Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Side 29
SAMSTARF VIÐ OPINBERA AÐILA
Einn megin tilgangur íslenskrar iðnkynningar er
að hvetja íslenska stjórnmálamenn og embættis-
menn og aðra áhrifaaðila til Jress að búa betur að ís-
lenskum iðnaði, taka aukið tillit til hans og vinna
að eflingu hans. Verkefnisráð íslenskrar iðnkynning-
ar hefur litið á þetta sem eitt af megin viðfangsefn-
um iðnkynningar. Hefur alþingismönnum verið
boðið að sækja fundi þá er efnt liefur verið til'á
„Degi iðnaðarins" og um leið kynnast iðnfyrirtækj-
um á Jressum stöðum. Er Alþingi kom saman 11.
október 1976 var öllum alþingismönnum sent opið
bréf sem jafnframt var birt í öllum dagblöðum.
Bréfið er undirritað af fjórum forsvarsmönnum sam-
taka iðnaðarins: Birni Bjarnasyni, formanni Lands-
sambands iðnverkafólks, Davíð Sch. Thorsteins-
syni, formanni Félags íslenskra iðnrekenda, Eysteini
Jónssyni, formanni Sambands íslenskra samvinnu-
félaga og Sigurði Kristinssyni, forseta Landssam-
bands iðnaðarmanna. íslensk iðnkynning hefur lagt
á Jjað áherslu að Jiessir aðilar hefðu með sér sem
besta samvinnu og kæmu fram opinberlega sem einn
aðili. Þannig hafa farið fram, fyrir milligöngu ís-
lenskrar iðnkynningar, viðræður við fulltrúa í fjár-
veitinganefnd Aljringis, fjárhagsnefndum Aljúngis
og iðnaðarnefndum Aljringis. Má fullyrða að það er
íslenskum iðnaði mikill styrkur að Jressir aðilar
skuli þannig sameiginlega koma frarn gagnvart opin-
berum aðilum.
Óskað var eftir ]iví í desember við iðnaðarráð-
iierra að skipuð yrði nefnd til J^ess að gera úttekt á
málefnum iðnaðarins. Hefur beiðni ]>essi verið sam-
þykkt.
AUGLÝSINGAR í SJÓNVARPI
Þrjár auglýsingaherferðir hafa farið fram i sjón-
varpi þar sem komið hefur verið á framfæri upp-
lýsingum um íslenskan iðnað og mikilvægi hans.
Fyrsta herferðin fór fram í júnímánuði eða nokkru
áður en iðnkynning hófst íormlega. Var sú herferð
fyrst og fremst farin til reynslu og þá birtar sjón-
varpsauglýsingar í u. ]). b. einn mánuð og jafnframt
var samið við fyrirtækið Hagvang hf. um að kanna
afstöðu almennings til íslensks iðnaðar svo og fleiri
þætti sem gætu verið undirbúningsstarfinu til leið-
beiningar.
I nóvember fór fram önnur auglýsingaherferðin
í sjónvarpi og hin Jariðja í desember. Tilgangur með
auglýsingaherferðum þessum er fyrst og fremst sá
að skapa umræður og umtal um íslenskan iðnað með
því að koma á framfæri nokkrum meginstaðreynd-
um er skipta verulegu máli. 1 Jniðju auglýsingaher-
ferðinni var sérstaklega höfðað til kaupenda og
þeim bent á að velja íslenskrar vörur til jólagjafa.
í október, nóvember og desember voru birtar 52
auglýsingar í sjónvarpi og hafa jní samtals verið
birtar 68 auglýsingar í allt. Þá var einnig dreift á
fjölmörgum stöðum veggspjaldi, auglýsingamynd-
inni til áréttingar.
FRÉTTABRÉF IÐNKYNNINGAR
í fyrsta áfanga iðnkynningar hafa verið gefin út
2 fréttabréf. Fréttabréfunum er ætlað ])að hlutverk
að veita upplýsingar um starfsemi iðnkynningar og
vera tengiliður hennar við ])á sem starfa í íslensk-
um iðnaði og gegna trúnaðarstörfum fyrir Jrær stofn-
anir, félög og samtök sem aðild eiga að íslenskri iðn-
kynningu. í fréttabréfunum hefur verið komið á
framfæri upplýsingum um þau viðfangsefni sem
fram undan liafa verið hverju sinni. Þá hefur iðn-
rekendum og forstöðumönnum iðnfyrirtækja verið
sent sérstakt upplýsingabréf þar sem bent er á ýms-
ar leiðir sem fyrirtæki í iðnaði gætu gert sjálfum
sér í hag og iðnaðinum til stuðnings. I bréfi ])cssu
er m.a. hvatt til aukinna átaka á sviði sölu- og mark-
aðsmála, svo sem með kynningarstarfi, vöruvöndun,
vörumerkingum og fleiru.
SAMSTARF VID FJÖLMIÐLA
íslensk iðnkynning lrefur frá upphafi átt mjög
ánægjulegt og árangursríkt samstarf við fjölmiðla.
I blöðum, útvarpi og sjónvarpi hefur mjög ýtarlega
verið skýrt frá öllum viðfangsefnum íslenskrar iðn-
kynningar og íslensk iðnkynning hefur haft milli-
göngu um kynningu á íslenskum iðnfyrirtækjum og
viðhorfum og sjónarmiðum forystumanna iðnaðar-
ins jafnt iðnverkafólks, iðnaðarmanna og iðrekenda.
HEFUR STARF IÐNKYNNINGAR BORIÐ
ÁRANGUR?
Ætíð er erfitt að meta og vega árangur kynninga-
og fræðslustarfs, sem Jretta. Þó hefur frá upphafi
verið reynt að fylgjast með Jrví hvort einhverjar
breytingar ættu sér stað, og var samið við fyrirtækið
Hagvang hf. um að gera kannanir í þessu skyni.
Síðasta könnunin fór fram í febrúarbyrjun 1977.
I.okaorð þessarar könnunar eru:
Ekki verður hjá J)ví komist — á grundvelli þessara
niðurstaða — að álykta að boðskapur íslenskrar iðn-
kynningar hafi að rniklu leyti komist til skila.
Allir vissu hvað urn var rætt, þegar rælt var um
kynningarstarfsemina, þannig að þekkingin hefur
breyst. Á grundvelli spurninga má draga þá ályktun
að afstaða almennings hafi einnig breyst.
Varla var búist við að íslensk iðnkynning hefði
áhrif á sjálfa innkaupahegðunina. Niðurstöður
könnunarinnar virðast ])ó benda til að svo hafi
orðið. Markaðshlutdeild íslensks iðnvarnings í Jreim
vöruílokkum, sem athugaðir voru í öllum könn-
unum liefur stækkað um 6% — stig að meðaltali.
29