Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Page 19
SKIPfl-
IflDGERDAR-
VERKEFNI
SVEINN S. HANNESSON
Nýlega komu fram í dagsljósið niðurstöður þess
lióps, sem í sumar var falið að kanna ástand og horf-
ut' í íslenskum skipaviðgerðum. Könnun þessari var
^tlað að „leiða í ljós hvaða lykilatriði væri æski-
legt að hafa áhrif á, til þess að auka samkeppnis-
hæfni iðnaðarins", eins og það stendur í verkefna-
lýsingunni. Tilgangurinn er þannig að skapa grund-
völl fyrir ákveðnum aðgerðum innan skipaviðgerða-
'ðnaðarins í víðustu merkingu og ná athuganir og
niðurstöður hennar þannig bæði til ytri aðstæðna
fyrirtækjanna, s.s. stefnumörkunar ríkisvalds og
sveitarfélaga, fjármögnunar og verðlagsmála og síð-
ast en ekki síst til samskipta viðgerðaraðila og út-
gerðar, svo nokkuð sé nefnt.
Könnun þessi er gerð að tilhlutan Iðnþróunar-
stofnunar íslands, Landssambands iðnaðarmanna,
Kannsóknarstofnunar iðnaðarins og Sambands
uiálm- og skipasmiðja. Að sjálfsögðu er ráð fyrir því
gert að fjölmargir aðrir aðilar, sem hagsmuna eiga
at'1 gæta, komi inn í myndina þegar fjallað verður
Um niðurstöður og tillögur þær, sem fram koma í
skýrslu vinnuhópsins og við framkvæmd þeirra til-
hagna, sem samþykktar verða. Skýrt skal tekið fram,
aö niðurstöður og tillögur í skýrslunni eru umræðu-
grundvöllur og settur fram af vinnuhópnum, en við-
komandi samtök hafa ekki tekið endanlega afstöðu
dl þeirra.
Til verksisins voru fengnir þeir Agnar Erlingsson,
skipaverkfræðingur og Pétur Maack, rekstrarverk-
fræðingur, auk starfsmanna þeirra stofnana og sam-
taka, sem áður voru nefndar.
Engxn tök eru á því að gera í stuttu máli grein
fyrir efni þeirrar skýrslu, sem hópurinn tók saman,
enda er hún mjög löng og margþætt. Skýrslan var
unnin þannig að hver kafli hennar gæti að sem
mestu leyti staðið sem sjálfstæð heild, sem lesa mætti
án þess að þekkja efni hennar að öðru leyti.
Kaflaheiti í skýrslunni eru eftirfarandi:
1. Inngangur
2. Flokkun skipastólsins
3. Skipaviðgerðir
4. Kostnaður við skipaviðgerðir
5. Viðgerðaraðilar
6. Fjármögnun viðgerða
7. Samkeppni
8. Markaðsskortur
9. Skipulag
10. Niðurstöður
11. Tillögur
Ætlunin er að gefa skýrsluna rit í endanlegu formi
þegar fyrir liggur athugasemdir og ábendingar frá
liagsmunaaðilum bæði í iðnaðinum sjálfum, útgerð-
inni svo og frá stofnunum, lánastofnunum, sveitar-
19