Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 34

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 34
— Heldurffu aff mér sé ekki sama — það er nóg. af kvenfólki í heiminum. — Mér þykir það leití, en þetta verður talsvert sárt. — — Af hverju ertu að vökva hana frænku þína? — Þú sagðir að hún væri planta. — Fanginn í Fagurey ER KAFFIÐ, SEM UNGU HÚSMÆÐURNAR BIÐJA UM. Framhald af bls. 11. Vetrarmánuðirnir komu talsvert við Pella ein- an úti á hólmanum. Þá fékk hann engar heim- sóknir innan frá bænum. En Pelli sat við að hnýta net að deginum og lagði kabal á kvöldin. Hann vonaði og beið eftir bjartari framtíð, heim- sóknum Árviðs og stúlknanna og hátíð í sumar- bústaðnum á nærri því hverju laugardagskvöldi. Og þegar fram á vorið kom, hófust heimsóknir að nýju. En Árviður hafði aldrei aðra með sér en þær Dagmar og Hjördísi. Þau höfðu komið sér saman um að halda því stranglega leyndu fyrir öðrum bæjarbúum, að þau hefðu sumarbústað til að dvelja í um helgar. EINN góðan veðurdag um sumarið, kom Roth yfirlögregluþjónn aftur í eftirlitsferð, sem ekki varð til annars en að hann varð þess enn sann- færðari, að öllu miðaði í' rétta átt með gæzlu- fangann. Það leit út fyrir að honum liði vel úti í eynni. Ekki hafði það reyndar verið aðaltil- gangurinn, — en bærinn var þó laus við hann á meðan. Já, Pella leið vissulega vel úti í hólmanum, og ef sumar hefði verið árið um kring, hefði hann getað haldizt þar við um alla eilífð. En þegar hausti tók að halla, fór hann að kyíða fyrir vetr- inum, — og ■— eitt kvöldið gekk kaballinn upp. Næsta laugardagskvöld kom Árviður einn út- eftir, og Pella fannst einmitt standa einkar vel á því. — 1 nótt hefði mig langað til að heimsækja mömmu, sagði hann. Árviður var þegar í stað fús til að fara með honum inn til bæjarins um nóttina. Þó biðu þeir fram yfir miðnætti, áður en þeir lögðu af stað. Þegar Árviður hafði bundið bátinn við gömlu Áskelsbryggjuna, bað Pelli hann að vera kominn aftur þangað niður eftir að nákvæmlega tveim stundum liðnum. — Allt í lagi með það, sagði Árviður, svo skildu beir uppi á götunni og' fóru hver sína leið. Þegar Árviður kom niður á bryggju aftur, eftir tvær klukkustundir, sat Pelli í bátnum og beið hans. Svo sigldu þeir aftur út í Fagurey og Árviður var þar fram á sunnudagskvöld. En á mánudaginn birtu blöðin frétt með stór- um fyrirsögnum, af miklum peningaþjófnaði, er framinn hefði verið hjá Drifland prangara á Al- menningi. Drifland geymdi peningana inni í svefn- herberginu sínu og á aðfaranótt sunnudagsins höfðu Þeir horfið. Það voru tólf þúsund krónur í stórum seðlum. Drifland gamli staðhæfði að dyrnar á herberginu hefðu verið aflæstar, annað né meira gat hann hvorki skilið né skynjað. E’n fólkinu i bænum fannst það skilja hvernig í öllu lægi. Þeir voru fáir sem vorkenndu Drifland. Þetta var gamall piparkarl, okrari og peninga- púki, trúði engum banka fyrir auðævum sínum, heldur bar féð á sér. Á hverju laugardagskvöldi var hann vanur að drekka sig blindfullan, og þegar hann sofnaði i þvi ástandi, var næstum ómögulegt að vekja hann aftur. Og allur