Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 70

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 70
menn annarra greina og oft einnig fulltrúar stjórn- valda á atriði til ntótvægis, sem eru iðnaðinuni hag- stæðari en þeim greinum, sem þeir eru í málsvari fyrir. Hér stendur því fullyrðing gegn fullyrðingu, sem auðveldlega mætti fá úr skorið með því að ákveða, að opinberar álögur (skattlagning) á fram- leiðsluþætti allra atvinnugreina skuli vera hinar sömu. En jafnvel þótt svo væri gert, verður að hafa í huga, að eftir stendur, hvernig meta skuli það hag- ræði sjávarútvegsins að hafa aðgang að ókeypis auð- Iind, og hins vegar, hvort ástæða sé til að grípa til ráð- stafana gegn sveiflum, sem skapast vegna skyndi- legra breytinga á aflabrögðum eða verðlagi á er- lendum fiskmörkuðum. Eins og fyrr segir hafa verið miklar umræður um öll framangreind atriði hér á landi að undanförnu og allt frá inngöngunni í EFTA og fullyrðingar gengið á víxl. Það er því sérstakt gleðiefni, að for- sætisráðherra skyldi í septembermánuði 1980 skipa nefnd, til þess að gera samanburðarathugun á starfsskilyrðum iðnaðar, sjávarútvegs og landbún- aðar með tilliti til samkeppnisstöðu í útílutningi og á heimamarkaði. Það er rétt að fram komi hér, vegna ummæla um nefnd þessa í fjölmiðlum að undan- förnu, að hún er ekki skipuð fulltrúum iðnaðarins eingöngu, og að hún heitir ekki starfsskilyrðanefnd iðnaðarins. Nefndinni var ætlað að gera hlutlausa úttekt á starfsskilyrðum þriggja atvinnugreina, og til upplýsinga er rétt að geta þess, hverjir eiga sæti í nefndinni. Hanaskipa: Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, formaður nefndarinnar. Arni Benediktsson, framkvæmdastjóri, tilnefnd- ur af sjávarútvegsráðuneytinu. Arni Kolbeinsson, deildarstjóri, tilnefndur af fjár- málaráðuneytinu. Ingi R. Helgason, forstjóri, tilnefndur af iðnaðar- ráðuneytirxu. Pétur Sigurðsson, framkv.stj., tilnefndur af land- búnaðarráðuneytinu. Ritari nefndarinnar er Tryggvi Pálsson, hagfræð- ingur. Verkefni nefndarinnar hefur reynst mjög yfir- gripsmikið og afmörkun þess á margan hátt vanda- söm. I skipunarbréfi forsætisráðuneytisins er nefnd- inni falið: „Að gera samanburðarathugun á starfs- skilyrðum iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar með tilliti til samkeppnisaðstöðu í útílutningi og á heimamarkaði. Verði að því stefnt að skapa atvinnu- vegunum sambærilega aðstöðu, m. a. með tilliti til mismunandi álagningar og opinberra gjalda, sem leiði til óhagstæðrar gengisskráningar fyrir einstaka atvinnuvegi. Jafnframt verði gerðathugun á lækkun á sölugjöldum af íjárfestingarvörum og hjálpar- tækjum með tilliti til jöfnunar á samkeppnisaðstöðu og aukinnar framleiðni svo og á breytingu á stimpil- gjöldum." [Innskot: Endanlegri skýrslu skilaði nefndin í jan- úar s. I., en hún var ekki birt opinberlega fyrr en nokkrum dögum eftir að Þórleifur Jónsson flutti erindi þetta. Það skal þó tekið fram, að meginniður- stöður lokaskýrslunnar voru mjög á sömu lund og í áfangaskýrslunni.] I septembermánuði síðastliðnum skilaði nefndin áfangaskýrslu. Endanlegt álit nefndarinnar er vænt- anlegt nú næstu daga. Ef það breytist ekki verulega frá áfangaskýrslunni, get ég ekki séð annað, en að álit nefndarinnar sé mjög hagstætt miðað við þann málflutning, sem Landssamband iðnaðarmanna hefur viðhaft varðandi starfsskilyrði iðnaðarins með tilliti til samanburðar við aðrar atvinnugreinar. Rétt er að geta þess, að nefndin íjallar eingöngu um þau starfsskilyrði, sem hið opinbera hefur áhrif á með skattlagningu eða ýmsum aðgerðum, en ásköpuð skilyrði til atvinnurekstrar, svo sem náttúrleg skil- yrði, sem ákveðast af legu landsins og þeim tækifær- um, sem það býr yfir til verðmætasköpunar, svo og erlendar aðstæður, telur nefndin utan starfssviðs síns. Ennfremur telur nefndin utan starfssviðs síns að fjalla um starfsskilyrði byggingariðnaðar sérstak- lega. Höfum við hjá Landssambandi iðnaðarmanna gagnrýnt þessa síðastnefndu afstöðu og sent nefnd- inni rökstuddar greinargerðir þar að lútandi. Ekki mun ég þó gera þær að umræðuefni hér. I áfangaskýrslu nefndarinnar kemur fram, að um ýmsa mismunun sé að ræða gagnvart iðnaði, sem að mörgu leyti hafi verið eðlileg á meðan iðnaðurinn bjó við tollvernd, en ástæða sé til að léiðrétta nú eftir þá miklu breytingu, sem inngangan í EFTA hafði í för með sér. Eg vil taka mér það bessaleyfi að vitna í niðurstöður áfangaskýrslu nefndarinnar varðandi málaflokka þá, sem nefndin fjallaði sérstaklega um og varða tekjuöflun hins opinbera, opinber framlög og möguleika til lárisfjáröflunar og lánskjör. Þar seg- ir m. a.: „Ef áframhald á að verða á þeirri jöfnun starfsskil- yrða, sem stefnt hefur verið að á undanförnum ár- um, telur nefndin að leita þurfi lausnar á eftirfar- andi atriðum: 1. Aðstöðugjald. Mishátt aðstöðugjald er lagt á at- vinnuvegina auk þess sem gjaldstofninn veldur mismunun milli greina og fyrirtækja innan sömu greinar. Ef annar grunnur fyrir gjaldinu verður ekki fundinn eða það lagt niður og tekna aflað á annan hátt, er vænlegast að jafna gjaldstig skatts- ins og afnema afslætti. 68 Txmarit iðnaðannanrm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.