Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 14
grunnmálningu. Spartlingar eru síðan endurteknar
tvisvar eða þrisvar sinnum, eftir því hve miklar kröfur
eru gerðar til sléttunar, en grunnmálningar á milii
spartlinga hafðar nokkuð megurri en hin fyrsta. Loks
þegar búið er að mála yfir síðustu spartlingu er málað
með lakkgrunni, sem þarf að fljóta vel saman og
mynda harða húð. Lakkgrunnurinn þarf að fá að
þorna vel áður en lakkað er.
Japanlakk er feitt lakk, venjulega hvítt, sem flýtur
vel saman og þornar með miklum gljáa. Það á að varð-
veita gljáann vel og gulna lítið þegar það eldist. Japan-
lakk er borið jafnt en allþykkt á með góðum pensli,
t. d. úr svínshárum.
Hér á undan hef ég miðað við að verið sé að mála
nýja íbúð. Þegar mála skal yfir gamla málningu þarf
hún að vera heil og hrein. Til þess að tryggja viðloðun
er gott að þvo yfir með 10% salmíakspíritus eða slípa
lauslega með sandpappír, einkum gamla lakkmálningu
eða lakk.
Ef um viðgerðir er að ræða, þarf að grunnmála
skemmdirnar áður en spartlað er og blettmála spartlið
eftir slípingu. Undir latexmálningar er þó ekki nauð-
synlegt að blettmála í seinna skiptið.
Utanhússmálning
Undantekningarlítið eru öll ný íbúðarhús hér á landi
byggð úr steinsteypu. Enda þótt þau séu ávallt múr-
húðuð að utan, er múrhúðin jafnan gljúp og tekur í sig
vatn í votviðrum. Vatnið í steypunni veldur einangr-
unartapi og getur valdið frostskemmdum. Múrhúðin
er með ójöfnum gráum lit, sem breytist eftir því hvort
hún er þurr eða vot á yfirborði. Það þjónar því bæði
tilgangi nytsemdar og fegrunar að mála steinhús með
heppilegri málningu.
Helztu kröfur sem gera þarf til utanhússmálningar á
stein eru, að hún hafi góða viðloðun við múrinn, sé
vatns- og veðurheld, bæði með tilliti til endingar og lit-
heldni, hafi jafna, matta áferð, sé auðveld í notkun og
að hún hleypi raka úr múrnum í gegn um sig. Vegna
raka, sem ávallt er fyrir hendi í múr, er síðasta skil-
yrðið einnig mikilvægt til að fyrirbyggja að málningin
flagni frá þegar sterk sól skín á vegginn. Þessi skilyrði
eru langbezt uppfyllt af iatexmálningum.
Fyrstu umferð á múrinn er ávallt bezt að þynna
nokkuð. Mála síðan með 2 umferðum af óþynntri
málningu.
Þegar málað er ofan á gamla málningu, sem lætur lit
þegar strokið er yfir hana, þarf að binda lausa duftið á
yfirborðinu með sérstökum bindi áður en málað er
yfir. Annars er hætt við að málningin geti flagnað af.
Nýja timburglugga skal ávallt grunnmála með
þunnri feitri olíumálningu. Síðari umferðir eiga að vera
lakkbornar og yfirleitt ekki fleiri en tvær.
Ryðvörn, ryðvarnarmálning og málmhúðun
Á þessari öld tækni og vélamenningar er járn alveg
ómissandi byggingar- og hráefni. Því miður er óvörðu
járni mjög hætt við tæringu og árlega eyðileggjast hjá
okkur tugmilljóna verðmæti vegna tæringar á járni og
stáli. Til dæmis hefur verið áætlað að fyrir nokkrum
árum hafi kostnaður í Bandaríkjunum einum saman
numið um 300 milljörðum króna á ári, vegna tæringar
og ryðvarnar á járni og stáli.
Tæring á járni á sér stað vegna efnabreytinga sem
fara fram á yfirborði þess, að jafnaði þegar raki og
súrefni eru fyrir hendi. Tæringin á sér stað vegna þess,
að örsmáar rafhiöður myndast vegna þess að járn inni-
heldur ávallt einhver framandi efni, svo sem kol,
málma o. fl. Þessi efni mynda þá annan pól rafhlöð-
unnar en járnið sjálft hinn og vatnið rafhlöðuvökvann.
Járn leysist upp við jákvæða pólinn og reikar að þeim
neikvæða. Þar fellur það út sem járnlútur þegar súrefni
er fyrir hendi, en þessi járnlútur er það, sem nefnt er
ryð.
Ryðvörn byggist því fyrst og fremst á því að fyrir-
byggja að þessar rafhlöður myndist eða stöðva verkun
þeirra. Algengasta og jafnframt ódýrasta aðferðin til
ryðvarnar er málning með ryðvarnarmálningu, en næst
henni hefur málmhúðun mikla þýðingu til varnar gegn
ryði. Báðar byggjast þessar aðferðir á örþunnri húð,
sem þarf að vera í beinni snertingu við málminn, og
þarf málmflöturinn því að vera hreinn áður en húðað
er eða málað. Af járninu þarf því að hreinsa olíur, feiti
og önnur óhreinindi, en auk þess ryð og eldhúð, sem
oft eru mjög föst fyrir.
Gagnger hreinsun á járni getur verið all margbrotin
og kostnaðarsöm, einkum undir málmhúðun. Fyrsta
skrefið er venjulega hreinsun á feiti, sem má fram-
kvæma í lútarkenndum hreinsiböðum, með aðstoð upp-
hitunar eða rafmagnsstraums. Hlutirnir eru síðan
hreinsaðir með vatni og því næst settir í sýrubað til að
hreinsa ryð og eldhúð. Þessi aðferð er ódýrust og al-
gengust fyrir málmhúðun eða iðnaðarvörur, sem eiga
að lakkast. Hlutir sem eiga að húðast með rafmagns-
málmhúðun, þurfa raunar ýmiss konar frekari yfir-
borðsmeðhöndlun áður en húðað er og fyrir lökkun er
oftast baðað úr fosfat eða kromat upplausnum til að
auka viðloðun grunnmálningarinnar eða lakksins, en út
í það fer ég ekki frekar hér.
Feiti má einnig hreinsa með upplausnarefnum svo
sem benzíni, terpentínu eða tríklóretylen og er það oft
nægilegt undir ryðvarnargrunn á nýtt járn.
98
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA