Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 35
fyitu iilmjltu ituðlarnir Samkvœmt stœrðarkerfi fyrir pappír og umslög Stöðlun (standardisering) er eitt af undirstöðuatrið- um nútímatækniþróunar. Tilgangur hennar er m. a. sá að stilla í hóf fjölbreytileika og samræma eftir föngum stærðir, gerðir og eiginleika ýmiss konar varnings til að auðvelda viðskipti manna á milli og stuðla jafnframt að aukinni hagkvæmni í framleiðslu og vörudreifingu til hagsbóta fyrir neytendur. í flestum tækniþróuðum, lýðfrjálsum löndum gerist þetta með skipulögðu sam- starfi milli framleiðenda, vörudreifenda, sérfræðinga og neytenda, eða öllu heldur fulltrúa þessara aðila, á frjálsum grundvelli. Á alþjóðlegum vettvangi er sívax- andi áherzla lögð á samræmingu í stöðlunaraðgerðum einstakra landa, og er Alþjóðastöðlunarsambandið, sem aðsetur hefur í Sviss, frumkvöðullinn í þessari við- leitni. Samkvæmt lögum er Iðnaðarmálastofnun íslands, sá aðili hér á landi, sem annast skipulagningu stöðlunar- mála, og hefur þar um nokkurt skeið átt sér stað all- umfangsmikill undirbúningur að samningu og útgáfu fyrstu íslenzku staðlanna (standards). Einkum hefur verið lögð áherzla á stöðlun í byggingariðnaði, enda þótt tilfinnanlegur skortur verkfræðinga hafi orðið til að raska verulega starfsáætlunum stofnunarinnar á því sviði. Nýlega hefur Iðnaðarmálastofnunin gefið út fyrstu formlegu íslenzku staðlana, ÍST i: Stærðir pappírs og ÍST 2: Stærðir urnslaga, og má segja, að þannig sé orð- ið til samræmt íslenzkt stærðakerfi fyrir pappír og um- slög, sem er í fullu samræmi við alþjóðlegar fyrirmynd- ir. 1 formála fyrsta íslenzka staðalsins (stærðir pappírs) segir m. a. svo: „Hending hefur tíðum ráðið vali papp- írsstærða hér á iandi. Af þessu hefur hlotizt mikið ó- hagræði, og miklu fieiri stærðir hafa verið notaðar en þörf er á. Á þetta m. a. við um óhagkvæman niður- skurð pappírs, torveldun birgðahalds og nýtingu geymslurýmis að því er varðar prentsmiðjur og papp- írsseljendur, og á hinn bóginn óhagræði í notkun og vörzlu bréfa, eyðublaða og hvers konar skjala. Það er tilgangur þessa staðals að bæta úr þessu. Staðallinn felur í sér nakvæmt alþjóðlegt kerfi um stærðir pappírs, og mun notkun hans leiða til fækkun- ar stærða og nákvæms samræmis milli þeirra. Með þessu verður pöntun, niðurskurður, notkun, sending og geymsla pappírs einfaldari og ódýrari, auk þess sem lagður er grundvöllur að öðrum stöðlum fyrir pappírs- vörur, svo sem umslögum, uppsetningu bréfsefna o. fl.“ Að samstarfinu um gerð þessara fyrstu íslenzku staðla stóðu eftirfarandi samtök og stofnanir: Bókbindarafélag Islands Félag bókbandsiðnrekenda Félag ísl. iðnrekenda Félag ísl. prentsmiðjueigenda Hið ísl. prentarafélag Iðnaðarmálastofnun íslands Póst- og símamálastjórnin Ríkisendurskoðunin Rikisprentsmiðjan Gutenberg Samvinnunefnd banka og sparisjóða Stjórnunarfélag Islands Verzlunarráð Islands Vinnumálasamband samvinnufélaganna Vinnuveitendasamband Islands Þorsteinn Magnússon viðskiptafr. hefur starfað af hálfu IMSl að samningu staðlanna og verið ritari sam- eiginlegrar nefndar ofangreindra aðila. Með útgáfu fyrstu formlegu íslenzku staðlanna verð- ur að telja, að allsögulegt spor hafi verið stigið í ís- lenzkri tækniþróun, enda þótt ljóst sé, að hér sé aðeins um byrjun að ræða og fjölmörg verkefni bíði úrlausnar á næstu árum. Viðfangsefni stöðlunar geta verið mjög fjölbreytileg, en helztu flokkar þeirra eru: 1. Hugtök, heiti, tákn og mælieiningar í fræðigreinum. 2. Flokkun á framleiðsluvörum eftir tegundum, gerð- um og stærðum. 3. Undirstöðuatriði við uppdrætti og smíði á vélum, tækjum og öðrum framleiðsluvörum iðnaðarins. 4. Undirstöðuatriði við uppdrætti og smíði í bygging- ariðnaði. 5. Utlit og mál á einstökum hlutum. 6. Gæðakröfur og prófunaraðferðir. 7. Leiðbeiningar um ákveðnar vinnuaðferðir og notk- un tækja. 8. Öryggisreglur. T. d. vinnur nú nefnd fimm byggingaverkfræðinga að því að setja reglur um framleiðslu steinsteypu, prófun steinsteypuefna og ýmis ákvæði varðandi gerð mann- virkja. Er þess vænzt, að frumvarp að staðli um þetta efni verði tilbúið innan skamms. Þess skal að lokum getið, að Iðnaðarmálastofnun Is- lands annast sölu og dreifingu á íslenzkum stöðlum, og geta fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, sem vilja eignast íslenzka staðla, snúið sér þangað. (Fréttatilkynning frá Iðnaðarmálastofnun Islands) TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 119

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.