Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Page 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Page 7
Frá norska iðnþinginu. F.v.: Formaður norska málarameistara- sambandsins, Jakobsen, Sigurður Kristinsson, Ellefsen mál- arameistari og Þórleifur Jónsson. iðnrekentlasambanclsins á sviði upplýsingagjafar og þjónustu við minni fyrirtæki, ásamt vinnu við að- stöðumál þeirra o. s. frv., verði aukin að mun. Eins og nærri má geta um svo þýðingarmikið mál, urðu um það miklar og heitar umræður á fundin- um, þar sem sitt sýndist liverjum. Margir fulltrúar, sérstaklega utan af landsbyggðinni, voru í fyrstu algerlega á mciti tillögunni. Töldu þeir að með þessu væri verið að innlima handiðnaðarsamtökin í iðn- rekendasambandið og að hér væri ekki um að ræða samruna á jöfnum grundvelli. Fælist þetta sérstak- lega í því, að handiðnaðarsambandið hefði innan sinna vébanda verulegan fjölda smá iðnfyrirtækja í verksmiðjuiðnaði, sem iðnrekendasambandið ntyndi „gleypa með húð og hári“, eins og þeir orð- uðu það. Töldu þeir alvarlegast að með þessu myndi smáiðnaðurinn missa öflugan málsvara, þar sem handiðnaðarsamtökin liöfðu sérstaklega beitt sér fyrir umbótum og látið sig varða liagsmuni smærri fyrirtækja í verksmiðjuiðnaði, auk fyrirtækja í lög- giltum iðngreinum. Þeir bentu einnig á, að hug- myndir þær, sem lágu að baki sameiningu samtak- ;|iina, hefðu ekki verið nægilega vel kynntar fyrir aðildarfélögunum, og þar af leiðandi hefðu ekki verið nægileg tækifæri til umræðu og hugleiðinga um með hvaða hætti ráða hefði mátt bót á ýmsum vandamálum eftir öðrum, og ef til vill betri leiðum. f’annig sögðu þeir að talsmenn sameiningarinnar hefðu m.a. borið við fjárskorti og vanbúnaði til að geta sinnt brýnustu úrlausnarefnum, en þó ltefði ekki verið gerð tilraun til þess að afla aukins fjár °g efla samtök iðnaðarmanna með öðrum hætti. í þessu sambandi má geta þess, að talið er að all mörg þúsund starfandi iðnmeistara í Noregi standi utan við lieildarsamtökin. Þrátt fyrir þessar mótbárur fór þó svo, þegar líða tok á fundinn og tillagan um samstarfssamninginn hafði verið skýrð betur, að fylgi við hana jókst stöð- ugt. Varð hún á endanum samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, eða 87 gegn 16 og 2 sátu hjá. Samstarfssamningurinn verður í gildi fram til 31. desember 1979. Áður en hann gengur úr gildi skulu hefjast, með góðum fyrirvara, viðræður milli sam- takanna um algjöran samruna þeirra. Það er því ljóst, að fátt getur komið í veg fyrir að árið 1980 verði allur iðnaðurinn í Noregi sameinaður í einum heildarsamtökum. Stuttu eftir þennan fund var haldinn fundur í stjórn Norræna iðnráðsins, en í henni eiga sæti formenn allra handiðnaðarsambandanna á Norður- lönclum, eins og kunnugt er. Sátu þeir allir fundinn að undanteknum finnska formanninum, en fram- kvæmdastjóri finnsku samtakanna sat fundinn í hans stað. Auk jteirra voru framkvæmdastjórar allra sam- bandanna, að undanteknu sænska sambandinu á fundinum. Einkum var rætt um norræna samvinnu í Ijósi þessara nýju aðstæðna. Töldu norðmenn að hún þyrfti að breytast, þar eð vafalaust myndi sérstök deiltl í hinu nýja sambandi fara með málefni hancl- iðnaðarins, og þá halda áfram því samstarfi, sem verið hefur. Ekki er jietta þá endanlega ljóst ennþá. Allir fundarmenn lýstu eindregið yfir nauðsyn þess að hið góða samstarf sem verið liefur milli iðnaðar- samtakanna innan Norræna iðnráðsins héldist, þrátt fyrir þessa breytingu. Að lokum urðu svo umræður um stöðu iðnaðarsamtakanna á hinum Norðurlönd- unum og afstöðu þeirra til samvinnu eða samruna samtaka handiðnaðar og verksmiðjuiðnaðar. Ein- dregnust afstaða kom fram af hálfu dana, sem töldu samruna ekki koma til greina. Báru þeir fyrir sig slæmri reynslu í því efni, en iðnðarmenn og iðnrek- endur voru sameinaðir í einum félagsskap áður fyrr í Danmörku. Formaður sænska iðnsambandsins (SHIO) taldi samruna ekki útilokaðan í Svíþjóð einhverntíma í framtíðinni, en benti á, að veruleg- ur munur væri á SHIO og iðnrekendasambandinu, að því er varðaði afstöðu til smárra og meðal stórra fyrirtækja. Taldi hann að veruleg forsenda samruna eða náins samstarfs yrði að vera sú, að sænskir iðn- rekenclur endurskoðuðu stefnu sína gagnvart upp- byggingu smáiðnðar. Voru þessar umræður nánast framhald umræðna síðasta stjórnarfundar Norræna iðnráðsins, þar sem þessi mál höfðu verið tekin á dagskrá að ósk norð- manna, sem þá voru að vinna að samkomulaginu, sem að framan er lýst. Ýmislegt sem þar hafði komið fram kom einnig fram á þessum fundi og er ekki ástæða til að endurtaka það hér, enda var frásögn af þeim fundi í síðasta hefti Tímarits iðnaðarmanna og vísast til þess. Þ. J. 7

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.