Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 15
Á góðri stund i baðstofu iðnaðarmanna. Myndin er líklega tekin 1956 eða þar um bil. Helgi Hermann Einksson og Björg- vin Frederiksen spjalla saman. Gegnt þeim situr Eggert Jónsson, þáverandi framkvœmdastjóri Landssambands iðn- aðarmanna. þetta var hefur inikið vatn runnið til sjávar, og nokkrar leiðréttingar í'engist fram. Af miklum dugnaði hefur ýmsum rtiætum mönnum á undan- förnum áratugum tekist að byggja upp skipaiðnað- arfyrirtæki. Það er fyrir löngu orðið tímabært að leyfa þessum mönnum að njóta sín. Méi' finnst t.d. ekkert tiltökumál, að stöðvarnar mættu eiga stöðugt skip í smíðum, þannig að afgreiðslufrestur styttist, og ekki væri alltaf hlaupið til útlánda, þegar upp kemur sú staða, að útgerðarmaður þarf að fá skip með skömmum fyrirvara. Engir vita betur, hvernig skip henta íslenskri útgerð en starfsmenn íslenskra skipasmíðastöðva. Landssamband iðnaðarmanna og erlend samskipti Hér á árum áður voru tekjur Landssambands iðnað- armanna ekki slíkar, að unnt væri að halda uppi umfangsmiklum samskiptum við erlenda aðila. Til gamans má geta þess, að í fjárhagsáætlun Landssam- bandsins fyrir árið 1950 var gert ráð fyrir því, að tekjurnar yrðu 150 þúsund garnlar krónur. Við reyndum þó eftir föngum að halda sambandi við systursamtök Landssambands iðnaðarmanna á hin- um Norðurlöndunum. Þegar égátti leið til útlanda í einkaerindum, reyndi ég að stilla svo til, að ég gæti tekið þátt í t.d. fundum Norræna iðnráðsins. Hið sama gegndi um Sveinbjörn heitinn Jónsson, hann sótti fundi á Norðurlöndum, jafnframt því sem hann rækti þar sín eigin erindi. Gerði Sveinbjörn síðan oft ýtarlega grein fyrir því, sem hann hafði orðið áskynja um í þessum ferðum í Tímariti iðnað- armanna. Þetta norræna samstarf var að rnínu mati að mörgu leyti mjög gagnlegt, og ég hitti þarna marga mæta menn og lærði af þeim heilmargt. Ég varð íljótlega var við það, að á hinum Norðurlönd- ununi var borin mikil virðing fyrir systursamtökum okkar, jafnt af opinberum aðilum sem almenningi. Ég er hræddur um, að því miður hafi virðingin fyrir Landssambandi iðnaðarmanna hér heima ekki verið jafnmikil og systursamtök (tkkar nutu. Samtökin á Norðurlöndunumerustórog velskipulögð. Þau ráða yfir fjölbreytilegum upplýsingum um málefni iðn- aðar í löndum sínum, og þau hafa verið óspör á að veita Landssambandinu ýmsar upplýsingar. L.ands- samband iðnaðarmanna og systursamtök þess í Dan- inörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mynda svo- nefnt Norrænt iðnráð, eða Nordisk Hándværksrád. Markmið Norræna iðnráðsins er að vinna að sameig- inlegum hagsmunamálum þeirra samtaka, sem Standa að ráðinu. Stjórnarfundir í Norræna iðnráð- inu eru haldnir nokkuð reglulega, eu aðalfundur Norræna iðnráðsins, sem kallað hefur verið Nor- ræna iðnþingið, er haldið þriðja hvert ár. Hér á landi hefur Norræna iðnþingið verið haldið tvisvar. I fyrra skiptið var það árið 1953 og í hið síðara árið 1968. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að taka virk- an þátt í Norræna iðnþinginu árið 1968. Að minni hyggju var þetta þing bæði ánægjulegt og gagnlegt. Arið 1955 var mér sem forseta L.andssambands iðnaðarmanna ásamt mætum mönnum úr samtök- um vinnuveitenda í iðnaði og verslun, iðnaðarráð- herra og þremur alþingismönnum boðið vestur um haf til Bandaríkjanna, til að kynna okkur atvinnulíf og tæknilegar framfarir í Bandaríkjunum. Ferðin var í boði Tækniaðstoðar Bandaríkjanna við erlend ríki og stóð hún í mánuð. Auk mín voru í ferðinni þeir Ingólfur Jónsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Eggert Kristjánsson, formaður Verslunar- Timarit iðnaðarmanna 13

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.