Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 14
stundum andað köldu í garð iðnaðarmanna. Ekki síst hefur það komið fram, er einstakir þingmenn og stundum íleiri saman hafa veist harkalega að starfs- réttindum iðnaðarmanna. A fyrstu árum mínum í embætti forseta Landssambandsins vorum við mjög í vörn í þessum efnum, og fram kom m.a. lagafrum- varp um iðju og iðnað, sem var alveg óviðunandi fyrir okkur iðnaðarmenn, og bein atlaga við iðnrétt- indi okkar. Fannst okkur mjög hyglað að verk- smiðjuiðnaðinum, iðjuuni eins og hann kallaðist þá, og á kostnað hinna löggiltu iðngreina. Sumum fannst mikið liggja við að knýja í gegn þetta frum- varp, þrátt fyrir, að það væri í óþökk iðnaðarmanna. Meira að segja forseti annarrar þingdeildar Alþing- is, Gísli vinur minn Jónsson, sem á sínum tíma hafði verið fyrsti vélstjóri á Frekjunni, sagði, að málið skyldi í gegn. Við værum svo þverir, að ekki væri nokkur von til þess að ná samkomulagi við okkur. Því væri réttast að leggja málið undir dóm þing- heims. Eg benti honum þá á, að hann hefði nú aðeins eitt atkvæði, þegar til atkvæðagreiðslunnar kæmi, svo að alls ekki væri útséð um, hvernig fara mundi. Varð þá Gísli reiður, rauk út og skellti hurðinni á eftir sér. Eg flýtti mér á hinn bóginn til þess að hafa upp á framkvæmdastjóra Landssambandsins, Eggerti heitnum Jónssyni, lögfræðingi. Hann var í hálfu starfi hjá Landssambandi iðnaðarmanna, en hálfan daginn vann hann hjá Reykjavíkurborg í þeirri deild, sem íjallaði m.a. um barnsmeðlög. Þessi deild var í gamla Hekluhúsinu. Þegar ég kom þang- að í miklum ílýti, rakst ég á Oskar Borg, þann kurt- eisa lögfræðing, en hann var samstarfsmaður Egg- erts. Eg spurði auðvitað strax um Eggert, en Oskar svaraði: „Eggert er ekki við, en ef þér eruð kominn hingað til að borga barnsmeðlag, get ég tekið við peningunum." Nú, ég var ekki þarna kominn í þess- um erindagjörðum, heldur til að hafa upp á fram- kvæmdastjóra Landssambandsins, svo að við gætum í sameiningu náð tali af þeim alþingismönnum, sem við töldum okkar málstað hlynnta. Eg hafði svo upp á Eggerti, og við rérum í þingmönnum eins og við gátum. Þegar þingmenn gengu til atkvæðagreiðslu, fylgdumst við með því. Okkur til mikils léttis gekk málið okkur í vil, og frumvarpið var fellt. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að stjórn- völd hafa löngum verið óspör á yfirlýsingar um að efla beri íslenskan iðnað og skapa honum eðlileg vaxtarskilyrði. Raunin er því miður oft allt önnur, og engu er líkara en stjórnvöld vilji beinlínis kaffæra þá iðnaðarstarfsemi, sem hér er fyrir í landinu. Nærtæk dæmi um þetta eru húsgagna- og innréttingaiðnað- urinn og skipaiðnaðurinn. í þessum greinum hefur árum saman verið unnið markvisst að uppbyggingu fyrirtækja, alltaf með harðfylgi góðra athafnamanna og stundum með lánafyrirgreiðslu úr sjóðum iðnað- arins. Nóg er til af hæfu fólki til að starfa í þessum greinum. En hvað gerist? Jú, fiskiskipum, smíðuð- um erlendis, er dembt inn í landið í tíma og ótíma, og flóðbylgjur húsgagna- og innrétdnga frá nágranna- löndum okkar skella sífellt á okkur. Afleiðingarnar eru svo þær, að skipasmíðastöðvarnar standa van- nýttar stóran hluta ársins. Þær fá ekki að smíða skip og brúa þannig dauða tímann, er myndast í stöðvun- um á milli þess, sem þær sinna óstöðugum ogsveiflu- kenndum viðgerðarverkefnum. Slíkt ráðslag er auð- vitað stöðvunum ákaílega óhagstætt. I húsgagna- og innréttingaiðnaðinum minnkar markaðshlutdeild innlendra fyrirtækja stöðugt, og gömul oggróin fyr- irtæki leggja upp laupana. A meðan þetta er allt saman að eiga sér stað, er forvitnilegt að fylgjast með gerðum alþingismanna, ríkisstjórnarinnar og ann- arra þeirra, sem áhrif hafa á stefnu hins opinbera í málefnum atvinnuveganna. Hvað iðnaðinn varðar, fer allur tími og orka þessara mætu manna í það að bollaleggja alls konar milljarðaævintýri, sem eiga sér vægast sagt hæpinn rekstrargrundvöll, og eru langt frá því að vera atvinnuskapandi, þegar haft er í huga, hversu gífurlegt fjármagn á að vera bund- ið í rekstrinum. Dæmi af handahófi um þessi áform og gæluverkefni hins opinbera eru sykurverksmiðja, steinullárverksmiðja, sjóefnavinnsla o.fl. Af svip- uðum toga eru umræður um orkumál. Þar virðast sumir eiga að fá raforkuna á útsöluverði, en hefðbundinn iðnaður, sem er stór orkukaupandi, verður hins vegar að greiða fyrir hana gífurlega hátt verð. Menn ættu fremur að hugleiða, hví- lík lyftistöng það væri iðnaði okkar, sem nú er fyrir hendi og við höfum þekkingu á, eí þessu mikla fjármagni væri varið til uppbyggingar hans, a.m.k. að einhverju leyti. Að minni hyggju er enginn vafi á því, að hver króna, sem færi í frekari uppbygg- ingu hefðbundinna iðngreina, skilaði þjóðarbúinu margfalt meira en þær, sem veittar yrðu í ýmis konar nýiðnaðarverkefni. Við gætum ekki einungis varist innflutningi frá erlendunr keppinautum, heldur ættu útflutningsmöguleikar okkar að aukast veru- lega. Eg veit ekki betur en þau fiskiskip, sem íslensk- ar skipasmíðastöðvar hafa byggt á undanförnum árum, séu fyllilega sambærileg við það besta, sem komið hefur frá öðrum þjóðum, sem fremst standa í skipasmíðum, og ef eitthvað er, þá eru skipin betri, sem smíðuð eru af íslenskum höndum. Þegar ég hóf að starfa innan Landssambands iðnaðarmanna, þurfti mikið að takast á við ýmis vandamál skipaiðn- aðarins, sem á þeim tíma snérust að vísu að mestu um tréskipasmíðar. Ég minnist þess til dæmis, að bátasaumur féll undir ákvæði um svonefndan báta- gjaldeyri, en hann var hugsaður sem hár lúxustollur á fjölmargar vörutegundir og auðvitað voru vélar, tæki og,efni til bátasmíðanna einnig tollað. Síðan 12 Timarit iÖnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.