Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 8
Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra Afmæliskveðja til Landssambands iðnaðarmanna Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra. Landssamband iðnaðarmanna minnist 50 ára af'- mælis síns um þessar mundir. Sambandiðhóf göngu sína sem allsherjarsamtök iðnsveina og iðnmeistara í löggiltum iðngreinum. Með stofnun sérfélaga og sérsambanda iðnsveina í hinum ýmsu greinum hlaut Landssamband iðnaðarmanna að þróast smám sam- an í þá átt að vera öðru fremur samtök iðnmeistara. Slík umbreyting á félagslegum bakhjarli reynir á viðkomandi samtök meðan hún er að ganga yfir. Það er holl lesning hverjum þeim sem glímir við iðnaðarmál líðandi stundar að rifja upp sögu iðnað- armannafélaganna og helstu baráttumál þeirra. Hversu margir skyldu t.d. vita, að Iðnaðarmannafé- lag Reykjavíkur, sem upphaflega hét raunar Hand- iðnaðarmannafélagið, hafði starfað í 65 ár, þegar Landssamband iðnaðarmanna var stofnað 1932. Landssambandið hlaut þannig í vegarnesti ávinn- inga af starfi þessa félags og annarra hliðstæðra sem störfuðu víða um land. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, sem á 115 ára afmæli á þessu ári, vann ötullega að margháttuðum hagsmunamálum stéttarinnar, sem miklu vörðuðu fyrir þjóðarheildina. Það beitti sér fyrir skólahaldi fyrir iðnaðarmenn árið 1873 („Sunnudagsskólinn") og stofnaði Iðnskólann í Reykjavík árið 1904. Félag- ið átti stærstan hlut að undirbúningi iðnlöggjafar- innar, sem svo var nefnd, þ.e. laga um iðju og iðnað og laga um iðnaðarnám, en hvort tveggja voru sett árið 1927. Þessi lög þóttu tryggja mun betur frá því sem áður var aðstöðu iðnaðarmanna í þjóðfélaginu. Iðnaðarmannafélagið hóf útgáf’u á Tímariti iðnað- armanna árið 1927 og Landssamband iðnaðar- manna tók við útgáfu þess árið 1936. Meðal merkra áfanga í sögu iðnaðarins eftir stofnun Landssam- bandsins má nefna setningu laga um Iðnlánasjóð árið 1935, stofnun Iðnaðarbankans árið 1953 og setningu laga um Iðnrekstrarsjóð 1973, en hann hefur nýlega verið efldur verulega og Landssam- bandið fengið aðild að stjórn sjóðsins. Það er forvitnilegt að glugga í samþykktir fyrsta Iðnþingsins, stofnþings Landssambands iðnaðar- manna árið 1932, og bera efni þeirra saman við þau mál sem nú er verið að fjalla um hjá hagsmunasam- tökum 1 iðnaði og á vegum stjórnvalda. Þá eins og nú beindust kröfurnar að bættri verk- menntun, að lagfæringum í tollamálum og að stuðn- ingi ríkisins við ráðgjafaþjónustu í iðnaði. Þá eins og nú lögðu iðnaðarmenn áherslu á það í samþykktum sínum, að landsmenn beindu viðskiptum sínum í auknum mæli til innlendra framleiðenda, og hvatt var til athugana á stofnsetningu nýrra iðnfyrirtækja. Þá eins og nú tölclu menn mikils um vert að komið yrði upp raforkuverum til eflingar iðnaði og að hag- nýtt yrðu þau verðmæti sem hér finnast í jörðu. Og þá eins og nú sögðu hagsmunasamtök stjórnvöldum til syndanna, m.a. vítti stofnþing Landssambandsins harðlega það tómlæti, sem Alþingi hefði að þess dómi sýnt nálega öllum málum iðnaðarmanna. Þessi dæmi sýna, að þótt þjóðlífsmyndin sé breytt, eru viðfangsefni líðandi stundar um margt hin sömu í iðnaðarmálum. Um vissa þætti þessara mála má segja að ríki þjóðarsamstaða, a.m.k. um markmiðin. Eg neíni sem dæmi þá áherslu sent í orði er lögð á bætta verkmenntun í landinu. I öðrum efnum er um að ræða samstöðu verkalýðssamtaka og at\ innurek- enda. Þar nefni ég sem dænti sameiginlegar áskor- anir þessara samtaka um að almenningur kaupi fremur innlendar framleiðsluvörur en erlendar. Loks eru svo þeir málaflokkar, þar sem leiðir skilja vegna auðsærra hagsmunaárekstra. Þar væri af nógu að taka, en Landssamband iðnaðarmanna hef- Framhald á bls. 23 6 Timarit iðnaöarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.