Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 63

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 63
efnahagslífi okkar, vakningu almennings um stöðu atvinnumála og þýðingu heilbrigðs atvinnurekstrar auk bættrar menntunar í verksmiðjuiðnaði. Fyrsta krafan um breytingar í efnahagslífinu er auðvitað sú, að allir atvinnuvegirnir þrír, sjávarútvegur, land- búnaður og iðnaður, búi þegar í stað við sömu kjör í skatta-, lána- og aðbúnaðarmálum öðrum. í áföng- um ber síðan að stefna að því, að fiskveiðar og orku- iðnaður beri uppi samneyslu þjóðarinnar, þar sem þær greinar einar njóta hinna sérstöku auðlinda, sem ísland á. Um breytta verkaskiptingu og aukna menntun í húsgagna- og innréttingaiðnaði má t. d. nefna, að við eigum fáa eða enga hæfa sölumenn fyrir erlenda markaði í fyrirtækjum. Hönnuði, sem hafa frumleika og tækni góðra iðnhönnuða, er og tæplega að finna fyrir þessar greinar. Þá er gríðar- legur skortur á hæfum verkstjórum, sem hlotið hafa markvissa sérmenntun. Sérþjálfun iðnverkafólks fyrirfinnst ekki utan þess, sem reynt er að gera innan fyrirtækjanna sjálfra, og þá venjulega af mönnum, sem ekki hafa sérmenntun í verksmiðjuvinnubrögð- um. Um síðustu áramót- var tekin upp svonefnd innborgunarskylda á innflutning húsgagna og inn- réttinga. Var það gert í þeim yfirlýsta tilgangi að aðstoða innlenda framleiðendur í þessum greinum. Gagnsemi þessarar aðgerðar er þó ekki mikil, held- ur frestar hún því, að stjórnvöld taki á hinum raun- verulega vanda, sem við blasir í húsgagna- og inn- réttingaiðnaði. Breytinga er þörf, það ætti öllum að vera ljóst. En töfraformúlan á samkeppnismarkaðn- um er einföld, og hljóðar: „Stattu þig betur en keppinautarnir". Það getum við á ótal mörgum svið- um, ef við stillum krafta okkar saman. Birgir Snorrason: Brauð og kökugerð Vart fer hjá því, að almenningur hafi ekki tekið eftir þeim breytingum, sem hafa orðið í rekstri brauð- og kökugerða á síðustu árum, sérstaklega hvað við- kemur vöruúrvali og vöruvöndun. Þessum breyting- um hefur verið tekið ákafiega vel af viðskiptavinum og bakarameisturum því verið kleift að bæta sífellt við og fylgjast með þróuninni. Þetta hefur orðið til þess, að neysla, sérstaklega á brauðum, hefur aukist. Aukin brauðaneysla hefur þannig fylgt auknu brauðaúrvali, jafnframt því sem Landssamband bakarameistara hefur rekið mikinn áróður fyrir hollustu brauða og nauðsyn brauða í daglegri fæðu fólks. í brauð- og kökugerð eru nú starfandi um 60 fyrirtæki, sem veita á sjötta hundrað heilsársstörf. Til að gera einhvern samanburð má geta þess, að sælgætisiðnaðurinn veitir um helmingi færra starfs- fólki atvinnu og mjólkuriðnaðurinn telur innan við 500 ársstörf. Bakarí eru dreifð um allt land og mjög misstór, allt frá tveggja til áttatíu manna fyrirtækja. I il að gera sér tölulega grein fyrir stöðu stéttar- innar, hafa bakarameistarar notið þjónustu Lands- sambands iðnaðarmanna, en það hef ur nú um árabil unnið svonefndar lykiltölur fyrir brauð- og köku- gerð. Ef litið er á síðustu lykiltölur, sem sýna útkom- una úr rekstrinum 1980, kemur í Ijós, að umtals- verður munur er á afkomu einstakra bakaría. Með- altal fyrir rekstur iðngreinarinnar í heild sýnir, að hagnaður er 1.0% í stað 5.2% fyrir árið áður. Þessar tölur segja ef til vill ekki mikið, en gefa þó vísbend- ingu um, hver afkoman er. Búast má við, að afkom- an á árinu 1981 sé heldur betri en hún var 1980. Ymsar blikur eru þó á lofti varðandi nánustu fram- tíð. Þar má sérstaklega nefna innflutning á brauði og kökum. Eftir því sem tollar á þessum vörum hafa lækkað hefur innflutningur aukist, og þegar tollar féllu alveg niður kom verulegt stökk í innflutning- inn, þar sem erlendar kökur voru orðnar ódýrari en sambærilegar innlendar kökur. Astæður fyrir því eru nokkrar. I fyrsta lagi þurfa íslenskir bakara- meistarar að kaupa mörg af sínum hráefnum dýrari en erlendir keppinautar. í öðru lagi þurfa íslenskir bakarameistarar enn að greiða tolla af ýmsum áhöldum og tækjum til framleiðslunnar. Þar sem samkeppnisaðstaða innlendra og erlendra framleið- enda var bersýnilega ekki sú sama, var í september 1980 sett sérstakt tímabundið innflutningsgjald á kökur, sem standa átti til 1. mars 1982. Þennan tíma hefur verið reynt að nota, og með aðstoð Landssam- bands iðnaðarmanna var sett af stað markaðs- og vöruþróunarverkefni í brauð- og kökugerð. Megin- markmið þessa verkefnis er að gera stéttina betur samkeppnishæfa gagnvart erlendum keppinautum. Fyrsti þáttur þe$s hófst s. 1. haust, þegar ráðinn var matvælafræðingur með styrk frá iðnaðarráðuneyt- inu. Verkefni hans er að vinna að ýmsum vöruþró- unarverkefnum, einkum hvað viðkemur eiginleik- um og meðferð hráefna og hjálparefna ásamt þróun framleiðslunnar. Það er hlálegt til þess að vita, að við innflutning á korni til skepnufóðurs eru alltaf tekin sýni og gæði þess athuguð. Ef verið er að flytja inn korn til manneldis eru engar athuganir gerðar, enda hefur því miður komið fyrir, að hráefni bakarans hefur verið slæmt. Vonast bakarameistarar eftir því, að markaðs- og vöruþróunarverkefni þetta fái góðar móttökur hjá þeim aðilum, sem til verður leitað með fjármögnun. Ef svo verður, er ætlunin að taka á nokkuð mörgum þáttum, sem varða rekstur bakarí- anna. Þetta á að gera bæði með námskeiðshaldi og beinni ráðgjöf. Mikill áhugi er á framlegðarútreikn- ingum, en fyrir um það bil 5 árum hóf Landssam- band iðnaðarmanna að aðstoða fyrirtæki í brauð- Tímarit iðnaðarmanna 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.