Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 79

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 79
Frá setningu39. Iðnþings Islendinga. A myndinni eru m.a nokkrar „gamlar" kempur, sem hafa komið viðsögu Landssambandsins. Seðlabankinn endurkaupir af viðskiptabönkunum, jukustjafnt og þétt. I árslok 1970 voru endurseld lán tæplega 28% allra útlána til framleiðslugreinanna, sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar, en um s. 1. árarnót var hlutfall þetta komið upp í 56,1%. Þessi þróun hefur verið iðnaðinum sérlega óhagstæð, þar sem hann á takmarkaðan aðgang að endurkaupa- kerflnu. Þannig voru endurseld lán rúmlega 68% allra útlána til sjávarútvegs í árslok 1980. I landbún- aði var þessi hlutdeild rúmlega 58%, en aðeins 27,7% í iðnaði. Mismununin milli atvinnuveganna hefur bæði verið fólgin í því, að iðnaðurinn hefur verið hafður í fjársvelti, og eins hinu, að á endur- kaupalánum hafa verið stórum hagstæðari kjör en á hinum almennu bankalánunt, sem iðnaðurinn hef- ur að mestu þurft að notast við. Eg vil þó leggja áherslu á, að því fer víðs fjarri, að þessi mismunun bitni jafnt á öllum greinum iðnaðar. Ein megin- ástæðan fyrir því, hve lítið hefur komið í hlut iðnað- ar af endurkaupalánunum, er sú, að reglur Seðla- bankans um það, hverjir séu gjaldgengir í endur- kaupakerfinu, útiloka að mestu ýmsar stærstu grein- ar iðnaðarins, svo sem byggingariðnað, málm- og skipasmíðaiðnað og raflðnað. Hins vegar er hreinn verksmiðjuiðnaður sæmilega settur, hvað rekstrar- lánum viðvíkur. Landssamband iðnaðarmanna hef- ur um árabil ítrekað bent stjórnvöldum á, að endur- kaupakerfið sé meingallað og úr sér gengið. Það mismuni atvinnuvegunum með því að beina vaxandi hluta af sparifé landsmanna með sjálfvirkum hætti fyrst og fremst til landbúnaðar og sjávarútvegs. Sér- staklega hefur Landssambandið bent á aumt hlut- skipti þeirra iðnfyrirtækja, sem utan við kerfíð standa. Þau hafa neyðst til að notast við almenn bankalán, sem auk þess að vera af skornum skammti, hafa verið á síversnandi kjörunt og mun lakari en þeim, sem verið hafa á endurkaupalánun- um. Vegna þessarar grófu mismununar og óréttlæt- is, hefur það verið stefna Landssambandsins að end- urskoða bæri allt rekstrarlánakerfi atvinnuveganna, og jafnvel leggja það niður með öllu. Að mínu mati færi best á því, að rekstrarlánin yrðu alfarið færð yfir á hendur viðskiptabankanna. Fyrir þessu Iðnþingi liggja einmitt drög að ályktun þess efnis. Einhver mesti klafinn á eðlilegri þróun iðnaðar hér á landi hefur verið sá, að vantað hefur opinbera iðnaðarstefnu, er risið gæti undir nafni. Árið 1978 gekkst núverandi iðnaðarráðherra fyrir því, að sett var á laggirnar svonefnd Samstarfsnefnd um iðn- þróun. Var hlutverk nefndarinnar m. a. að vera iðn- aðarráðherra til ráðgjafar um heildarstefnu í iðnað- armálum og leggja fyrir tillögur í þeim efnum. Vorið 1979 skilaði nefndin mjög ýtarlegri og vandaðri skýrslu um stefnumótun í iðnaðarmálum. Á grund- velli hennar hefur iðnaðarráðherra ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um iðnaðarstefnu fyrir Alþingi, og hefur skýrsla nefndarinnar fylgt þings- ályktunartillögunni sem nokkurs konar greinar- gerð. Þingsályktunartillagan hefur hins vegar ekki enn fengist samþykkt á Alþingi. Er það því undar- legra sem allir stjórnmálaflokkar hafa beinlínis á stefnuskrám sínum, að stórefla innlendan iðn- Timarit iðnaðarmanna 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.