Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Qupperneq 36

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Qupperneq 36
AFBROTAVARNIR Það er engum launung, þeim, sem atvinniurekstur stundar í einni eða annarri mynd, að innbrot í fyrir- tæki og mannvirki eru óþarflega algeng hérlendis. í fjölda tilfella er ckki aðeins um innbrot í auðg- unarskyni að ræða, það eru líka unnin skemmdar- verk, þar sem tjónið veltur oft á tugum þúsunda króna, ef ekki hundruðum þúsunda. Misjafnlega gengur að upplýsa þessi afbrot, þó hefur lögreglu og rannsóknarlögreglu tekist mjög vel í baráttunni gegn þessurn ófögnuði nú hin síðari ár, en betur má ef duga skal. I allflestum tilfellum eiga unglingar hlut að máli, og því er lítið af þeim að hafa til greiðslu á því tjóni, sem þeir valda fjölda fyrirtækja og ein- staklinga, jregar þeir láta gamminn geysa um hirslur og geymslur. Af þessum sökum hlýtur að vakna sú spurning hjá öllurn hugsandi mönnum, hvað sé hægt að gera til að sporna við þessu krabbameini í þjóð- arlíkamanunr. Undanfarin ár hefur lögreglan í Reykjavík beitt sér fyrir fræðslustarfsemi meðal samborgaranna, á allvíðtæku sviði varna gegn innbrotum, þjófnuðum, bifreiðaþjófnuðum og verðmætaþjófnuðum úr þeim, ávísanafalsi, hnupli úr verslunum og skemmdarverk- um, svo eitthvað sé nefnt. Hefur lögreglan fyrst og fremst leitað til samtaka þeirra þjóðfélagshópa, er helst hafa orðið fyrir þungum búsifjum af völdum afbrotamanna. Á þann veg hafa skapast betri tengsl lögreglu og borgara. ]>að er frumþörf löggæslumanna, að hinn almenni borgari veiti þeim alla þá aðstoð, sem kostur er á, í baráttunni gegn öllum tegundum afbrota. Hefur það orðið að samkomulagi milli afbrota- deildar lögreglunnar í Reykjavík og stjórnar Lands- sambands iðnaðarmanna, að haldnir verði nokkrir fræðslufundur um afbrot og afbrotavarnir fyrir með- liði samtakanna. Er það eindregin von okkar, sem að þessari fræðslustarfsemi stöndum, að félagar í samtökunum gefi sér tíma til að heimsækja okkur og fræðast, á þeim fundartímum, sem verða ákveðnir. Gæti það orðið til þess að fækka ýmsum tegundum afbrota, spara einstaklingum óþarfa útgjöld, fækka málum hjá lögreglu og rannsóknarlögreglu og spara þannig ríkinu stórfé, en þó fyrst og fremst að forða fjölda unglinga frá að lenda út á afbrotabrautinni. Grétar Norðfjörð. Boðað verður til fræðslufunda um þessi mál á næstunni. ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR pjófaaðvörunarkerfi Brunaaðvörunarkerfi Neyðarlýsing Skráa- og l/klakerfi | Leitið rdðgjafar okkar meðan verkið er á hönnunarstigi j|yu SÍMI 91-37393 36

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.