Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Side 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Side 32
SIGIIDUB GUIMUMDSSOM WDSKIPTAHUHINGIR ILÉITIIM DÚR UIN HLAMLBBSUITÆKIFfERI Á tímum vaxandi samkeppni er nauðsynlegt fyrir hvers konar vöruframleiðendur að vera stöðugt á liöttum eftir framleiðslutækifærum. Á undanförn- um árum hefur iðnaðurinn notið leiðbeiningar (eða öllu heldur ítroðslu) af hendi opinberra og hálf- opinberra stofnana um val framleiðsluleiða, en þar liefur ekki gætt nægrar hugkvæmni að mati Lands- sambands iðnaðarmanna. Ódýrasta og besta aðferð- in til að setja í framleiðslu vöru, er að stela hug- myndum sem þegar hefur verið tekið einkaleyfi á erlendis. Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um vörur, sem íslenskir iðnmeistarar gætu tekið upp framleiðslu á. Starfsmenn Landssambandsins eru fúsir til að aðstoða við nánari leit í einkaleyfis- skrám, ef áhugi er fyrir hendi. „MJALTASLÖNGUR" Árið 1910 leystu menn það vandamál kvenna, að gefa börnunum brjóst á opinberum stöðum án þess að þurfa að roðna. Á meðfylgjandi mynd af tæk- inu sést, hvernig móðirin þarf aðeins að draga út slöngur með túttu á endanum milli hnappanna á blússunni og gefur þannig barninu að drekka, án þess að þurfa að roðna. „HJÁLMBYSSA" Albert Bacon Patt, efnafræðingur í U.S.A. hefur breskt einkaleyfi no. 100891 á talsvert sérstæðri byssu. Hugmynd hans er að gera veiðar skemmti- legar, og jafnframt spara veiðimanninum (og her- manninum) erfiðið við að bera byssuna í höndun- um. Hugmyndin fól í sér að festa byssuna á hatt, líkt og lampa á hjálmi námuverkamanns. Við gikk- inn var komið fyrir upplásanlegri blöðru og frá blöðrunni lá slanga niður með hliðinni á hattin- um og upp í munn veiðimannsins. Þegar skrjáfar í runnunum snýr veiðimaðurinn sér ósjálfrátt að hljóðinu og bráðin og veiðimaðurinn liorfast í augu. Þegar veiðimaðurinn blæs í slönguna þenst blaðran út, skotið ríður af og bæði bráðin og veiðimaður- inn detta dauð niður. Veiðimaðurinn með brotinn háls. „SÁPUKÚLUHATTUR“ Ef til vill hefur Albert Patt fengið hugmynd sína frá landa sínum Alden McMurtry. Nokkrum árurn 32

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.