Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 40

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 40
36. Iðnþing Islendinga var haldið í Reykjavík árið 1975. Hér er fjármála- nefnd þingsins að störfum. Talið frá vinstri: Sveinn Hannesson, viðskipta- frœðingur, þáverandi starfsmaður Landssambands iðnaðannanna, Jón Sveinsson, forstjóri, Bjöm Lárusson, húsgagnasmíðameistari, Guðjón Tómas- son, framkvœmdastjóri SMS, Ingólfur Theodórsson, netagerðarmeistari, Gest- ur Pálsson, húsasmíðameistari, Bragi Hannesson, bankastjóri og Gunnar Guðmundsson, rafverktaki. mm MM A tímabilinu september 1976 til október 1977 gekkst Landssamband iðnaðarmanna ásamt nokkrum aðilum öðrum fyrir svonefndu iðnkynningarári. Var þar mjög leitast við að upplýsa almenning og stjómvöld um gildi tslensks iðnaðar auk þeirra vandamála, sem við veeri að etja í greininni. Jafnframt voru neytendur hvattir til þess að „velja íslenskt“. Liðir i þessari viðleitni voru m.a. sérstakir iðnaðardagar, sem haldnir voru víðs vegar um landið. Þar voru haldnar iðnsýningar, fyrirtceki skoðuð, fundir haldnir um iðnaðarmál o.fl. Þáverandi iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og eiginkona hans,frú Vala Thoroddsen, tóku virkan þátt í iðnkynningunni. Oft buðu þau til siðdegishófs þeim aðilum, sem tengdust þessum iðnaðardögum. Þessi mynd ereinmitt úr einu sliku. Vala og Gunnar bjóða velkomna til leiks tvo menn, sem hugsa gott til þess að njóta góðra veitinga, þá Sigurð Kristinsson, forseta Landssambands iðnaðarmanna ogÞórleif Jónsson,framkvœmdastjóra Landssambandsins. 38 Timarit iönaöannanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.