Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 65
in fiyst úr landi. Þetta kemur svo auðvitað fram í
lakari samkeppnisstöðu atvinnuveganna. Gagnvart
neytendum hefur það og ómælda sóun í för með sér
að búa þannig að viðgerða- og þjónustuiðnaði, að
viðgerðir verði það dýrar, að betur borgi sig að
kaupa nýtt, heldur en að láta gera við óslitna en
bilaða bluti. Loks má nefna, að í allri umræðu um
samkeppni iðngreina og starfsskilyrði vill oft gleym-
ast, að þótt ýmsar greinar þjónustuiðnaðarins séu
ekki í beinni samkeppni við erlenda aðila, er um að
tefia samkeppni innlendra fyrirtækja í þessum
greinum. Ekki er sjálfgefið, að þessi innlenda sam-
keppni sé eitthvað óæðri samkeppni við erlenda
aðila. Dæmi má nefna, þar sem slík samkeppni befur
komið neytendum til góða. Árið 1971 var bílafjölcli á
hvern starfsmann á bílaverkstæðum 32.7, en árið
1979 hafði þessi tala hækkað, þannig að þá annaði
hver starfsmaður að meðaltali 53.4 bílum. Meðal-
aldur skráðra bíla hækkaði heldur á þessu tímabili,
þannig að skýringuna er tæpast að finna í lægri
bilanatíðni. Það er ntjög í móð að nefna háar tölur
unt framleiðniaukningu. Samkvæmt þessum mæli-
kvarða nemur afkastaaukningin 63% á þessu 8 ára
tímabili, og hefur hún öll komið bíleigendum til
góða, þar sem ekki hefur álagning verkstæða á út-
selda vinnu hækkað, þrátt fyrir mikla fjárfestingu. í
sem stystu máli sagt eru engar efnahagslegar for-
sendur fyrir því að búa þjónustuiðnaðinum önnur
og lakaii starfsskilyrði en framleiðsluiðnaðinum.
Engin hagfræðileg rök mæla heldur með því, að
atvinnuvegunum sé mismunað eftir því í hve ríkum
mæli þeir keppa við erlenda aðila. Stefnan í þessum
málum hérlendis er tvímælalaust leifar af gömlu
haftakerfi, og er tímabært að breyta til. Menn ættu
að hugleiða, hvaða afleiðingar það hefði fyrir efna-
hagslíf erlendt a stórþjóða, t. d. Bandaríkjamanna,
sem búa við tiltölulega lokað hagkerfi, ef verulegur
hluti iðnaðar þeirra yrði settur á annars llokks kjör á
þeim forsendum, að hann væri ekki í beinni sam-
keppni við erlenda aðila.
SÆVARHÖFÐA 4
SÍMI:
SKRIFSTOFA 33600
AFGREIÐSLA 36470
Tunarit iðnaðarmanna
63