Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 10
FANGINN I FAGUREY Nmásagfa efiir Georg: Tveit. # PELLI var eini afbrotamaðurinn I bænum. Það hélt Hoth yfirlögreglubjónn að mlnnsta kosti. Hann sá um öll glæpamál, er til lögreglunar kasta komu í litla sjávarþorpinu sem saga vor gerist I. Hann komst rétt svona að orði: — Hér fyrrum var ekki til annað en löghlýðið fólk í þessum bæ. Kæmi það fyrir, sem sjaldan var, að innbrot væri framið, var það ævinlega einhver aðvlfandl prakkari, sem gerði það. En síðan þessi Pelli varð nógu stór til að ráða við slíkt, hefir hann annast alla þjðfnaði innanbæjar einsamall, og ekki þurft á neinni aðstoð að halda frá utanaðkomandi aðiljum. Hann sagði þetta melr að segja fyrir rétti, hann stóð í vitnastúkunni og gaf skýrslu um rannsóknir sinar I málinu gegn Viktori Emanúel Ólsen, er var sakaður um innbrot I fjórða sinni. Það var sem sé hans rétta heiti. Pelli var bara gælunafn er hann hafði hlotið á barnsaldri. og verðleikar hans á fullorðinsárum höfðu varpað frægðarljóma á nafnið um allan bæinn. Pelli hafði byrjað með lítið. Fyrst var það smá- vegis tækifærishnupl úr búðum. Svo tók hann fyrir vasaþjófnað og gerðist snjall í honum. EVi sennilega hefir verið Htið upp úr þvf að hafa, enda tók nú Pelli að semja slg að dýrari háttum. Hann færði starfsemina út, svo nú náði hún einnig til þess að stinga upp lása á Ibúðum og brjótast inn I búðir og skrifstofur. Þessari framabraut hafði hann svo haldið ó- slitið, að undanteknum smávegis töfum vegna nokkurrra minni háttar fangavista. allt þangað til hann sat nú hér fvrir rétti, ákærður fyrir hinn mikla úrahjófnað hiá Magnesen úrsmið. En sjálfur stóð Pelli á þvi fastar en fðtunum, að hann hefði aldrei nokkurntima gert neitt rangt. Hann hefði alltaf verið saklaus sekur dæmd- ur, og ævinlega eftir likum. Gat hann gert nokk- uð að þvl, þðtt ókunnur maður kæmi til bæjarins og brytist Inn? Og var rétt að hegna honum fyrir það, hvað eftir annað. þó hann væri svo óheppinn að rekast á þenna aðkomumann og kaupa af honum hina og aðra hluti, I þeirri trú að þeir væru vel fengnir? Það gat ekki legið öðruvfsl I þessu en svo. áleit Pelli, að Roth yfirlögreglu- þjónn væri blátt áfram skyldugur til að skaffa einhvern þjóf öðru hvoru. En hvað kom til að maðurinn gat þá aldrei fundið rétta þjófinn? Annars hafði Pelli ágætt vopn I höndum að þessu sinni. Hvers vegna fann Roth ekki mann- inn, sem braust inn I skrifstofuna hjá Abelsen kolakaupmanni fyrir ári slðan. og stal peninga- kassa með fullum þrem þúsundum króna? — Ef ekki hefði hitzt svo á, að ég sat inni um sama leyti, hefði skuldinni verið skellt á mig fyrir það líka, sagði Pelli fyrir réttinum. Honum var líka óhætt að spila þessu trompi út. Það var enginn inni I réttarsalnum og enginn í allri borginni, sem vissi það, að Pelli hafði hitt þjófinn í fangelsinu og látið orð liggja að ávæn- ingi um peningakassann hjá Abelsen. Það gæti orðið dágott kjaftshögg á Roth yfirlögregluþjón. Það varð líka svo. Margir bæjarbúa tóku að efast um dugnað yfirlögregluþjónsins við rannsókn sakamála. EN TROMPIÐ dugði ekki. Pelli var dæmdur I eins árs fangelsi og fimm ára gæzluvarðhald, fyrir úraþjófnaö hjá Magnesen. Meðan hann sat I gæzlu- varðhaldi, hafði farið fram á honum geðrannsókn, og fundu sérfræðingar af henni að maðurlnn hafði mjög ófullkomnar sálargáfur, og hætta á endur- tekningu refsiverðra athafna írá hans hendi. En i dómsforsendum komst rétturinn svo að orði, að ekki kæmi fangavist til greina um varðgæzlu- *tímann, og væri til þess ætlast að ákæruvaldið fyndi gæzlu hans mildara form. Pelli hafði aldrei fallist á neinn dóm yfir sér, og hann gerði það ekki heldur I þetta sinn. En hann skaut dómnum ekki heldur til hærri réttar. Hann lét bara reka á reiðanum þangað til umhugsunarfrestur var útrunninn og hann var sendur úr bænum til þess að afplána aðaldóminn. En Roth yfiriögregluþjónn vildi helzt að hann sæist aldrei I bænum framar. Og hann kunni síður en svo vel við orðalag réttarins um að sýna hon- um sérstaka vægð I gæzlunni. Hann hafði nú fyrir alvöru hafið baráttu gegn þessum eina afbrota- manni bæjarins, og hann ætlaði ekki að gefast upp fyrr en hann væri búinn að koma honum á kné. Og meðan Pelli sat inni og afplánaði uppkveðinn dóm, hugsaði Roth yfirlögregluþjónn upp ráð. og annaðist nauðsynlegan undirbúning til að hrinda þvi í framkvæmd. Fyrst gerði hann sér ferð niður á bryggju til Jörundar kaupmanns og tók hann tali. Jörundur verzlaði með allskonar veiðarfæri, og það var hann sem átti Fagurey. Hún var eyðihólmi nærri miðja vegu milli meginlands og eyjarinnar sem iá svo langt út til hafs, að litli st.randferðabát- urinn var hátt unp I tvo t.