Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Side 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Side 32
hefur leitt af sér margþætt og torleyst vandamál, sem nú ber flestum þjóðfélagsvandamálum hærra. Aðilum kjarabaráttunnar hefur veitzt erfitt að koma sér saman um grundvöll til viðmiðunar við gerð kjara- samninga. Veldur þar miklu um hin sérstæða þróun efnahagsmála frá stríðslokum. Fyrstu árin eftir styrj- öldina bjó þjóðin við mjög góð lífskjör, en þeim hrak- aði síðan verulega. Launþegasamtökin hafa aldrei við- urkennt í orði orsakir þess og nauðsyn, að svo skyldi fara. Hafa forsvarsmenn þeirra margsinnis vísað til hinna fyrri lífskjara og fært fram tölur um lakari kaup- mátt almennra verkamannalauna á síðari árum sem rökstuðning fyrir kröfum sínum. Meðan útreikningar þjóðartekna voru ekki fyrir hendi, var ekki hægt að skoða þá breytingu, sem orðið hafði á kjörum einstakra stétta, í ljósi þeirra breyt- inga, sem orðið höfðu á afkomu þjóðarinnar allrar. Var þá ekki nema von, að því væri haldið fram, að kjörum launþega, eða einstakra hópa launþega, hefði hrakað meir en svaraði til breytinga á afkomu þjóðar- innar. Eftir að áætlanir um þjóðartekjur tóku að koma fram, hefur samanburður á þróun kauptaxta í al- mennri verkamannavinnu í Reykjavík og þróun þjóð- artekna verið talin sýna, að hlutur launþega í tekju- skiptingunni hafi verið mjög skertur. Kauptaxtar eru hins vegar ekki sambærilegir við þjóðartekjur á mann. Breytingar þeirra eru aðeins einn þátturinn af mörgum í breytingum launatekna. Því síður er þróun kauptaxta takmrakaðs hóps á ákveðnum stað til þess fallin að sýna hlutskipti launþega almennt, og enn síður þegar svo hagar til, að stöðugt færri og vandaminni tegundir vinnu hafa heyrt undir þann kauptaxta, sem um ræðir. Rannsóknir á hlutdeild launþega í þjóðartekjunum verða að byggjast á samanburði launatekna við þjóð- artekjurnar, en ekki á samanburði kauptaxta við þjóð- artekjurnar. Víðtækasta skýrsluefni um launatekjur eru úrtaksathuganir á tekjum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, og hefur sá samanburður, sem gerður er í þessari grein, verið byggður á því efni. Hve mik- inn þátt breytingar samningsbundinna kauptaxta hafa átt í þróun launateknanna er að sínu leyti einnig merki- legt rannsóknarefni. Unnið hefur verið að athugunum á því sviði, en þær eru ekki komnar á það stig, að nið- urstöður þeirra sé hægt að leggja fram að svo stöddu. Helztu niðurstöðurnar, sem komizt varð að og nánar hafa verið raktar í köflunum hér að framan, eru sem hér segir: i) Tekjuskiptingin, mæld eftir afstöðu atvinnutekna al- þýðustéttanna, verkamanna, sjómanna og iðnaðar- manna, til þjóðartekna á mann á föstu verðlagi, var 116 NÝJUNG í B YGGING ARIÐN AÐI FLOTEX PLAST-NVLON-TEPPI er langbezta efni sinnar tegundar, sem nokkurntíma hefur verið framleitt til þess að setja á gólf. í tíu ár samfleitt voru gerðar vísindalegar tilraunir með það á frönskum efnarannsóknarstofum, það endurbætt og lagfært í samráði við færustu kunnáttumenn heimsins á þessu sviði — þar til fullgerður var FLOTEX-dúkurinn — FLOTEX-teppið, sem er undravert efni, mjög flókinn efnasamsetning, vinyl- polichlorure, þar sem efraborð er eins og fegursta teppi, þ. e. nælonþræðirinr soðnir við geysiháan þrýsting og hátt hitastig inn í plastdúkinn, sem límdur er á gólfið með sérstöku lími. FLOTEX er svo endingargott að segja má að það slitni ekki. Sólarljósið vinnur ekki á lit- um þess. Fjölbreytt litaval með ótal blæbrigðum, eftir því hvernig ljósið fellur á það. FLOTEX er hægt að líma á öll gólf. FLOTEX er auðvelt að þrífa. FLOTEX er hægt að ryksuga. FLOTEX er hægt að þvo. FLOTEX er alltaf eins og nýtt. Sölumenn úti á landi: AKUREYRI: Haraldur M. Sigurðsson, Byggðavegi 91, sími 1880. AKRANESI: Kirstmundur Árnason, Hjarðarholti 4, sími 1707. SELFOSSI: Skúli B. Ágústsson, Tryggvagötu 7, sími 63 og 208. VESTMANNAEYJUM: Húsgagnaverzlun Marinós Guðmunds- sonar, sími 1289. NESKAUPSTAÐ: Erlingur Ólafsson, byggingarmeistari. HAFNARFIRÐI: Verzlunin Málmur, Austurgötu 17, sími 50230 KEFLAVÍK: Björn & Einar, sími 1888. F L O T E X á öll gólf FLOTEX-UMBOÐIÐ á íslandi Brautarholti 20 . Reykjavik . Simar 21999 og 92847. FRANSK-ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.