Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 2
Þér eigið kost á TÆKIFÆRI Hér er þriðji hluti verðlaunakeppninnar og þá er aðeins einn þáttur eftir. Hann kem- ur í næsta blaði. Þá er tími til þess kominn að klippa út miðann, sem er neðst í horninu til hægri og senda þá alla f jóra til Vikunnar, pósthólf 149. Ef ykkur er sárt um blaðið, þá er fyllilega leyfilegt að skrifa lausnina á sér- stakan miða, en gleymið ekki nafni og heimilisfangi, því þá er allt til einskis. Við höfum tekið það fram og undirstrik- um það enn, að Kaupmannahöfn er dásam- leg borg og það munu verða eftirminnilegir dagar, sem hinir heppnu eiga í vændum. Eins og áður er sagt, hefur hið fræga Richmond hótel heimilað þeim gistingu. Það er í hjarta borgarinnar og þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu, góð herbergi og matargerð, sem af ber. Úthverfi og umhverfi Kaupmannahafnar eru engu síður skemmtileg en borgin sjálf og hér birtum við mynd af fjölbýlishúsun- um við Bellahöj, utantil í borginni. KAUPMANNAHAFNARFERÐ Vkkur finnst ef til vill, að þessi hús séu ekki sérstak- lega glæsileg og það er rétt, en engu að síður er þessi húsa- röð mjög fræg frá fornu og nýju fari. Þetta er sem sé Ný- höfnin og þá er varla þörf á löngum útskýringum. f grein- inni, sem var skrifuð í Vikuna fyrir hálfum mán- uði var komist svo að orði, að „eftirlætisíþrótt þeirra Nýhafnarmanna væri að rota Svía og kasta pólitíum í síkið“. Þarna er knæpa við knæpu og stundum rósfusamt. Það þykir ekki beinlínis ráð- legt að fara þangað fámenn- ur í fylgd með kvenfólki og myndavélar eru þar í bráðri hættu. Engu að síður eru litsterk Nýhafnarhúsin skemmtilegur dráttur í and- liti Kaupmannahafnar. ef heppnin er með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.