Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Qupperneq 55

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Qupperneq 55
Sýnir þetta yfirlit, að árið 1965 er hlutur dagvinnunnar minni en 1964 og hlutur næturvinnunnar tilsvar- andi meiri. Aukning næturvinnunnar kemur þó nær eingöngu fram hjá tré- smiðum og rafvirkjum, eins og taflan ber með sér. Samningarnir 1965 um styttingu vinnuvikunnar hafa minni áhrif á vinnutíma iðnaðarmanna en verka- manna, þar sem samningar iðnaðar- manna voru gerðir síðar á árinu, og auk þess varð vinnutímastyttingin minni hjá iðnaðarmönnum en verka- mönnum, þar sem iðnaðarmenn voru áður búnir að ná samningum um 4?- 46 stunda vinnuviku. Ákvæðisvinna Að þessu sinni hafa nefndinni bor- izt upplýsingar um kaup 21 múrara, sem eingöngu hafa unnið ákvæðis- vinnu á árinu 1965. f þessar upplýs- ingar vantar alla vitneskju um vinnutímann nema vinnuvikurnar. Kaupgreiðslum á ákvæðisvinnu er þannig háttað, að vikulega er greidd ákveðin upphæð upp í verkið en það síðan endanlega gert upp, þegar því er að fullu lokið og mismunurinn þá greiddur. Þegar athuguð eru árs- laun ákvæðismanna, er því nauðsyn- legt að fá vitneskju um, hvort þeir áttu óuppgert verk í ársbyrjun, þann- ig að laun, sem þeir fengu gerð upp snemma á árinu voru raunverulega fyrir vinnu, sem unnin var á fyrra ári. Sama gildir um ákvæðisverk við árslok. Nauðsynlegt er að fá vitn- eskju um, hvort og hvað mikið af launum fyrir þau flytzt yfir á næsta ár og verða greidd þá. Engin vitn- eskja um þetta liggur fyrir í sam- bandi við þær upplýsingar, sem hér er fjallað um. Ber því að líta á þær í þessu ljósi. Upplýsingar, sem fengust eru þess- ar: Fjöldi vinnu- Laun alls manna vikur orlof Alls 21 A mann vikukaup 1016 5.444.900,00 48,3 259.000,00 5.359,00 Orðsendíng til hárskerameistara Hér með skal vakin athygli á því að á yfirstandandi ári hefur verið unnið markvisst að því að koma á stofn fagskóla fyrir nemendur í hár- greiðsluiðn. Vegna góðs skilnings á þessu nauðsynjamáli, hefur skólastjóri Iðn- skólans og skólastjórn látið Meist- arafélagi hárskera í té húsnæði í Iðnskólanum fyrir fagskóla, tvær mjög glæsilegar skólastofur um 60 ferm. með sér inngangi hægra megin við aðaldyr skólans, og verður ekki á betra kosið. Þá hefur yfirkennari Iðnskólans verið okkar hægri hönd af mikilli alúð með ýmsar lagfæring- ar og teikningar vegna undirbúnings fagskólans. I þessum tveimur stofum verður starfsemi þannig hagað að önnur verður aðallega notuð fyrir kennslu en hin stofan hólfuð niður til annarra afnota í þessu skyni, svo sem kennaraherbergi, snyrting, fata- hengi og biðstofa fyrir viðskiptavini, sem að líkindum fá þjónustu ókeypis og fl. Allur aðbúnaður þar verður hinn ákjósanlegasti. Við nefndar- menn berum fram beztu þakkir til ofangreindra aðila fyrir frábæra fyr- irgreiðslu. Þá hefur allra tækja ver- ið aflað af beztu gerð og komin á viðkomandi stað og í því sambandi ýmsar nýjungar. Fagskólinn mun taka til starfa upp úr áramótunum og mun standa yfir í tvo mánuði. Við höfum kynnt okkur starfsemi í slíkum skólum á Norðurlöndum. Og á síðastliðnu ári kom hingað til lands á vegum mennnigarnefndar Meistarafélags hárskera kennari frá fagskóla hárskera í Danmörku, en hann hafði hér fagsýningar með af- burða undirtektum og kynnti starf- semi fagskóla í heimalandi sínu, sem hefur um 2000 nemendur. Af þessu var mikill fróðleikur og uppörvun. Við hárskerameistarar höfum löngum fylgzt með eðlilegri þróun í iðngreininni, sem og aðrar iðngreinar, og alltaf virt réttindi okkar sem hreinan helgidóm, enda ekki notað við veitta þjónustu gervi- mannahópa, eins og megin þorrinn af iðngreinum landsins. Þess vegna viljum við hárskerameistarar efla iðngrein vora að hún standi að jöfnu við aðrar þjóðir, sem hún hefur gert. Þá er það okkar mesta áhugaefni á miklum tízkutímum, að nemendur búi við hin beztu kennsluskilyrði sem fagskólinn mun uppfylla. Ég vil að endingu biðja þá meistara, sem hafa hug á að koma nemendum í um- ræddan fagskóla, að tilkynna það sem fyrst. Ennfremur vil ég beina orðum mínum sérstaklega til meist- ara, sem úti á landsbyggðinni starfa, að þeir eiga aðild að fagskólanum, og geta því að sjálfsögðu sent nem- endur sína ef þeir óska. Allar upplýsingar eru veittar í síma 51168 hjá undirrituðum. Það er von okkar, sem höfum séð um undirbúning þessa máls, að koma á stofn fagskóla fyrir hárskera- iðnina, að afrakstur af þeirri vinnu marki þau spor, sem verði stétt vorri til heilla. , , . Gnðm. Guðgeirsson. Hér er að sjálfsögðu um fram- taldar og skattskyldar tekjur að ræða, og séu veruleg brögð að því, að tekjur færist milli ára, kemur það í ljós, þegar tekjurnar eru at- hugaðar nokkur ár í röð. I framan- töldum tekjum eru meðtaldir verk- færapeningar og einnig svonefnt „uppmælingagjald", sem sveinar verða að greiða mælingamanni af kaupi sínu. Mun láta nærri, að það sé um það bil 1% af sveinakaupinu. Yfirvinna í ákvæðisvinnu iðnaðar- manna mun vera hlutfallslega minni en annarsstaðar á vinnumarkaðin- um. TÍMARIT ÍÐNAÐARMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.