Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Qupperneq 28
PETIIR SVEINBJARNARSON
FRAMKV/EMDASTJÓRI
HEFIIR STARF
IDNKVNNINGAR
BORID ARANGUR?
Opinberar aðgerðir íslenskrar iðnkynningar lxóf-
ust 3. september s.l. Starfsácetlun „iðnkynningarárs-
ins“ var þá kynnt almenningi í fjölmiðlum, en þann
dag var efnt til fundar með blaðamönnum i verk-
smiðjunni Dúk í Reykjavik að viðstöddu starfsfólki
fyrirtœkisins. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra,
flutti þar rœðu um islenskan iðnað og lýsti þvi yfir
að iðnkynningarárið vœri hafið. Hjalti Geir Krist-
jánsson, formaður verkefniráðs iðnkynningar, gerði
grein fyrir helstu viðfangsefnum og Halldóra Ólafs-
dóttir iðnverkamaður flutti ávarp. Iðnkynningar-
árinu, sem svo hefur verið nefnt, er skipt i þrjá
starfsáfanga:
1. áfangi 1. september — 31. desember 1976
2. áfangi 1. janúar — 30. apríl 1977
3. áfangi 1. maí — 31. ágúst 1977.
Hér verður á eftir gerð grein fyrir helstu viðfangs-
efnum íslenskrar iðnkynningar sem fram fóru í
fyrsta áfanga.
ÍSLENSK FÖT 76
Sýningin íslensk föt 76 var fyrsta viðfangsefni ís-
lenskrar iðnkynningar og var hún opnuð 8. sept-
ember í Laugardalshöllinni. Sýningin var jafnframt
árleg fatakaupstefna Félags islenskra iðnrekenda, en
að þessu sinni var efnt til mun viðameiri sýningar
í tilefni iðnkynningarárs. Sýningin var stærsta fata-
sýning sem fram hefur farið hér á landi þar sem
30 fyrirtæki kynntu framleiðslu sína. Jafnframt voru
á sýningunni kynntar fjórar aðrar iðngreinar:
1. Hárgreiðsla
2. Hárskurður
3. Kjólasaumur
4. Klæðasaumur (klæðskerar).
Efnt var til viðamikilla tískus^ninga tvisvar á dag
meðan sýningin stóð yfir og vöktu þær mikla at-
hygli. 21500 manns sóttu sýninguna íslensk föt 76.
DAGUR IÐNAÐARINS
Verkefnisráð íslenskrar iðnkynningar taldi nauð-
synlegt að kynna sem best íslenskan iðnað víðs veg-
ar um landið og var því ákveðið að efna til „Dags
iðnaðarins', á nokkrum stöðum. Fyrsti staðurinn
var Akureyri og stóð iðnkynningin þar yfir í viku
tíma, en „Dagur iðnaðarins" fór fram föstudaginn
22. október. Á iðnkynningunni á Akureyri voru fyr-
irtæki kynnt, sett var upp viðamikil sýning i Hafn-
arstræti á framleiðsluvörum fyrirtækja á Akureyri
og efnt var til tískusýningar í Sjálfstæðishúsinu.
Á Egilsstöðum fór iðnkynningin fram 29.—31.
október, en föstudagurinn 29. október var nefndur
„Dagur iðnaðarins" á Egilsstöðum. Sett var upp
viðamikil iðnsýning í Valaskjálf þar sem 25 fyrir-
tæki og iðnmeistarar kynntu þjónustu og framleiðslu
sína. Þá voru iðnfyrirtæki heimsótt og skipulagðar
kynnisferðir skólafólks í iðnfyrirtæki.
Þriðji staðurinn sem iðnkynning fór fram í fyrsta
áfanga íslenskrar iðnkynningar var Borgarnes. „Dag-
ur iðnaðarins" í Borgarnesi var föstudagurinn 12.
nóvember. Iðnkynningin var skipulögð með svip-
uðum hætti og á Egilsstöðum og sett upp iðnsýning
í barnaskólanum í Borgarnesi, sem stóð yfir í þrjá
daga. Sýningin var eins og fyrri sýningar mjög vel
sótt og til marks um það má nefna, að allir skólar
í nágrenni Borgarness og skólar á Snæfellsnesi heim-
sóttu iðnkynninguna í Borgarnesi.
„Dagur iðnaðarins" í Kópavogi var 28. febrúar.
Sýningar fóru fram í tveimur skólum og sáu nem-
endur um undirbúning þeirra og uppsetningu að
mestu leyti. Heimsóttu nemendur fyrst fyrirtækin
og að því búnu settu þeir upp sýningardeildirnar í
samráði við forstöðumenn fyrirtækjanna. Með þessu
móti fór fram hin besta starfskynning. 8 þúsund
manns sóttu sýninguna í hvorum skóla.
Á þessum fjórum stöðum fóru fram fundir um
iðnað og iðnþróun. Framsögumenn þar voru heirna-
menn og gestir. Þá heiðruðu samtök iðnaðarins ýmsa
aðila sem unnið hafa að iðnðarmálum. Félag ís-
lenskra iðnrekenda veitti þeim fyrirtækjum, sem
starfað hafa í 25 ár eða lengur eða 50 ár og lengur
sérstakan viðurkenningarskjöld. Landssamband iðn-
aðarmanna veitti iðnaðarmönnum viðurkenningu,
sem var borðfáni sambandsins, Landssamband iðn-
verkafólks veitti öldruðu iðnverkafólki viðurkenn-
ingu, með því að afhenda því sérstakt viðurkenning-
arskjal og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins veitti fyr-
irtækjum, sem náð hafa sérstökum árangri á sviði
útflutnings veggskjöld. Dr. Gunnar Thoroddsen,
iðnaðarráðherra, og frú Vala Ásgeirsdóttir Thorodd-
sen, heimsóttu Akureyri, Egilsstaði, Borgarnes og
Kópavog á „Degi iðnaðarins" og tóku ráðherrahjón-
in Joátt i öllum dagskráratriðum, auk þess sem þau
efndu til móttöku á hverjum stað.
28