Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 23
Gudmundur Halldórsson, fyrsti form. Meistarafélags húsasmida, flytur ávarp. Var stjórn félagsins falið að beita sér fyrir stofnun Meistarasambands byggingamanna, en það var stofnað 1958. Meistarasamband byggingamanna er samband, sem samanstendur af öllum meistarafélögum í bygg- ingariðnaði í Reykjavík, og hefur það reynzt bygginga- meisturum mjög traustur bakhjarl, sem unnið hefur með vaxandi þrótti að hagsmuna- og menningarmálum byggingamanna. Fræðslu og menntun iðnaðarmanna hefur félagið alla tíð frá stofnun látið sig miklu varða og hefur stuðlað að því á ýmsan hátt, að húsasmiðir verði sem færastir til að leysa þau störf af hendi, er þeir hafa með höndum fyrir þjóðfélagið. Vil ég nefna sem dæmi, að félagið studdi mjög að því, að verklegri kennslu yrði komið á fyrir húsasmiði við Iðnskólann í Reykjavík og lagði fram nokkurt fé til að búa skólaverkstæðið vél- um svo það gæti tekið sem fyrst til starfa. Og er það mjög ánægjulegt, að nú er viðurkennt af þeim, er hafa með höndum sveinspróf í húsasmíði, að síðan verkleg kennsla hófst við Iðnskólann, fáum við jafnan betri smiði. Eitt af þeim verkefnum, sem Meistarafélag húsa- smiða hefur haft með höndumísamstarfi við Trésmiða- félag Reykjavíkur, er samning og endurbætur á verð- skrá yfir vinnu húsasmiða. Er það verk mjög yfirgrips- mikið og vandasamt, því fáar iðngreinar eru fjölþætt- ari og taka örari breytingum en húsagerðin, bæði hvað snertir vinnuaðferðir og svo koma stöðugt fram ný efni og tæki, er smiðurinn þarf að vinna með. En í landi eins og okkar, þar sem ekki eru til neinar kerfis- bundnar vinnurannsóknir, er samning verðskrár yfir vinnu mjög mikið vandaverk og verður seint fullunn- in, þó alltaf þokist nokkuð á leið. Meistarafélag húsasmiða hefur alltaf stefnt að því, að um leið og það vinnur að bættum hag sinnar stéttar og byggingamanna almennt, þá reynir það að tryggja sínum viðskiptamönnum og þjóðinni sem bezta þjón- ustu. Vil ég þar til nefna, að fyrir tveimur árum setti fé- lagið á stofn endurskoðunarskrifstofu,sem endurskoðar og yfirreiknar allar uppmælingar á verkum húsasmiða, sem framkvæmdar eru á félagssvæði þeirra. Skapar það án efa nokkra tryggingu fyrir hinn almenna borgara, sem ekki þekkir til hinna breytilegu einingarverða. Hér hefur að sjálfsögðu ekki verið rakið nema að litlu leyti þau fjölmörgu mál, er félagið hefur haft með höndum, enda hvorki tími né aðstæður til. En áður en ég lýk máli mínu, vil ég leyfa rnér að flytja borgar- og bæjaryfirvöldum ásamt byggingafulltrúum á félags- svæði okkar, þakkir félagsins fyrir vinsamlega og góða samvinnu. Ennfremur vil ég þakka skólastjóra Iðn- skólans og Iðnfræðsluráði vinsamleg samskipti og skilning á okkar málum. Þá vil ég síðast en ekki sízt flytja þakkir félagsins til Vinnuveitendasambands Is- lands og hinna ýmsu samtaka byggingaiðnaðarmanna fyrir gott og ánægjulegt samstarf. GLER & LISTAR H-F Höfum rúðugler í 2-3-4-5-6-7-10 mm þykktum. Hamrað gler (margar gerðir). Sandblásum gler (höfum sýnishorn). Undirburður og saumur. Gluggalistar — málaðir og ómálaðir. Stórt úrval af speglum. GLER & LISTAR HF LAUGAVEGI 178 . SÍMI 36645 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 107

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.