Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Page 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Page 7
Nicolai S. Berthelsen, jyrsti idnlœrdi málarinn á íslandi. um. En brátt fór að fara mikið orð af honum sem málara. Hefur sá orðrómur borizt austur að Skálholti, því þar kom, að Ögmundur biskup Pálsson fékk Mar- tein til að mála kórinn í staðarkirkjunni og seinna fékk Jón Arason hann til að mála stóra stofu eða sal, sem hann hafði látið „gera af viði“ að Hólum. Margar aðrar sagnir eru til af þessari listiðju Marteins Einars- sonar, og eru það nær eingöngu kirkjur, sem hann mál- ar og skreytir, enda var naumast um annað að ræða eins og áður er að vikið. Skal hér aðeins bent á það, að hann málaði kirkjuna að Stað á Ölduhrygg fyrir föður sinn, séra Einar Snorrason, og loks að hann mál- aði og skreytti fagurlega kirkjuna að Álftanesi á Mýr- um, eftir að hann var hættur biskupsstörfum. Af því sem sagt hefur verið hér að framan má segja, að miðað við allar aðstæður hafi hann verið all umsvifamikill „í faginu“, og mætti með talsverðum rétti segja, að Marteinn biskup sé einhver fyrsti lærði málarinn hér á landi, enda þótt lærdómur hans hafi verið með nokkr- um öðrum hætti en nú tíðkast, sem vonlegt er. Mar- teinn andaðist að Miðhúsum í Álftaneshreppi árið 1576. Eftir því, sem lengra líður fram, og byggingarhættir breytast, verður það æ tíðara að menn noti málningu til skrauts og viðhalds á húsum sínum, bæði innan dyra og utan. Er víða hægt að finna frásagnir um það, að efnaðri bændur og embættismenn létu mála hús sín. Voru það einkum bæjarþilin sem máluð voru, og þá kannske ein stofa, sem þá var helzt notuð fyrir meiri- háttar gesti eða þá til annarar viðhafnar. Ekki er þó getið um sérstaka málara í sambandi við þessi verk lengi vel. Það er ekki fyrr en nokkuð er liðið á 19. öld- ina, að fram koma menn, sem kalla mætti málara. Er þar fyrstan að telja Þorstein nokkurn Guðmunds- son, sem gekk lengi undir nafninu „málari". Hann mun hafa verið fæddur um aldamótin 1800, og var ætt- aður austan úr Hreppum. Þorsteinn var að eðlisfari listhneigður og byrjaði ungur að mála myndir og teikna. Nokkurrar tilsagnar og þekkingar mun hann hafa aflað sér erlendis, en aldrei varð hann þó um- svifamikill í þessum efnum, og mun ýmislegt annað en hæfileikaskortur hafa valdið því. En þrátt fyrir það að honum tækist ekki að hasla sér völl sem listmálari, hefur hann viljað reyna láta nokkuð gott af sér leiða, vegna þeirrar kunnáttu og þekkingar, sem hann hafði aflað sér, bæði í dráttlist og eins í meðferð málningar og lita. Hann skrifaði t. d. grein um málun húsa í tímaritið Bónda, sem gefið var út hér í Reykjavík um miðja 19. öld. Bauðst hann þar til að kenna mönnum málun og dráttlist. Var þetta hugsað sem námskeið, þannig að ákveðinn var viss tími, sem kennslan stæði yfir, og eins var ákveðið kennslugjald. Hygg ég, að hér sé í rauninni um að ræða fyrsta vísi að iðnskóla hér á landi. 1 þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að um það bil 15 árum síðar er stofnaður hér í Reykjavík félagsskapur iðnaðarmanna, sem hlaut nafnið Félag handiðnaðarmanna, en var síðan kallað Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík og heitir svo enn. Það var eitt af höfuðverkefnum félagsins að vinna að hagnýtri menntun iðnaðarmanna, og var þá sérstaklega rætt um þörf fyrir kennslu í dráttlist, teiknun. Eitt af því, sem Þorsteinn ræddi um í grein sinni um málun húsa, var það á hvern hátt mætti mála með olíumálningu yfir tjöruborinn flöt, en um þessar mund- ir var nær allt ytra borð húsa úr viði tjöruborið. Mun Þorsteini ekki hafa þótt þetta fallegt, og því viljað kenna mönnum hvernig þeir gætu málað yfir tjöruna Jón G. Jónasson, málarameistari. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 91

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.