Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 10
meistara. Jafnframt tók hann einkanámskeið í járn- bentri steinsteypu. FYRSTA FYRIRTÆKIÐ Heim kom liann 1919 og stofnaði þá fljótlega sitt fyrsta fyrirtæki, sem var steinsteypuverkstæði á Akur- eyri. Hóf liann framleiðslu á svokölluðum r-steinum, sem hann hannaði og byggði þar á kenningum Jóns Þorlákssonar og Guðmundar Hannessonar um tvö- falda steinveggi, með tróði á milli. „Þessi steinn minn hefur orðið býsna farsæll. Var hann einkum notaður fyrir norðan og er notkun lians nýlega hætt. Húsin reyndust traust og kom það vel fram í jarðskjálflanum mikla á Dalvík, — en þetta var óttalegt basl“, segir Sveinbjörn urn þetta fyrsta fyrirtæki sitt. „Sökurn kunnáttu minnar í steinsteypufræðum, varð ég að taka að mér ýmis tæknileg verkefni. Með- al þeirra var bygging sundþróar á Akureyri 1921. Lagði ég mig allan fram um að vanda það verk, því það lxefði orðið geysilegur skandali ef þróin hefði brostið. Vatnsflaumurinn hefði að sjálfsögðu tekið með sér mannvirki neðar í brekkunni. Ég lét starfsmenn mína meðal annars bursta og hreinsa klöppina, sem þróin var byggð á. Héldu þeir að ég væri orðinn vitlaus, en unnu verkið samt.“ „Er þetta mannvirki ekki betur gert, en margt af því, sem unnið er i dag?“ „Jú, það lield ég. Mörgurn árum síðar, þegar byggja átti hús ofan á þróna, reyndist hún hin traustasta undirstaða og sagði sá, sem kannaði hana, að sá sem þetta gerði, hafi vitað hvað hann var að gera. Ég vildi fá 35 krónur fyrir teikninguna, en bæjar- stjórn vísaði öllu slíku á bug. Áleit það líklega nægi- lega umbun fyrir mig, að fá að standa fyrir verkinu. ÓTAL SYNDIR Steinsteypufræðin var mín sérgrein, þar til ég fluttist suður. Merkilegasta verkefnið, sem ég vann að á því sviði í Noregi var þátttaka í byggingu stein- steypuskips. í framhaldi af þeirri vinnu, hvarflaði að mér, að nota mætti svipaða tækni til að byggja steinker, til notkunar sem bryggjuundirstöðu. Var mér falið slíkt verkefni á Ólafsfirði árið 1922. Má eiginlega heita merkilegt, að svo ungum manni og óreyndum skyldi treyst til að gera þetta. Kerin standa óhögguð á sínum stað, en eftir fyrstu vetrar- brimin, þurfti ég að lagfæra þau að ofan. Ég á, auk þessa, ótalmargar syndir á Akureyri, meðal annars KEA-húsið á horninu skammt frá kirkjutröppunum, og ég stóð fyrir byggingu Krist- neshælis, sem fulltrúi húsameistara ríkisins." Auk beinnar byggingastarfsemi vann Sveinbjörn að ýmsum merkum verkefnum á þessum tíma. Á þriðja áratugnum lagði hann t.d. hitaveitu að þrem býlum í Eyjafirði og í íbúðarhúsið á Syðra-Laugar- landi. Á liann margar skemmtilegar endurminning- ar um samskipti sín við rnenn vegna þessara verk- efna. Lenti liann m.a. í því, að leysa úr deilu milli Arnórs Sigurjónssonar á Laugum og Jónasar frá Hriflu, með óbeinum hætti að vísu. Þeir deildu um staðsetningu skólahúss. Arnór vildi hafa það nálægt raforkuvinnslusvæði, en Jónas þar sem laugahitinn væri fyrir hendi. Þegar Arnór Jreyrði, að Sveinbjörn Jryrði að leggja liöfuð sitt að veði fyrir Jrví, að góður grundvöllur væri fyrir lauga- hitun hússins, gaf hann sig. EIGINKONA OG KREPPA Sveinbjörn kvæntist árið 1921 Guðrúnu Þ. Björns- dóttur, garðyrkjukonu í Gróðurstöðinni á Akur- eyri. Segir hann, að hún hafi verið álitleg kona mjög, en ekki fundið neinn við sitt hæfi, fyrr en hann bar að garði, — og lilær við. Þau byggðu sér nýljýlið Knarraberg í Eyjafirði árið 1925 við mikla erfiðleika og vanefni, en hún keypti sjálf G hektara landspildu af landi Kaupangs. „Svo kom kreppan úr 1930, og við lneinlega flosnuðum upp. Kreppunni fylgdi atvinnuleysi og pjakk,“ segir Sveinbjörn um Jressa tírna. Það var nú samt á kreppuárunum, sem lionum datt í hug, að setja mætti á fót verksmiðju til að framleiða rafmagnstæki til notkunar á heimilum, er rafmagnið kæmi frá Soginu. Ræddi hann Jiessi mál við Emil Jónsson og Nikulás Friðriksson, og saman stóðu Jreir að stofnun Rafha. Samtímis tók hann þátt í stofnun Ofnasmiðjunn- ar og auk Jress Vikurfélagsins, með Jóni Loftssyni. Tilraunir með vikur hóf Sveinbjörn árið 1928, er hann var að byggja sláturhús fyrir KEA á Akureyri. Vikurinn var fluttur frá Axarfirði og steyptir úr honum steinar, sem síðan voru sendir til háskólans í Þrándheimi til rannsókna. Kom í Ijós, að vikur- inn var heppilegur til einangrunar og að loknum frekari rannsóknum hér lreima jókst áhugi manna fyrir vikrinum til muna. Mikil fyrirliöfn fór í tilraunir og leit að vikri, en Sveinbjörn og Höskuldur Baldvinsson, verkfræð- ingur, fundu loks vikurnámur undir rótum Snæ- fellsjökuls. Fleyttu þeir Jón Loftsson honum til sjávar niður lækjarfarveg. Um síðir dró Sveinbjörn sig til baka úr vikrinum og einbeitti sér að rekstri Ofnasmiðjunnar og félagsmálum. FÉLAGSMÁL Hann var ritstjóri Jressa blaðs um 12 ára skeið, og tók að öðru leyti virkan þátt í starfi Landssambands iðnaðarmanna, m.a. sem framkvæmdastjóri. Hann var formaður Iðnaðarmannafélags Akureyrar og

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.