Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 31
í töflunni eru meðalatvinnutekjur stéttanna í Reykja- vík settar jafnar ioo öll árin en meðalatvinnutekjurnar á Vestfjörðum og Austfjörðum sýndar sem hundraðs- hlutar af tekjunum í Reykjavík. TAFLA II 1951 1954 1959 1962 Reykjavik ........... 100.1 100.0 100.0 100.0 Vestfirðir ........... 73.4 86.9 99.7 96.9 Austfirðir ........... 75.1 91.0 95.0 107.0 Ártölin milli 1951 og 1962 eru valin þannig, að sem jafn- ast bil verði á milli allra áranna. Skýrsla Efnahags- stofnunarinnar sýnir hins vegar hlutfallstölur fyrir öll árin frá 1951 til 1962, en hér verður að sleppa þeim vegna rúmleysis. Um afstöður atvinnutekna milli starfsstétta eru til tölur yfir tímabilið 1951-1962, eins og áður er getið. Þess verður að gæta að hin miklu verkföll áranna 1952, 1955 og 1961 höfðu mest áhrif á tekjur verkamanna. Ennfremur segir í skýrslunni, að af framtalsástæðum megi og telja líklegt, að tekjur iðnaðarmanna séu Iak- ast fram taldar. Árið 1951 voru tekjur sjómanna um 21% hærri, og tekjur iðnaðarmanna 15% hærri en tekjur verkamanna. Öll árin á eftir fram til 1959, nema 1952 og 1955, var hlutfall tekna verkamanna hagstæðara en þetta. Síð- ustu árin, 1959-1962, urðu tekjur sjómanna mjög miklu hærri en tekjur verkamanna, eða allt að 41% hærri. Hlutfall tekna iðnaðarmanna var aftur á móti innan þeirra marka, sem áður hafði verið á tímabilinu. Tafla III gefur nokkra hugmynd um þróunina á tímabilinu. Tekjur verkamanna eru settar sem 100 og tekjur hinna stéttanna sýndar sem hundraðshlutar af tekjum verkamanna. TAFLA III 1951 1954 1958 1962 Iðnaðarmenn..... 114.9 113.4 110.4 116.0 Verkamenn ...... 100.00 100.0 100.0 100.0 Sjómenn ........ 120.8 114.6 115.3 141.4 Hlutfallið milli launatekna verkamanna og iðnaðar- manna virðist ekki miklum breytingum háð á tíma- bilinu, en hins vegar hafa sjómenn allmiklu betur þegar líða tekur á tímabilið. I niðurlagsorðum skýrslunnar segir svo: „Kjarabar- áttan á fslandi er hörð og óvægin. Á hinn bóginn er erfitt um það að segja, hvort hún er að sama skapi árangursrík, þ. e. a. s. hefur þau áhrif á tekjuskipting- una, sem stefnt er að. En augljóst er, að kjarabaráttan TlMARIT IÐNAÐARMANNA S E L J U M ALL AR ALGENGAR BYGGINGAVÖRUR • BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS Kdrsnesbraut 2 . Sími 41010 Rönning hí. Sióvarbraut 2 . Símar 14320 og 11459 Verkfræðiþjónusta Raflagnir Lyftusmíði Töflusmíði Lampaframleiðsla Viðgerðir á rafmagnstækjum IIJ

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.