, má ekki bera fernisolíu eða olíu- málningu, þar sem þau hleypa henni upp sem kallað er. Ný fínhúðun inniheldur óbundið kalk og er því mjög lútarkennd. Þessvegna er ekki rétt að bera á hana fernisolíu eða olíumálningu, sem sápast auðveldlega. Latexmálningar sápast aftur á móti ekki eða miklu síður. Það er því ágætt að grunna nýja fínhúðun með vel þynntri latexmálningu, hvort sem ætlunin er að olíumála eða nota latexmálningu áfram. Algengur mis- skilningur er, að fernisolían bindi fínhúðunina, sem hefur mjög lítinn styrkleika þegar hún er ný. Olían gengur svo að segja ekkert inn i fínhúðunina, en kæm- ist raki að innanfrá, sápast hún undir eins og getur þá losnað frá á stærri eða minni svæðum. Gamla fínhúð- un má þó olíubera eða olíumála. Viðloðun lakka við steinsteypt gólf batnar mjög ef borin er á þau þynnt saltsýra, t. d. 10% saltsýra og þvegin af með hreinu vatni. Sýran leysir upp lausa sementshúð, sem ávallt hylur yfirborð steinsteypu, ger- ir yfirborðið hrjúfara og eyðir úr því lút, ef þau eru ný. Hreinsun á járni og öðrum málmum undir málningu, mun ég ræða í sambandi við ryðvörn. Áhöldin Til skamms tíma voru penslar svo til einustu áhöld- in, sem notuð voru til að mála með. Síðar var farið að nota úðara og málningarvalsa eða „rúllur“ eins og þeir nefnast almennt í daglegu tali. Málningarúðun gefur mjög jafna húð, en krefst talsverðrar æfingar og er því nær eingöngu notuð við iðnaðarlökkun. „Rúllurnar" eru aftur á móti mjög auðveldar í meðförum og fljót- legt að mála með þeim. Þær eru því yfirleitt notaðar til málningar á stórum sléttum flötum, svo sem á loft og veggi íbúða, utanhússmálningu á steinhúsum o. fl. Við málningu á kverkum, gluggum og hurðum eru penslar TIMARIT IÐNAÐARMANNA 91

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.