Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 11
Vélbáturinn sem kom við hjá Jörundi kaup- manni lá við bryggjuna, hlaðinn netjagarni og glerkúlum, teinasnæri og vistum til hálfs mán- aðar, að minnsta kosti. Og Þorkell gamli veiði- kló stóð viðbúinn á bryggjuhausnum, hann ætlaði með Pella út í hólmann og vera þar hjá honum í nokkra daga. Svo kom Pelli með vélamanninum. Pelli hélt á ferðatæki í hendinni, það var gjöf frá kaupmannsfrúnni, þeirri góðu konu. Svo fóru þeir út í vélbátinn, allir þrir, og Roth yfirlögregluþjónn stóð á bryggjunni þangað til þeir voru komnir af stað. Hann taldi þess ekki þörf að fara út eftir með þeim í þetta sinn. Seinna meir varð hann sjálfsagt að fara nokkrar eftir- litsferðir út í hóimann, með hæfilegu millibili. Ákæruvaldið hafði sem sé skipað hann varðgæzlu- stjóra yfir Viktor Emanúel Ölsen í gæzluvarð- haldinu. I 1 I I ER ÞAÐ spurðist um bæinn, að Pelli væri kominn aftur og farinn að vinna hjá Jörundi kaupmanni, en verkstæðið væri kofi úti í Fagur- ey, var eyjan þegar í stað skírð upp og nefnd Varðhólminn. Sumir álitu það óforsvaranlegt að láta hann vera þar einan úti, daga og nætur. Setj- um svo, aö hann yrði veikur? En aðrir voru þeirr- ar skoðunar að Pelli myndi sjá um sig. Og senni- lega ætlaði hann sér eitthvað með þvi að setjast þar að. Eráleitt hafði hann verið neyddur til þess aö fara einmitt út í þennan hólma, ef hann hefði ekki verið fús til þess sjálfur? Nei, Pelli hafði ekki verið neyddur til þess, en þarna settist hann samt að. Og undir eins fyrsta laugardagskvöldið fékk hann heimsókn. Það var Arviður sem kom þangað á vélbátnum sinum og sótti hánn heim. Arviður hafði góða vinnu og græddi fé, og hann hafði alltaf langað til að eignast vélbát. Árviður var honum heill. Hann lét sig engu skipta þótt Pelh hefði setið i tukthusinu, heldur var kunningi hans eins og áður. I —• Ef þig langar til að skreppa heim, einhverja nóttina, og hitta mömmu þína, skal ég gjarna skjótast hmgað og sækja þig, — og skutla þér altur til baka, sagði Árviður. — Enginn þarf að vita neitt.um það. — Þakka þér fyrir, Árviður, en ég held ég láti það nú bíða fyrst um sinn, svaraði Pelli. — Hann horfði út um gluggann meðan hann sagði þetta. Allt í einu leit hann til Árviðar og spurði: — Hvað er að frétta af Hjördísi núna? — Henni líður bara vel, svaraði Árviður. — Skyldi hún nokkurntíma vilja koma hingað og finna mig? — Það vill hún áreiðanlega, hún hefir oft minnzt á þig. Eg skal tala um það við hana og Dagmar, svo veit ég ekki nema við komum út eftir næsta laugardagskvöld og höfum hitt og þetta með okkur. — Já, gerið þið það endilega, svaraði Pelli. Hann vissi frá því áður, að Dagmar var stúlkan hans Árviðar. Á LEIÐINNI inn til bæjarins á sunnudags- kvöldið, var Árviður að hugsa um kunningja sinn, sem sat nú aleinn úti í hólmanum. Það mátti hver segja hvað sem hann vildi um Pella, fyrir honum. Pelli hafði alltaf verið ágætur félagi. Og hefði þetta andskotans svínslæri aldrei horfið úr kjötbúðinni kerlingarinnar frá Sultuvík, hefði Pelli likast til aldrei stolið eyrisvirði á ævi sinni. En Roth yfirlögregluþjónn og frúin frá Sultu- vík höfðu stungið