Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Side 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Side 25
Skýrsla stjórnar Landssambands iðnaðarmanna 9 til 28. Iðnþings Islendinga fyrir starfstímabilið nóvember 1965 til september 1966 Ályktanir 27. Iðnþings Islendinga voru sendar þeim aðilum, sem þær beindust að, en síðan hefur verið unn- ið að framgangi hinna ýmsu mála með bréfaskriftum og viðræðum við hlutaðeigandi ráðamenn. Þannig hefur málum verið þokað áfram eftir því sem kostur hefur verið. Hér á eftir verður skýrt frá meðferð og framvindu nokkurra þeirra mála, sem að var unnið á starfstímabilinu. Iðnfræðslumál Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um iðnfræðslu. Lögin eru að mestu leyti byggð á tillögum nefndar þeirrar, sem menntamálaráðherra skipaði árið 1961 til að endurskoða iðnfræðslukerfið og gera tillögur um framtíðarskipulag þess. Tillögur þessarar nefndar voru kynntar fyrir fulltrú- um á 25. og 26. Iðnþingi Islendinga og lýsti þingheimur sig fylgjandi þeim meginstefnum, sem fram komu í til- lögum nefndarinnar. Stjórn Landssambands iðnaðar- manna fékk skýrslu nefndarinnar til umsagnar og lýsti yfir fullum stuðningi við tillögu hennar. Eftir að frumvarp til laga um iðnfræðslu hafði verið samið, barst Landssambandi iðnaðarmanna það einnig til um- sagnar og gerði stjórnin nokkrar breytingartillögur við frumvarpið og sendi það menntamálaráðuneytinu. Lagafrumvarpið var síðan lagt fram á Alþingi í apríl- mánuði 1965 en var ekki afgreitt fyrir þinglausnir. Frumvarpið var aftur lagt fram á Alþingi haustið 1965 og afgreitt sem lög frá Alþingi í maí 1966. Nokkrar breytingartillögur voru gerðar við frum- varpið og m. a. voru nokkrar af tillögum Landssam- bandsins teknar upp. Hin nýju lög um iðnfræðslu voru birt í heild í síðasta hefti Tímarits iðnaðarmanna, og er því ekki ástæða til að rekja efni þeirra nánar hér. Síðastliðið vor ritaði Landssamband iðnaðarmanna menntamálaráðuneytinu bréf, og gerði tillögur um stór- auknar fjárveitingar til byggingaframkvæmda við iðn- skólana í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri að höfðu samráði við skólastjóra og bygginganefndir iðn- skólanna. Mun Landssambandið vinna að því í framtíðinni að tryggja að nægilegt fjármagn sé útvegað á hverju ári til iðnfræðslumála, en framkvæmd hinna nýju iðnfræðslu- laga er fyrst og fremst undir því komin, að fjárveiting- ar til iðnfræðslumálanna verði ekki skornar við nögl í framtíðinni. Samkvæmt hinum nýju iðnfræðslulögum er fjölgað í iðnfræðsluráði um 4 menn, þannig að fulltrúar í Iðn- fræðsluráði verða í framtíðinni 9. Auk Landssam- bands iðnaðarmanna og Iðnsveinaráðs Alþýðusam- bandsins fá Félag íslenzkra iðnrekenda, Iðnnemasam- band íslands, Samband iðnskóla á Islandi og iðnverka- fólk fulltrúa í Iðnfræðsluráði. Á meðan ófaglært iðnverkafólk hefur ekki stofnað landssamtök er fulltrúi þeirra tilnefndur af Alþýðu- sambandi Islands. Stjórn Landssambands iðnaðar- manna tilnefndi af sinni hálfu í Iðnfræðsluráð þá Jón E. Ágústsson, málaram., og Þórð Jasonarson, húsa- smíðameistara. Lánamcl iðnaðarins a) Iðnlánasjóður Áframhaldandi aukning varð á útlánastarfsemi Iðn- lánasjóðs á árinu 1965. Ný lán voru veitt á árinu að upphæð kr. 58,5 millj. króna og námu útistandandi lán í árslok 139,6 millj. króna og höfðu aukizt um 40% á árinu. Tekjur sjóðsins af iðnlánasjóðsgjaldinu námu 15,9 millj. króna og höfðu aukizt um rúmlega 20% á árinu. Þá fékkst ennfremur 16 millj. króna lán frá viðskipta- bönkurn, samkvæmt framkvæmda- og fjáröflunaráætl- un ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1965. Búizt er við, að útlán Iðnlánasjóðs á yfirstandandi ári rnuni nema urn 70 millj. króna. Á síðasta Alþigi voru gerðar nokkrar breytingar við lögin um Iðnlánasjóð og er sú merkust að framlag ríkis- sjóðs hækkar úr 2 millj. króna á ári í 10 millj. króna. Ennfremur er lántökuheimild sjóðsins aukin úr 100 millj. í 150 millj. króna og ennfremur er sjóðnum heim- ilt að taka allt að 100 millj. króna lán til viðbótar, sem verja á til að stofna sérstakan lánaflokk við Iðnlána- sjóð til hagræðingalána fyrir íslenzkan iðnað. Hafa verið gerð drög að reglugerð, um þennan nýja lána- flokk, og er ætlunin, að lánin gangi til iðnrekstrar, sem á í erfiðleikum vegna tollalækkana eða aukins við- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 81

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.