Vikan


Vikan - 01.01.1959, Page 19

Vikan - 01.01.1959, Page 19
\ Skreyttur ís Abætisréttir Nougatbúðingur. 70 gr. sykur, 2J4 br. matarl., 80 gr. möndlur, 2 egg, J/2 1 rjómi, 30 gr. sjitur. Matarlímið leyst upp, brætt yfir gufu. Eggjarauðurnar hrærðar hvít- ar með sykrinum. Rjóminn þeyttur. Sömuleiðis hvíturnar. Matarlímið hálfkælt. Hrært út í rauðurnar, á- samt nougatinu og rjómanum. Sið- ast eru stífþeyttar hvíturnar settar saman við. Látið í glerskálar, skreytt með þeyttum rjóma. Nougat. Möndlurnar saxaðar smátt.Sykur- inn brúnaðm- á pönnu, möndlurnar settar saman við, hrært í þar til þetta er hæfilega brúnt og komin karamellulykt af. Nougatinu hellt á fitusmurða plötu. Þegar það er orðið hæfilega kalt, er það mulið með kefli eða steytt í mortéli. Karamellurjómabúðingur. / I rjómi 1 br. matarlim, 125 gr. sykur, 3 msk. vatn, 3 msk. vatn, 10 möndlur. Steikarpanna hituð. Sykurinn brúnaður þar á, hrært í á meöan, þar til sykurinn er brúnn og jafn. Pannan tekin af og möndlurnar sett- ar á og huldar með karamellunni, látnar á disk, Pannan sett aftur á eldinn og hituð þar til myndast hvít froða. Þá eru 3 matsk. af vatni sett- ar á og hrært i þar til karamellan er vel jöfn. Sett í skál og kælt. Matarlímið leyst upp í köldu vatni, brætt yfir gufu. Rjóminn þeyttur. Matarlimið hrært út í karamelluna, síðast er rjómanum hrært saman við, sett í skál og kælt. Möndlunum raðað ofan á. Kaffibúðingur. 4 dl rjómi, 1/ br. matarlím 2 dl kaffi 65 gr. sykur. Kaffið er búið til eins og venju- lega, 'nema það þarf að vera vel sterkt. Matarlímið brætt. Sykurinn settur í kaffið. Rjóminn þeyttur. Matarlímið sett saman við kaffið. Þegar það er kalt, er stífþeyttum rjómanum blandað saman við. Sett í skál og kælt. Skreytið með þeyttum rjóma. ís með ávöxtum. 2 egg, niðursoðin jarð- 2 msk. sykur, arber, vanilla, marengskökur. 'Z/2 di rjómi, Eggin aðskilin, rauðurnar þeyttar með sykri, vanilla sett þar í. Plvítur og rjómi þeytt sitt í hvoru lagi. Rjómanum blandað saman við eggja- rauðurnar síðan eru stífþeyttar eggjahvíturnar látnar þar í. Látið í ísform eða jólakökumótj sem áður er skolað úr köldu vatní. Þegar ís- inn er borinn fram, er hann skreyttur með ávöxtum og þeyttum rjóma, Marengskökur eru bornar með. ís með jarðarherjum ALLSKONAR HERRA VÖRUR /v/vv VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.