Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 24
að myndast sérfélög, þ.e. sveina- og meistarafélög, á stærri stöðum; í Reykjavík fyrir mörgum áratugum í flestum faggreinum. En það, sem skóp Landssambandi iðnaðarmanna mesta örðugleika á þessum árum var, þegar aðildar- félög þess, sem sum voru samansett af meisturum og sveinum, iðnaðarmannafélögin og svo að sjálfsögðu sveinafélögin, sögðu sig úr Landssainbandi iðnaðar- manna. Astæðan var sú, að launþegum þótti sínum hag betur borgið að vera í félagi, sem gjaldgengt var í Alþýðusambandi Islands, sem þegar hafði komið því í gegn, að launþegar félaga innan A.S.I. höfðu ýmis hlunnindi framyfír aðra launþega í landinu, auk þess að vera beinn samningsaðili um kaup og kjör, sem Landssambandið hafði aldrei komið nærri. Til viðbótar þessu ltöfðu meistarafélög á skyldum verksviðum myndað samsteypur, til að styrkja stöðu sína bæði inn- og útávið. Má þar nefna Meistarasamband byggingamanna, Samband málm- og skipasmiðja o.fl. samsteypur. Þetta var eðlileg framþróun, að skyldar starfstéttir mynduðu með sér betri samstöðu um sín sérmál og ykju mátt sinn til að koma fram sínum hagsmunamálum. Ég held, að í stórum dráttum hafí málin verið að smáþróast í þessa átt, sem þegar hefír verið lýst, á þeim árum, sem ég sat í Landssambandsstjórn. Ég var í Landssambandsstjórn frá árinu 1964 til ársins 1973, og forseti Landssambands iðnaðarmanna var ég kosinn árið 1972 á 34. Iðnþingi íslendinga í Vest- mannaeyjum til 3 ára, en það varð nú breyting á því, eins og síðar kemur fram. Kjarni málsins var, að Landssamband iðnaðar- manna réði yfir alltof litlu fjármagni, til að sinna þeirri starfsemi, sem snéri að sambandsfélögunum, og þau áttu nóg með sig, hvað fjármálin snerti. Þá varð uppi sú hugmynd að setja nokkurt gjald á alla iðnaðarstarfssemi, eða á sama stofn og iðnlána- sjóðsgjaldið var innheimt af, og fá hið opinbera til að innheimta það á sama hátt og iðnlánasjóðsgjaldið. Gjald þetta skyldi vera 0.1 % af gjaldstofni og átti að renna að hálfu til Félags íslenskra iðnrekenda og að hálfu til Landssambands iðnaðarmanna, en Sam- band ísl. samvinnufélaga átti að fá til baka það, sem þeir greiddu vegna þessa gjalds, til eigin uppbygg- ingar á iðnaðarmálum. Iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, gaf mér vilyrði fyrir því að stuðla að því, að þetta mál fengi góðan framgang, ef aðilar, sem að þessu stóðu, væru heils hugar um þessar tillögur, sem og varð. Nokkur dráttur varð nú samt á því, að frumvarp um þetta mál yrði lagt fyrir Al- þingi. Sigurður Kristinsson, núverandi forseti Landssambandsins, tók upp málið á ný við Gunnar Thoroddsen, þáverandi iðnaðarráðherra, sem kom þessu máli í gegnum Alþingi. Hafí þeir þakkir fyrir það. Um skipulagsmálin, sem voru á döfínni þetta ár, segi ég í setningarræðu á Iðnþingi í Hafnarfirði árið 1973 eftirfarandi: „Aðalbreytingarnar, sem þar koma fram, eru að gert er ráð fyrir, að Iðnþingskuli haldin annað hvert ár framvegis. Framkvæmdastjórn sambandsins skal skipuð 7 mönnum, eins og nú, en kjörnum á annan hátt, það er, að framvegis skulu aðeins forseti og varaforseti kosnir á Iðnþingi, en hinir 5 tilnefndir heima í héraði, ef svo má segja, það er hjá stéttarsam- böndum og iðnaðarmannafélögunum. Þá er gert ráð fyrir kjöri til 2ja ára í stað 3ja ára nú. Ennfremur er gert ráð fyrir stórri stjórn, sem er nefnd í tillög- unum sambandsstjórn, sem skipuð er 20 mönnum, auk framkvæmdastjórnar. Kjör sambandsstjórnar er til 2ja ára í senn. 10 stjórnarmenn verði kosnir á Iðnþingi, en 10 tilnefndir frá aðildarfélögum og samböndum. Þessar breytingar eru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa meiri samtengingu og áhrif hinna mörgu iðngreina, sem í sambandinu eru.“ Ennfremur segi ég: „Þess skal getið hér, að allir stjórnarmenn, sem nú eru í stjórn Landssambands- ins og kjörnir voru til lengri tíma en til þessa þings, hafa Iýst því yfír, að umboð þeirra falli niður um leið og lagafrumvarp þetta öðlast gildi.“ Ég 'vildi gjarnan, að þetta komi fram, þegar ég rifja upp þessi mál. Það, að allir stjórnarmenn um- yrðalaust leggðu niður umboð sín, þótt þeir væru kosnir til fleiri ára í stjórnina, sýnir, að þeir höfðu trú á breytingum og að þær voru nauðsyn, til þess að auka samheldni innan sambandsins. Ég minnist þess, að ég var þessum meðstjórnendum mínum þakklátur, hvernig þeir brugðust við í þessum mál- um. Það var annað með mig, ég hafði unnið Iengi að félagsmálum iðnaðarmanna, og gaf þess vegna ekki kost á mér til endurkjörs, enda skapaði það aukið traust á skipulagsbreytinguna að fá nýjan starfskraft í forystuna. Þessar hugleiðingar eru orðnar meiri að vöxtum en var í upphafi ætlunin. Það væri freistandi að minnast margra manna, sem mér hlotnaðist sá heið- ur að vinna með, en þeir höfðu unnið að ýmsum þeim málum, sem þá voru baráttumál og urðu að veruleika. Ég minni á iðnaðarlöggjöf, iðnskólann á Skólavörðuholti, Iðnaðarbankann og margt fleira, sem varð að veruleika, og okkur fínnst nú sjálfsagð- ur hlutur. Við hugsum ekki út í það, livað mikið starf liggur að baki því að koma þessu í framkvæmd. Ég minnist líka Iðnþinganna, bæði bér í Reykjavík og úti á landi. Þau voru bæði gagnleg og ánægjuleg. Menn ræddu þar mál, sem voru þá efst á baugi og gerðu samþykktir og áskoranir á viðkomandi stjórn- völd eftir því hver málaflokkurinn var. Annað, sem vannst með þessum þingum út um landsbyggðina, voru nánari kynni, bæði manna á milli og eins á 22 Timaril iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.