Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Qupperneq 48

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Qupperneq 48
SVEINN K. SVEINSSON, framkvæmdastjóri: Fúavðrn tímburs Inngcjngur Timbur hefur frá aldaöðli verið eitt helzta bygg- ingarefnið í víðri veröld. Það hefur marga kosti um fram önnur byggingarefni, en aðeins einn ókost: til- hneiginguna til að fúna, ef of mikill raki kemst í viðinn. Það hefur því lengi verið löngun manna að finna einhver ráð til að fyrirbyggja fúa. Mörg fúavarnaefni hafa verið fundin upp og eru á markaðnum undir mjög mismunandi heitum. Margar aðferðir hafa einnig verið notaðar til fúa- varnar, allt frá því að bera efnin á með pensli og til fullkomnustu aðferða við að gegndreypa viðinn undir háum þrýstingi. Síðast nefnda aðferðin er hiklaust sú bezta og hefur hún verið notuð mikið á síðari árum í nágrannalöndunum. I Svíþjóð hefur aðferðin verið notuð mikið. Var fyrst mest notað kreosot eða koltjara til gegn- dreypingar, en síðustu 20 árin hefur Boliden-saltið rutt sér meir og meir til rúms. Kostnaður við gegndreypingu mun þar vera 25-30% af verði viðarins, en endingartími mun allt að fimm- faldast. Á bak við hærri tekjur vegna ákvæðisvinnu stendur aukin þjóðarframleiðsla, sem afkastaaukning þeirra hefur valdið, svo að kaupmáttur heildarteknanna vex. Hinsvegar eru hærri tekjur, sem nást vegna almennra launahækkana, til lítilla eða engra nota, ef að baki þeim stendur engin framleiðsluaukning og þær valda því einungis verðbólgu. I þessum mun liggur aðalgildi ákvæðisvinnunnar fyrir kjarabaráttu verkafólks í dag. í beinu framhaldi af þessu má benda á, að ákvæðis- vinnan stuðlar að því aðalmarkmiði, sem stefnt er að í efnahagsmálunum, nefnilega að auka þjóðarfram- leiðsluna án hlutfallslega sömu aukningar tilkostnaðar, eða samfara vaxandi framleiðni. Jafnframt stuðlar á- kvæðisvinnan að sem réttlátastri tekjuskiptingu, sem er annað af þeim markmiðum sem keppt er að í þjóð- félaginu. Það verður einmitt að teljast hagstæð og skynsamleg meginregla, að þeir sem drýgstan þátt eiga í að auka framleiðslu og framleiðni með afköstum sín- um fái drýgri tekjur eins og á sér stað við ákvæðis- vinnu. 104 Það er því auðséð að geysilegur sparnaður verður með notkun gegnvarins viðar, bæði fyrir einstaklinga og þjóðarbúið í heild. Nú er einnig svo komið að í byggingarsamþykktum nágrannalandanna er í mörgum tilfellum bannað að nota annan við en gegnvarinn, þær þjóðir hafa eigi lengur ráð á öðru. Þegar viðurinn er gegnvarinn undir háum þrýstingi gegndreypist hann allt inn að kjarnan- um, kjarninn sjálfur tekur ekki við fúavarnarefni enda má segja að hann sé fúavarinn í sjálfum sér. Það er því hægt að vinna viðinn eftir að hann hefur verið gegnvarinn, bæði saga, hefla og plægja. Meginreglan mun þó vera sú að saga og hefla við fyrir gegnvörnina, nema til fínni smíði t. d. glugga- og hurðarsmíði, þar eð alltaf er hætta á, að viðurinn breyt- ist eitthvað við fúavörnina. Að fúavörn lokinni þarf svo viðurinn að þorna vel áður en hann er notaður. Á Islandi rignir víða meir en annars staðar í nær- liggjandi löndum og er því enn meiri ástæða fyrir okkur en aðra að gegnverja viði okkar, þar sem það á við og hvar á það við? Alls staðar þar sem viður nær snert- ingu við raka og bert loft, t. d.: 1. Allir staurar sem grafnir eru í jörð, svo sem raf- magnsstaurar, simastaurar, bryggjustaurar og girðingarstaurar. 2. Gróðurhús, kassa undir garðávexti o. fl. 3. Ytra byrði timburhúsa eða húshluta úr timbri og timbur sem kemst í snertingu við steypu. 4. Gluggar, útihurðir. 5. Bátar (mikið notað nú í Noregi). 6. Grindverk. 7. Útihús, hesthús, fjárhús, hlöður, súrheysturnar. 8. Bryggjugólf, bátabryggjur . 9. Garðhúsgögn. 10. Áhorfendapallar og bekkir. 11. Þrýstivatnsleiðslur o. fl. o. fl. Nú er verið að setja upp fyrstu tækin til fúavarna með þrýstiaðferðinni hjá Timburverzluninni Völundi hf. og fylgja hér á eftir nokkrar tæknilegar upplýsingar um fúavarnarefnið, Bolidensalt K-33. TlMARIT IÐNAÐARMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.