Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 79
Frá setningu39. Iðnþings Islendinga. A myndinni eru m.a nokkrar „gamlar" kempur, sem hafa komið viðsögu Landssambandsins.
Seðlabankinn endurkaupir af viðskiptabönkunum,
jukustjafnt og þétt. I árslok 1970 voru endurseld lán
tæplega 28% allra útlána til framleiðslugreinanna,
sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar, en um s. 1.
árarnót var hlutfall þetta komið upp í 56,1%. Þessi
þróun hefur verið iðnaðinum sérlega óhagstæð, þar
sem hann á takmarkaðan aðgang að endurkaupa-
kerflnu. Þannig voru endurseld lán rúmlega 68%
allra útlána til sjávarútvegs í árslok 1980. I landbún-
aði var þessi hlutdeild rúmlega 58%, en aðeins
27,7% í iðnaði. Mismununin milli atvinnuveganna
hefur bæði verið fólgin í því, að iðnaðurinn hefur
verið hafður í fjársvelti, og eins hinu, að á endur-
kaupalánum hafa verið stórum hagstæðari kjör en á
hinum almennu bankalánunt, sem iðnaðurinn hef-
ur að mestu þurft að notast við. Eg vil þó leggja
áherslu á, að því fer víðs fjarri, að þessi mismunun
bitni jafnt á öllum greinum iðnaðar. Ein megin-
ástæðan fyrir því, hve lítið hefur komið í hlut iðnað-
ar af endurkaupalánunum, er sú, að reglur Seðla-
bankans um það, hverjir séu gjaldgengir í endur-
kaupakerfinu, útiloka að mestu ýmsar stærstu grein-
ar iðnaðarins, svo sem byggingariðnað, málm- og
skipasmíðaiðnað og raflðnað. Hins vegar er hreinn
verksmiðjuiðnaður sæmilega settur, hvað rekstrar-
lánum viðvíkur. Landssamband iðnaðarmanna hef-
ur um árabil ítrekað bent stjórnvöldum á, að endur-
kaupakerfið sé meingallað og úr sér gengið. Það
mismuni atvinnuvegunum með því að beina vaxandi
hluta af sparifé landsmanna með sjálfvirkum hætti
fyrst og fremst til landbúnaðar og sjávarútvegs. Sér-
staklega hefur Landssambandið bent á aumt hlut-
skipti þeirra iðnfyrirtækja, sem utan við kerfíð
standa. Þau hafa neyðst til að notast við almenn
bankalán, sem auk þess að vera af skornum
skammti, hafa verið á síversnandi kjörunt og mun
lakari en þeim, sem verið hafa á endurkaupalánun-
um. Vegna þessarar grófu mismununar og óréttlæt-
is, hefur það verið stefna Landssambandsins að end-
urskoða bæri allt rekstrarlánakerfi atvinnuveganna,
og jafnvel leggja það niður með öllu. Að mínu mati
færi best á því, að rekstrarlánin yrðu alfarið færð yfir
á hendur viðskiptabankanna. Fyrir þessu Iðnþingi
liggja einmitt drög að ályktun þess efnis.
Einhver mesti klafinn á eðlilegri þróun iðnaðar
hér á landi hefur verið sá, að vantað hefur opinbera
iðnaðarstefnu, er risið gæti undir nafni. Árið 1978
gekkst núverandi iðnaðarráðherra fyrir því, að sett
var á laggirnar svonefnd Samstarfsnefnd um iðn-
þróun. Var hlutverk nefndarinnar m. a. að vera iðn-
aðarráðherra til ráðgjafar um heildarstefnu í iðnað-
armálum og leggja fyrir tillögur í þeim efnum. Vorið
1979 skilaði nefndin mjög ýtarlegri og vandaðri
skýrslu um stefnumótun í iðnaðarmálum. Á grund-
velli hennar hefur iðnaðarráðherra ítrekað lagt
fram þingsályktunartillögu um iðnaðarstefnu fyrir
Alþingi, og hefur skýrsla nefndarinnar fylgt þings-
ályktunartillögunni sem nokkurs konar greinar-
gerð. Þingsályktunartillagan hefur hins vegar ekki
enn fengist samþykkt á Alþingi. Er það því undar-
legra sem allir stjórnmálaflokkar hafa beinlínis á
stefnuskrám sínum, að stórefla innlendan iðn-
Timarit iðnaðarmanna
77