Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 29
Svipmyndir úr 50 ára
sögu Landssambands
iinalarmanna
Þegarfarið eryfir þær Ijósmyndir, sem til eru i fórum
Landssambands iðnaðarmanna og varða starfsemi
þess og samskipti við félagana í 50 ár, kemur fljótt i
Ijós, aðfráfyrri hluta þessa timabils eru tiltölulegafá-
ar myndir til. Eru ástæðurnarfyrir þessuýmsar. Notk-
un myndavéla var tæpastjafn almenn og nú, Lands-
sambandið átti engan fastan samastað fyrstu árin, og
sjálfsagt hafa ýmsar myndir orðið tímans tönn að bráð
eins og gengur. Þá er vitað, að margar foruitnilegar
og sögulegar Ijósmyndir brunnu til ösku, þegar skrif-
stofa Landssambands iðnaðarmanna varð fyrir elds-
voða árið 1967. Er þetta vissulega mikill skaði, því
fátt er betur fallið til að frœða menn um liðna atburði
og vekja gamlar og góðar endunninningar en góðar
Ijósmyndir. Á hinn bóginn er nokkuð til af Ijósmynd-
um frá siðustu 15 til 20 árum eða svo, emkum í
sambandi við Iðnþing íslendinga. Hér á eftir birtast
nokkur leiftur i máli og myndum úr 50 ára sögu
Landssambands iðnaðannanna. Langri ogfjölbreyti-
legri sögu fjölmennra samtaka verður ekki gerð skil á
nokkrum blaðsíðum. Þá eru ekki heldur tök á því að
minnast hér á eftir nema tiltölulega fárra þeirra, sem
komið hafa við sögu Landssambandsins. Menn verða
þvi að virða viljann fyrir verkið, en hafi einhver
ánægju af þessari upprifjun, er tilganginum náð.
SIGMAR ÁRMANNSSON
m " % • '
[J r
Fyrsta Iðnþing Islendinga var haldið i Reykjavík i baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstrœti dagana 18. til 21. júni 1932. Þingfulltrúar voru 51 og komu
frá Reykjaxnk, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Siglufirði og Akureyri. Á þessufyrsta Iðnþingi var samþykkt að stofna landssamtökfyrir iðnaðarmenn, sem
siðar var valið heitið Landssamband iðnaðarmanna. Þessi mynd erfrá fyrsta Iðnþinginu.
Timarit iðnaðarmanna
27