Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 58

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 58
Sigmar Armannsson Afmælisfundur Landssambands ignaSarmannq á Akureyri Landssamband iðnaðarmanna var stofnað árið 1932, og eru því á þessu ári liðin 50 ár frá stofnun þess. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna setti á fót nefnd, til þess að gera tillögur um, hvernig þess- ara merku tímamóta í sögu Landssambandsins skyldi minnst. I lok ársins 1981 skilaði nefndin til- lögunt sínum til framkvæmdastjórnar. Samkvæmt tillögum nefndarinnar skyldi fyrsti liðurinn í því efni að halda afmælisárið hátíðlegt vera fundur, sem halda bæri á Akureyri. Var þetta m. a. rökstutt með því, að með vissum hætti mætti rekja upphaf Lands- sambandsins til iðnaðarmanna á Akureyri. Fundur þessi var síðan haldinn á Hótel KEA laugardaginn 23. janúar s. 1. A fundinn voru boðaðir allir félagar Landssambandsins á Akureyri og í nágrannabyggð- arlögum, alþingismenn, sveitarstjórnarmenn ásamt öðrum þeim, sem tengjast iðnaði og atvinnumálum almennt. Fundurinn hófst með setningarávarpi for- manns afmælisnefndar Landssambandsins, Haralds Sumarliðasonar, þar sem m. a. voru kynntir í gróf- um dráttum þeir viðburðir, sem Landssambandið mun gangast fyrir í tilefni ársins. Sigurður Kristins- son, forseti Landssambands iðnaðarmanna, flutti erindi um sögu Landssambandsins og stefnu, Ingólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunn- ar Reynis sf., Akureyri, Qallaði um byggingariðnað, Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf., Akureyri, fjallaðí um málm- og skipaiðnað, Hannes Vigfússon, rafverktaki úr Reykjavík, ræddi um raf- og rafeindaiðnað, Haukur Árnason, framkvæmda- stjóri Haga hf., Akureyri, ræddi um húsgagna- og innréttingaiðnað, Birgir Snorrason, bakarameistari í Brauðgerð Kr. jónssonar og Co., Akureyri, gerði grein fyrir brauð- og kökugerð og Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Landssambandsjns, ræddi um þjónustugreinar. Loks ílutti Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, er- indi, sem nefndist Starfsskilyrði iðnaðar. Að loknum þessum erindum urðu almennar umræður og frum- mælendur svöruðu fyrirspurnum. Ohætt er að fullyrða, að fundur þessi haft heppn- ast ágætlega. Varðandi fundarstaðinn ber að hafa í huga, að aðildarfélagar Landssambands iðnaðar- manna eru ekki eingöngu búsettir á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, heldur dreifðir úm allt land. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, að fundir um ástand og horfur í iðnaði á vegum Landssambandsins séu ekki ein- vörðungu haldnir í Reykjavík, og breytir þar engu um, þótt umræðuefnið sé á „landsvísu" og varði ekki viðkomandi landshluta einan. Landssambandinu ber eftir því sem tök eru á að elna til slíkra funda úti á landi og þá með aðstoð og þátttöku heimamanna. Hitt er svo annað, að næsta haust er af hálfu Lands- sámbands iðnaðarmanna stefnt að víðtækri ráð- stefnu um málefni íslensks iðnaðar í Reykjavík, oger sú ráðstefna einnig hugsuð sem liður í afmælisdag- skránni. Hér á eftir verða rakin helstu efnisatriði úr erind- um þeim, sem flutt voru á þessum afmælisfundi á Akureyri. Erindi Þórleifs Jónssonar um starfsskil- yrði iðnaðar verður þó ekki rakið hér, heldur birt í fullri lengd annars staðar í blaðinu. Full ástæða hefði verið til þess að birta öll erindin óstytt á þessum vettvangi, en rúmsins vegna verður aðeins stiklað á stóru. Sigurður Kristinsson: Saga Landssambands iðnaðarmanna og stefna Fyrir aldamótin síðustu og á fyrstu áratugum tuttug- ustu aldarinnar voru komin til sögu nokkur iðnaðar- mannafélög í stærstu kaupstöðum landsins. Þeirra elst var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, stofnað 1867. Iðnaðarmannafélag ísafjarðar var næst, stofnað 1888. Iðnaðarmannafélag Akureyrar var stofnað 1904, en önnur voru yngri. Höfuðstarf þess- ara félaga var rekstur skóla og margs konar menn- ingar- og fræðslustörf. Á þessum árum áttu iðnaðar- 56 Tímarit iðnaðarmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.