Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 90
Frá 39. Iðnþingi Islendinga.
Gert er ráð f'yrir því, að Iðntæknistofnun hafi
forystu um samræmingu á störfum iðnráðgjafanna.
Iðnráðgjafar eru nú teknir til starfa í 5 landshlut-
um og hefur iðnaðarráðuneytið stuðlað að ráðningu
þeirra með styrk af iðnþróunarfé.
I undirbúningi er nú að hrinda af stað nýstárlegu
verkefni til að örva stofnun fyrirtækja, og mun það
fyrst og fremst taka til landsbyggðarinnar. Miðar
verkefnið að því að auðvelda þeim, sem eru með
hugmyndir um nýjan iðnrekstur, að fá úr því skorið,
hvort um raunhæfar hugmyndir sé að ræða. Verður
í þessu skyni efnt til námskeiða undir leiðsögn
manna, sem hafa mikla reynslu úr atvinnulífinu svo
og kunnáttumanna á sviði rekstrar.
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS
Með starfi endurmenntunarnefndar, sem ráðuneyt-
ið skipaði árið 1979, var lagður grundvöllur að átaki
til eflingar eftirmenntunar. Lagði nefndin til, að
tæknistofnanir iðnaðarins yrðu burðarásarnir í
þessu starfi. Hefur nú verið komið á fót svonefndri
Fræðslumiðstöð iðnaðarins, sem hefur aðsetur í
húsakynnum Rannsóknastofnunar byggingariðn-
aðarins á Keldnaholti.
Nú er unnið að því að kynna samtökum iðnaðar-
ins með hvaða hætti Fræðslumiðstöðin geti aðstoðað
við undirbúning námskeiðahalds, sem samtökin
telja æskilegt að stofna til. Fræðslumiðstöðin mun
fyrst og fremst veita aðstoð á s\ iði námsgagnagerðar
og við útvegun og þjálfun leiðbeinenda.
A yfirstandandi ári hefur starfsemi Fræðslumið-
stöðvarinnar notið fjárveitinga af iðnþróunarfé, er
fékkst af aðlögunargjaldi, og í fjárlagatillögum fyrir
árið 1982 er gert ráð fyrir 600 þús. kr. framlagi til
eftirmenntunar í iðnaði á vegum Fræðslumiðstöðv-
arinnar.
AÐGERÐIR í IÐNGREINUM
Eins og flestum á þessum vettvangi er kunnugt, hef-
ur verið unnið að þróunarverkef num í mörgurn iðn-
greinum hin síðustu ár.
Þannig hefur Samband málm- og skipasmiðja
staðið fyrir víðtæku þróunarátaki á sínu sviði.
I fyrstu beindist átakið aðallega að innleiðingu
flokkunar- og skráningarkerfis, sem nú er að ná til
næstum allra greina innan sambandsins. Verið er að
Ijúka útgáfu ;í uppsláttarriti unt íslenskan málmiðn-
að. Gefinn hefur verið út bæklingur um tölvur, sem
á að auðvelda stjórnendum fyrirtækja ákvarðanir, er
tengjast vali á tölvum og notkun þeirra. Hrundið
hefur \erið af stað átaki varðandi framleiðslu tækja
og búnaðar til sjávarútvegs og fiskvinnslu. Starf
þetta er unnið með stuðningi frá Iðnrekstrarsjóði,
iðnaðarráðuneytinu og sérstökum styrk frá Nor-
ræna iðnaðarsjóðnum.
88
Timaril iðnadarmanna