Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 58
Sigmar Armannsson
Afmælisfundur
Landssambands
ignaSarmannq á Akureyri
Landssamband iðnaðarmanna var stofnað árið
1932, og eru því á þessu ári liðin 50 ár frá stofnun
þess. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna setti á
fót nefnd, til þess að gera tillögur um, hvernig þess-
ara merku tímamóta í sögu Landssambandsins
skyldi minnst. I lok ársins 1981 skilaði nefndin til-
lögunt sínum til framkvæmdastjórnar. Samkvæmt
tillögum nefndarinnar skyldi fyrsti liðurinn í því
efni að halda afmælisárið hátíðlegt vera fundur, sem
halda bæri á Akureyri. Var þetta m. a. rökstutt með
því, að með vissum hætti mætti rekja upphaf Lands-
sambandsins til iðnaðarmanna á Akureyri. Fundur
þessi var síðan haldinn á Hótel KEA laugardaginn
23. janúar s. 1. A fundinn voru boðaðir allir félagar
Landssambandsins á Akureyri og í nágrannabyggð-
arlögum, alþingismenn, sveitarstjórnarmenn ásamt
öðrum þeim, sem tengjast iðnaði og atvinnumálum
almennt. Fundurinn hófst með setningarávarpi for-
manns afmælisnefndar Landssambandsins, Haralds
Sumarliðasonar, þar sem m. a. voru kynntir í gróf-
um dráttum þeir viðburðir, sem Landssambandið
mun gangast fyrir í tilefni ársins. Sigurður Kristins-
son, forseti Landssambands iðnaðarmanna, flutti
erindi um sögu Landssambandsins og stefnu,
Ingólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunn-
ar Reynis sf., Akureyri, Qallaði um byggingariðnað,
Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf.,
Akureyri, fjallaðí um málm- og skipaiðnað, Hannes
Vigfússon, rafverktaki úr Reykjavík, ræddi um raf-
og rafeindaiðnað, Haukur Árnason, framkvæmda-
stjóri Haga hf., Akureyri, ræddi um húsgagna- og
innréttingaiðnað, Birgir Snorrason, bakarameistari
í Brauðgerð Kr. jónssonar og Co., Akureyri, gerði
grein fyrir brauð- og kökugerð og Guðlaugur
Stefánsson, hagfræðingur Landssambandsjns,
ræddi um þjónustugreinar. Loks ílutti Þórleifur
Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, er-
indi, sem nefndist Starfsskilyrði iðnaðar. Að loknum
þessum erindum urðu almennar umræður og frum-
mælendur svöruðu fyrirspurnum.
Ohætt er að fullyrða, að fundur þessi haft heppn-
ast ágætlega. Varðandi fundarstaðinn ber að hafa í
huga, að aðildarfélagar Landssambands iðnaðar-
manna eru ekki eingöngu búsettir á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu, heldur dreifðir úm allt land. Það hlýtur
því að teljast eðlilegt, að fundir um ástand og horfur
í iðnaði á vegum Landssambandsins séu ekki ein-
vörðungu haldnir í Reykjavík, og breytir þar engu
um, þótt umræðuefnið sé á „landsvísu" og varði ekki
viðkomandi landshluta einan. Landssambandinu
ber eftir því sem tök eru á að elna til slíkra funda úti
á landi og þá með aðstoð og þátttöku heimamanna.
Hitt er svo annað, að næsta haust er af hálfu Lands-
sámbands iðnaðarmanna stefnt að víðtækri ráð-
stefnu um málefni íslensks iðnaðar í Reykjavík, oger
sú ráðstefna einnig hugsuð sem liður í afmælisdag-
skránni.
Hér á eftir verða rakin helstu efnisatriði úr erind-
um þeim, sem flutt voru á þessum afmælisfundi á
Akureyri. Erindi Þórleifs Jónssonar um starfsskil-
yrði iðnaðar verður þó ekki rakið hér, heldur birt í
fullri lengd annars staðar í blaðinu. Full ástæða hefði
verið til þess að birta öll erindin óstytt á þessum
vettvangi, en rúmsins vegna verður aðeins stiklað á
stóru.
Sigurður Kristinsson:
Saga Landssambands
iðnaðarmanna og stefna
Fyrir aldamótin síðustu og á fyrstu áratugum tuttug-
ustu aldarinnar voru komin til sögu nokkur iðnaðar-
mannafélög í stærstu kaupstöðum landsins. Þeirra
elst var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, stofnað
1867. Iðnaðarmannafélag ísafjarðar var næst,
stofnað 1888. Iðnaðarmannafélag Akureyrar var
stofnað 1904, en önnur voru yngri. Höfuðstarf þess-
ara félaga var rekstur skóla og margs konar menn-
ingar- og fræðslustörf. Á þessum árum áttu iðnaðar-
56
Tímarit iðnaðarmanna