bærinn vissi, að Drifland prangari svaf hjá peningunum sínum á nóttunni. EINHVBR var það sem ekki fór í launkofa með grun sinn um það, hver valdur væri að verkinu. En nú gerðist það, sem aldrei hafði komið fyrir áður. Roth yfirlögregluþjónn aftók með öllu að Pella gæti verið hér um að kenna. — Kemur ekki til rnála, sagði hann. — Þetta er einhver aðvífandi innbrotsþjófur, sem komið hefur til bæjarins og heyrt sagt frá háttum Drif- lands. Roth yfirlögregluþjónn hélt uppi rannsókn í málinu um margra vikna skeið, en árangurslaust. Og svo sem til að undirstrika það gagnvart al- menningi, að Pelli stæði gersamlega utan við allan grun, fékk hann því til vegar komið hjá ákæru- valdinu, að honum var leyft að fyltja til bæjar- ins, sem frjáls maður. Nú liðu nokkrir mánuðir. Þá spurðist það, að Pelli væri tekinn við kolaverzluninni af Abelsen gamla, en þó yrði hún rekin á sama nafni og áður. Nú var brosað um allan bæinn. Einhver spurði Abelsen, hvað Pelli hefði keypt verzlunina dýrt, en hann þagði sem steinn. Abelsen gamli bar að vissu leyti hlýjan hug til Pella, siðan hann vissi að það gat ekki hafa verið hann, sem stal þessum þrjú þúsund krónum frá honum, hérna um árið. En bæjar.búar voru að tæja á því, að Roth yfir- lögregluþjónn væri líklega farinn að ganga í barn- dómi. Það stóð líka vel á, að misseri seinna náði hann hámarksaldri embættismanna, og lét af störf- um. ^ I’ÍIMIV4VI\IK Magni Vik, Viksdalen, í Sunnfjord, Norge. 22ja ára bóndakona, sem vill skrifast á við ísl. jafnöldru sína. — Florence Green, 1916 Soutli 12th st. St Louis, Missouri, 14 ára stúlka, full af Röck & roll áhuga, vill skrifast á við ísl. pilt — Brit Elisabeth Nybrenna, c/o Per Tögstad, Trysil, Norge. 12 ára. Berit Irene Nilsen, c/o John N. Ringen, Samhold, Meráker, Norge. — Kirsten Thorsland, Hægelandskrossen, pr. Kristiansand, S. Norge. — Jorunn Welten, Tonsenveien 11, Grefsen, Norge, 18 ára. — Magnnild Jarp, Björgsgt. 7, Sunndalsöra, Norge-, 14 ára. Dranmaráðningar Framhald af bls. 7. Ég er alltaf þeirrar skoðunar, að ekkert lif sé til eftir dauðann..“ — Vér dulhyggjumenn höf- um komizt að því, að sviðin eftir „dauðann“ eru sjö. Hin lægstu eru dvalarstaðir slæmra manna og lélegra, svo sem óbótamanna, fjár- giæframanna, fjárhættuspilara, svallara og ann- arra þeirra ,er kappkosta lesti lifsins. Á mið- sviðunum getur viða að líta ýmsa trúarbragða- flokka Vesturlanda tilbiðjandi dýrlinga sina og trúandi á aðeins eitt líf, því að þeir skynja ekki, að þeir eru framliðnir. Ofar getur að líta menn, er starfa að uppbyggingu, visindamenn og ýmsa hugsuði og skáld. Þarna cru tónverk og listaverk oft fyrst samin. Siðan endur- holdgast þeita fólk á jörðinni til að sækja frek- ari þroska. Að svo mæltu hvarf sýnin, og konan vaknaði. Henni þótti draumurinn að vonum undarlegur og sagði mér frá. Hvað mundir þú segja um þennan draum? Stefán Óskarsson. Svar til Stefáns. Mér þykir draumur þessi að vonuin furðu- fullur. Draumur þessi mun vera mjög gæfu- legur, og þú munt verða fyrir miklu andlegu láni á næstunni. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.