Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 76

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 76
Setningarræða Sigurðar Kristinssonar á 39. ISnþinqi islendinga__ Frá því að við vorum síðast saman komin á Iðnþingi 1979, hafa látist nokkrir lélagar okkar, sem áður fylltu hóp þingfulltrúa, og við söknum í dag. Ingibjörg Guðrún Kristjánsdóttir, kjólameistari, Kópavogi, fædd 12. nóvember 1914 að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði, dáin 6. apríl 1980. Eggert Ólafsson, skipasmíðameistari, Vestmanna- eyjum, fæddur á Eyrarbakka 7. mars 1924. Hann lést 12. apríl 1980. Jón Björnsson, málarameistari, Reykjavík, fædd- ur á Vopnafirði 30. júlí 1903. Hann lést 30. júlí 1980. Bjarni Jónsson, úrsmíðameistari, Akureyri, fædtl- ur á Stóruborg í Víðidal 30. ágúst 1900. Hann lést 7. maí 1980. Þórður Jasonarson, byggingameistari, Reykjavík, fæddur í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi 1 1. maí 1907. Hann lést 1. sept. 1980. Geirlaugur Árnason, hárskerameistari, Reykja- vík, fæddur á Akranesi 24. ágúst 1926. Hann lést 13. júlí 1981. Þetta fólk átti það sameiginlegt að vera bæði góðir iðnaðarmenn og miklir félagsmálamenn. Þau voru valin til forystu og voru verðug þess trausts, sem þeim var sýnt. Miklu dagsverki skiluðu þau hvert og eitt og við stöndúm í þakkarskuld. Mér koma nú í hug orð eins þeirra föllnu, þegar hann sagði: Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfír. Eg leyfi mér að biðja viðstadda að votta hinum látnu félögum vorum virðingu og þökk með því að rísa á fætur. Verðbólgan hefur fyrir löngu leyst veðrið af hólmi sem vinsælasta umræðuefni manna hér á landi. Flest er þó sú orðræða mjög keimlík. Menn verja miklum tíma í að lýsa orsökum verðbólgunnar og afleiðing- um. Síðan er verðbólguþróuninni gerð góð skil og verðlagsvísitölur nákvæmlega tíundaðar. Að þessu loknu hefja menn að lýsa vanþóknun sinni á verð- bólgunni, bannfæna hana og skipa henni út í ystu myrkur. Eiginlega má segja, að þegar hér er komið sögu megi loks fara að búast við einhverju nýju framlagi. Nú byrja menn nefnilega að velja verð- bólgunni alls konar óvirðuleg nöfn. Er þetta að verða þjóðaríþrótt íslendinga, og reynir þar vissu- lega mjög á andagift manna. Á undanförnum árum hafa þannig orðið til í íslenskri tungu fjölmörg orð, sem hafa verðbólgu- sem forskeyti, en á eftir kernur eitthvert gífuryrði sem viðskeyti, t. d. verðbólgu- draugur og verðbólguhrollvekja, svo tvö dæmi séu tekin af handahófi. Þegar ég tók að hyggja að efni í þessa ræðu mína, hugsaði ég með mér: Nei, Ijanda- kornið, að þessu sinni læt ég verðbólgutalið liggja á milli hluta. í því efni hefur svo margt verið sagt, að þar get ég engu við bætt. En, góðir gestir og ágætu þingfulltrúar, því miður get ég ekki staðið við þetta; málið er alvarlegra en svo, að ég gæti látið hjá líða að ræða það. Er því nú komið að hinum klassíska efna- hagsmálakafla, sem svo mjög einkennir ræðuhöld manna um þessar ntundir. Þegar ég áðan sagði, að verðbólgan væri orðin algengara umræðuefni heldur en veðrið, var það ekki alveg út í bláinn. Eins og allir vita eru nú í gildi fjölmargar opinberar verðlagsvísitölur, og allar breytingar á þeim hafa gífurleg áhrif á hag þegna og atvinnufyrirtækja, og þar með hins opinbera. Þann- ig eru gefnar út reglulega vísitala framfærslukostn- aðar, vísitala byggingakostnaðar, vísitala húsnæðis- kostnaðar og lánskjaravísitala. Rétbeins og almenn- ingur var og er upplýstur unt hitastig í veðurfrétt- um, þá er mönnum ekki síður nauðsyn að vita stiga- tölu þessara vísitalna, og hugsanlegar breytingar, sem á þeim kynnu að verða í nánustu framtíð. Með öðrum orðum, allir Islendingar, launþegar jafnt sent atvinnurekendur, verða nauðugir viljugir að fylgjast grannt með þróun efnahagsmálanna, ef þeir yfirleitt vilja komast af. Danskur hagfræðingur, sem kynnst hefur mörgum Islendingum og úr öllum 74 Timarit iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.