Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 25
silfiiSl 50 ára reynsla tryggir örugg viðskipti *twt- atvinnuástandi út um landið. Ég minnist þess að hafa verið á 7 stöðum á Iðnþingum utan Reykjavík- ur. Avallt voru okkur sýnd iðnfyrirtæki á stöðunum, sem þingin voru á, og þar sást, hve gagnmerku hlut- verki þau gegndu, bæði atvinnulega og eins sem þjónustuaðilar við byggðalögin. Landssamband iðnaðarmanna er 50 ára á þessu ári eins og áður hefir komið fram. Ég flyt því mínar bestu hamingjuóskir á þessum tímamótum. Lands- sambandið á að vera og er ráðgefandi stjórnendum þessa lands í. málefnum iðnaðarins. Landssamband- inu er vel stjórnað nú, bæði forseti, framkvæmda- stjórn og starfsfólk hafa unnið mikið og gott starf á síðustu árum. Landssamband iðnaðarmanna getur orðið það, sem þið, félagarnir, viljið að það verði, ef þið standið öll fast saman um það. Hjörleif ur Guttormsson Afmæliskveðja til L.i. Framhald af bls. 6 ur þó ekki verið vettvangur beinna hagsmunaátaka um kaup og kjör. Afmæli Landssambands iðnaðarmanna ber að á tímum óvenju líflegrar umræðu um framtíðarþróun iðnaðar í landi okkar. Ef reynt er að greina hismið frá kjarnanum fer ekki milli mála, að hæst ber þá spurningu, hvort landsmenn muni á næstu árum bera gæfu til þess að standa saman um uppbyggingu fjölþætts iðnaðar, sem lúti forræði innlendra aðila og segi um leið skilið við þá bónbjargarstefnu og vantrú, sem hér hefur legið í landi varðandi getu okkar til að takast á við stærri iðnaðarverkefni og hagnýtingu orkulindanna í því samhengi. Ég vil á þessum tímamótum í sögu Landssam- bands iðnaðarmanna flytja sambandinu, aðilum þess og forystumönnum árnaðaróskir um leið og ég þakka mikil og vinsamleg samskipti á liðnum árum. Tímarit iðnaðarmanna 23

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.