Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Síða 8
A
FORSETILANDSAMBANDSIDNADARMANNA HEIDRADUR
Sigurður Kristinsson
NORSKE HÁNDVERK.S-
OG INDUSTRIBEDRIFTERS
FORBUND
HARTltDrtT
ZtcíjM.idwi- 3ju.-iluiivi.cn
l'ORBlÍNDns
HE DERSTEGN
Heiðursskjalið
Lyder Soltvedt
A aðalfundi systursamtaka Landssambands iðnað-
armanna í Noregi, sem haldinn var í Lillehammer
dágana 30. maí — 1. júní 1976, var Sigurður Krist-
insson, forseti Landssambandsins, sæmdur heiðurs-
merki Norsku iðnaðarsamtakanna úr gulli, sem er
æðsta heiðursmerki samtakanna. Við sama tækifæri
var Lyder Soltvedt, pípulagningameistari, fráfarandi
formaður Norsku samtakanna, sæmdur sams konar
heiðursmerki. Einnig var þeim afhent sérstakt heið-
ursskjal, sem fylgir jafnan gullmerkinu. Fjölmargir
aðrir iðnaðarmenn voru einnig, við jretta tækifæri,
sæmdir heiðursmerkjum sambandsins úr silfri fyrir
vel unnin störf í þágu þess.
Heiðrunin fór fram í hófi, sem haldið var að lokn-
um aðalfundinum. Sigurður Kristinsson var að þessu
sinni annar tveggja og eini útlendingurinn, sem
hlaut þann mikla heiður að vera sæmdur æðsta
heiðursmerki Norsku iðnaðarsamtækanna. Var hon-
um við þetta tækifæri sérstaklega þakkaður mikill
áhugi á norrænni samvinnu, sem liann hefur á Ijós-
an hátt sýnt í verki síðan hann varð forseti Lands-
sambandsins. í þessu sambandi bað formaður
Norsku iðnaðarsamtakanna menn minnast þess, að
íslendingar væru gjarnan duglegri að hressa upp á
norræna samvinnu með heimsóknum til frændþjóða
sinna en þær með heimsóknum til íslands.
Sigurður Kristinsson er annar íslendingurinn sem
heiðraður hefur verið á þennan hátt af Norsku iðn-
aðarsamtökunum. Árið 1971 var þáverandi forseti
Landssambands iðnaðarmanna, Vigfús Sigurðsson,
sæmdur gullmerki samtakanna.
Með Jressari heiðursútnefningu hafa norðmenn
enn einu sinni sýnt og sannað að [reim er annt um
að íslendingar finni að [reir séu liluti af hinni „nor-
rænu fjölskyldu“. Þeir liafa auk þess að sýna Sig-
urði persónulega mikinn heiður, ,óneitanlega hvatt
til áframhaldandi samvinnu minni samtakanna, sem
forsvarsmenn Landssambandsins liafa jafnan kapp-
kostað að liafa eins mikla og fjárhagur hefur frekast
leyft á liverjum tíma. >
Tímarit iðnaðarmanna óskar Sigurði Kristinssyni
til liamingju með þennan mikla heiður og lætur
í ljós þá von, að þetta verði til þess að efla sam-
vinnu Landssambandsins og Norsku iðnaðarsam-
takanna, jafnvel frarn yfir það sem nú er.
Þ. J.
8