saman nefjum og fundið upp á því með einhverjum yfirnáttúrlegum hætti, að það væri hann, sem hefði tekið lærið, — hvað þó alls ekki var. Þá var Pelli fimmtán ára, er þetta gerðist, og eftir það var hann atvinnulaus, því enginn vildi taka strák i vinnu, sem hafði stolið. Þá var það sem Pella datt í hug, að ef þeir héldu að hann stæli, gæti hann eins vel gert það. Og um svipað leyti var það sem hann náði peningaveskinu upp úr rassvasanum á karlinum sem sat beint fram undan honum í bíóinu um kvöldið. Hann þekkti karlinn og vissi að hann átti kappnóg af peningum. Og meðan vélbáturinn hans Arnviðar þokaðist hóstandi áfram í átt til bæjarins, sat Pelli í húsinu úti í hólmanum og lagði kabal. En hugur hans dvaldi við allt annað en kabalinn. Ef hann þekkti Árvið rétt, myndi verða hátið i hólmanum á laug- ardagskvöldið kæmi. Og ekki einasta þá, heldur einnig mörg laugardagskvöld framvegis. Var þá nokkur staður til, þar sem honum fyndist hann frjálsari en einmitt á hólma úti í hafi? Roth yfir- lögregluþjónn var flón, eins og gamall geitar- ostur Rot'h hafði hugsað sér að klekkja á honum, en það gat nú eins orðið þveröfugt. Einhvern- tíma gengi kaballinn upp, og þá skyldi hann sjá til ... Pella lét vel starfinn sem hann hafði verið settur í. Skemmtilegast þótti honum að ríða net, en leiddist helzt að fella þau á teininn. En hann sá um að tónlistin stöðvaðist ekki, allan daginn. Og á kvöldin lagði hann kabal. Næsti laugardagur rann upp, og um kvöldið kom Árviður og hafði þær báðar með sér, Dagmar og Hjördisi. Það var hátíð í kofanum þetta kvöld og megnið af nóttunni líka. Og þegar hún stóð sem hæst, datt Pella í hug að þetta hefði Roth átt að vita! Á sunnudaginn kom þeim saman um það, Hjör- dísi, Dagmar og Árviði, að fara út í hólmann á hverju laugardagskvöldi, þangað til hauststorm- arnir færu að segja til sin. Nú höfðu þau húsa- skjól. ROTH yfirlögregluþjónn leit inn hjá Jörundi kaupmanni annað veifið og spurðist fyrir um það, hvernig vinnan úti í hólmanum gengi. Og Jör- undur fór lofsamlegum orðum um það. Það höfðu komið sendingar inn eftir með strandferðabátn- um, bæði möskvaðar glerkúlur, og uppspett net. Vinnan á þessu var góð hjá Pella. Einn dag að áliðnu hausti lét Roth flytja sig út til Fagureyjar. Það var fyrsta eftirlitsferð hans. Þegar þangað kom, var Pelli önnum kafinn við vinnu sína. Hann lagði netnálina frá sér og fylgdi yfirlögregluþjóninum fúslega um hibýli sin. Húsið var stórt og ágætlega frá því gengið í alla staði. Eftir það settust þeir sinn hvorum megin við borðið i stofunni og ræddu saman. Roth bauð Pella vindling, en hann horfði á Roth gegnum reykskýið og hataði hann af öllu hjarta. E'n Roth fannst Pelli vera orðinn hinn við- felldnasti maður og gæfur mjög. Dvölin i hólm- anum hafði bersýnilega gert honum gott. Þetta var hann að hugsa um á leiðinni til lands. Það var nú meira hvað þessi uppfinning hans með hólmann ætlaði að verða honum mikil lyftistöng. Hún var hreinlega einsdæmi í sögu sakamálarannsókna, og hann sá í fjarska glampa á heiðursmerki frá hans hátign, að verðlaunum. Framhald á bls. 34. VIKAN 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.