Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 69

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 69
mikla styrkjakerfi, sem þar viðgengst, gerir iðnaðar- uppbyggingu hérlendis mjög erfiða og getur nánast útilokað samkeppni íslenskra fyrirtækja. Þetta þýðir, að í raun verða rekstrarskilyrði íslensks iðnaðar ekki sambærileg við rekstrarskilyrði í samkeppnislönd- unum, þótt ýmsum hindrunum verði rutt úr vegi, sem nú koma í veg fyrir eðlilega samkeppni. Rekstr- arskilyrði verða þá fyrst sambærileg \ ið hina erlendu aðila, að iðnaðurinn hérlendis njóti hliðstæðra stuðningsaðgerða eða ígildis þeirra starfsskilyrða, sem tíðkast erlendis. A undanförnum mánuðum ogárum hefur dregið úr svokölluðum beinum stuðningsaðgerðum er- lendis, enda í samræmi við þann yfirlýsta tilgang með þessum aðgerðum, að þær væru til bráða- birgða. Hitt stendur þó eftir, að samkeppnisþjóð- irnar verja hlutfallslega margfalt meira fé til rann- sókna, þróunar og nýsköpunar í iðnaði heldur en Islendingar gera. Ennfremur eiga sér stað allvíð- tækar stuðningsaðgerðir \ ið einstök svæði, sem jafn- vel eru margfalt fjölmennari en Island, undir merki byggðastefnu. Það er að sönnu ljóst, að erfitt verður fyrir Islendinga að halda sínum hlut í þessum efnum fyrir ríkum og stórum þjctðum, og víst er um það, að velgengni f iðnaði ræðst fremur af almennum rekstr- arskilyrðum heldur en framlögum samkvæmt fjár- lögum. Hitt er jafnljóst, að íslenskur iðnaður fær ekki staðist samkepni frá löndum, sem búa betur að sínum iðnaði að þessu leyti en gert er hér á landi. Þess er að vænta, að Alþingi og ríkisstjórn móti í sam- ráði við helstu félagasamtök og aðra aðila, sem að iðnaðarmálum vinna, skýra stefnu um, hvernig brugðist skuli við áhrifum erlendra styrktaraðgerða, bæði beinna og óbeinna, á íslenskan iðnað. Ekki er nægilegt, að innlendur iðnaður Húi við sambærileg kjör og erlendir keppinautar Itans njóta. Enn er ónefnt það atriði, sent ef til vill skiptir mestu máli, þegar til lengri tíma er litið, en það er, að eigi iðnaðurinn að keppa á eðlilegum samkeppnis- grundvelli, þarf hann að fá sambærileg kjör ogaðrir atvinnuvegir hér innanlands. Þetta hefur mörgum veist erfitt að skilja, og hefur sú krafa, að jafna rekstrarskilyrðin innanlands, ekki síður valdið deil- um heldur en samanburðurinn við starfsskilyrði er- lendis. Þetta byggist ekki síst á því, að auk þess sem margir telja erfitt að sýna fram á, hvað það sé í íslensku hagkerfi, sem geti mismunað atvinnuveg- unum, þá þykir þessi krafa í hæsta máta ósanngjörn, og hefur hún valdið sárindum meðal margra góðra manna. Hefur þess jafnvel orðið vart að undan- förnu, að ýmsir líta á baráttu iðnaðarins fyrir bætt- um kjörum sem sanngirniskröfu eða dlfinningamál, er byggist á skírskotun til siðferðilegra raka, eins konar rödd hrópandans í eyðimörkinni, sem boðar réttlæti ájörðu. Það er að sönnu vel, ef einhverjir líta svo á, að hér sé réttlætismál á ferðinni. Sjónarmið iðnaðarins í þessu máli byggjast þó á allt öðru en tilfinningum og óljósum sanngirnisviðmiðunum, þótt svo geti auðvitað í einhverjum tilfellum átt við. Meginatriðið er, að vegna þess margflókna sam- hengis, sem er í hagkerfmu, getur sú staða komið upp, að séu starfsskilyrði iðnaðarins lakari en ann- arra greina, sérstaklega þó sjávarútvegs, þá verði samkeppnisstaða hans í hættu alveg á sarna hátt og þegar starfsskilyrði erlendra keppinauta eru betri en íslenskra fi amleiðenda. Þetta byggist m. a. á því, að við ákvörðun um skráningu gengis, er að mestu miðað \ ið afkomu sjávarútvegs. Búi sjávarútvegurinn við betri starfsskilyrði en iðnaðurinn, t. d. lægri álögur á ýmsa rekstrarþætti, verður hann hæfari til þess að búa við hærra gengi en ella og þar með lægri tekjur af útflutningi sínum. Skekkt gengisskráning vegna mismunar í aðstöðu kemur sér afar illa fyrir iðnaðinn, sem ekki aðeins verður fyrir skakkaföllum á erlendum markaði, heldur ekki síður á innlendum markaði, þegar inn- flutt vara flæðir yfir landið nánast á útsöluverði eins og nú síðastliðið ár. Þetta hljómar eins og skólabók- arlexía og ætti að vera óþarfi að tíunda hér, svo ljóst sent þetta er flestum. Þegar hins vegar er haft í huga, hvílíkar deilur, orðræður og dlfinningasemi þessi einföldu sannindi hafa haft í för með sér, ogað hver ráðamaðurinn á eftir öðrum lýsir því yfir, að gengis- þróun s. 1. árs hafi næstum eingöngu liaft vandamál í för nteð sér fyrir útflutningsiðnað og sjávarútveg, þá verður ekki hjá því komist að leggja ríka áherslu á þetta einu sinni enn. Sambúðarvandi sjávarútvegs og iðnaðar varð- andi gengisskráningu er staðreynd, sem menn verða að skilja. Það er hins vegar fráleitt að líta svo á, að hér sé ávallt um andstæða hagsmuni að ræða. Það væri viturlegra að skoða þessa hluti í samhengi og líta á lausn þessara mála sem þjóðfélagslega lausn, en ekki annað hvort sem iðnaðarmál eða sjávarútvegsmál, eins og oft vill við brenna. Það má vísa til þess í þessu sambandi, að það var ekki bara iðnaðurinn, er gekk í EFTA og gerði viðskiptasamningana við EBE. Það voru auðvitað hagsmunir þjóðfélagsins alls, sem hafðir voru í huga, og ekki síst hagsntunir neytenda. Og víst er um það, að það var ekki síst sjávarútvegur- inn, er naut góðs af samningunum við Efnahags- bandalagið. Með fríverslunarsamningunum var ver- ið að taka þá stefnu að gjörbreyta búskaparháttum hér á landi. Ég spyr, er ekki kominn tími til þess, að allir skilji það? Það er að sjálfsögðu matsatriði, hve ntikil áhrif mismunur á starfsskilyrðum iðnaðar annars vegar og annarra atvinnuvega hins vegar hefur á gengis- skráninguna. Er forráðamenn iðnaðar benda á atriði, sem eru óhagstæð iðnaðinum, benda tals- Tvnarit iðnaðarmanna 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.