íma á leiðinni frá bæn- um og út þangað. Upphaflega var það ein verk- smiðian úti á eynni, sem átti hólmann. En þegar afi Jörundar hætti við sióinn á sfnum tíma, eftir að hann hafði verið skipstjóri á eigin skútu í mörg ár, keypti hann Fagurey og lét byggja þar sterklegt timburhús, með stórri stofu. eldhúsi og tveim svefnherbergjum. Bjó skipstjóri þar úti allan birtutíma ársins, og veiddi smáfisk. Að honum látnum gekk Fagurey í arf til af- komenda hans, og nú var það sonarsonur hans sem átti hólmann. Hann sá um að kofanum væri haldið við, og lét allt innan veggja vera eins og það hafði verið á dögum afa hans. En sjaldan dvaldi hann þar sjálfur. Fjölskyldan kærði sig lítið um að sigla á sæ út um helgar, kaus heldur bílferð inn til landsins. Roth yfirlögregluþjónn taldi sig vita hvernig fara ætti að Jörundi kaupmanni. Hann varð að fara afskaplega gætilega, til Þess að Jörund grun- aði ekki að I rauninni væri honum efst í huga að reyna að gera hólmann að lítilsháttar Djöflaey til sinna eigin Þarfa. — Ég kem ekki til þín sem lögreglumaður að þessu sinni, Jörundur, sagði hann. — Ég kem I einkaerindum. Ég vildi gjarna reyna að hjálpa Pella eitthvað, þegar hann kemur úr tukthúsinu, eftir að hann er búinn að þola sinn dóm. En það verður ekki svo auðvelt. jEnginn vill hafa hann í vinnu. Og ekki vill faðir hans sjá hann, svo hann fær ekki að vera heima. Þú ert eini maður- inn í öllum bænum, Jörundur minn, sem getur látið Pella í té bæði vinnu. fæði og húsnæði. — Get ég? sagði Jörundur og var ekki laust við að hann yrði smeykur. — Já, einmitt þú, Jörundur. Þú ert stórfram- leiðandi í veiðarfærum, svo þú þarft á manni að halda til að binda á uppihöld og jafna á teina og svo til að hnýta ný fiskinet. Og þú átt fyrir- taks íbúð úti á Fagurey. Það væri ekki amalegt fyrir hann Pella, að sitja þar og vinna fyrir þig. Og þar gæti hann líka haldið til. Þú þyrftir ekki annað en að senda honum matarkassa einu sinni í viku. Ef í það færi, skal ég tala við skipstjórann á strandferðabátnum og fá hann til að fara upp undir i Fagurey. Þá geta þeir bara fleygt kass- anum i land, það kvað vera svo aðdjúpt kringum hólmann, er mér sagt, og þá ætti það að geta ert sig. Ja, þú vilt nú kannski segja að það sé ómögu- legt fyrir nokkurn lifandi mann að búa úti á eyðiskeri, aleinn og einangraður. Þá skaltu minn- ast þess, að Pelli er ungur. Og hvað eru þeir ekki margir, karlarnir, sem búa aleinir í agnarlitlum fiskimannakofum, út með öllum fjörðum. Hvað finnst þér um það? Ekki er það nú öllu betra. Og ég veit að hann Pelli klárar sig af þvi. Hann getur haft hjá sér útvarp og spil. Þar getur hann haft tal og tónlist allan heila daginn, ef hann vill, það truflar engan, og þegar hann hefir ekkert að gera, getur hann lagt kabal. Svo getur hann tekið á móti kunningjum sínum þegar svo ber undir. En hann má ekki hafa bát hjá sér í hólmanum og ekki fara I bæinn, nema lögreglan leyfi. Þvi lagavaldið verður að gefa honum auga ennþá I nokkur ár. En verði hann iðinn og hagi sér i öllu vel þar útfrá, ættu ekki að þurfa að liða fimm ár, Þang- að til hann gæti flutt sig aftur til bæjarins og reynt að fá sér þar eitthvað að gera. — En heldur þú að Pelli kunni nokkuð til þess- ara verka, sem Þú varst að nefna? spurði Jörund- ur. — Þetta með uppihöld og teina og netahnýt- ingar? Roth yfirlögregluþjónn brosti við. — Nei, I hreinskilni sagt held ég það ekki, Jörundur minn. Pelli hefir aldrei gert ærlegt handarvik, alla sina ævi. En þegar vinur okkar beggja, Þorkell gamli veiðikló, væri búinn að hafa hann undir handarjaðrinum til kennslu, I nokkra daga, ætti að vera öðru máli að gegna. Og ég skal tala um það við Þorkel. Þetta verður auðvitað ekkert annað en honum til dægradvalar, óg Það hugsa ég að Pella líki. Hann hefir sýnt það og sannað að hann er gefinn fyrir dægradvöl, hvert sinn er hann hefir komist niður I vasa náungans eða getað stungið upp hurðarskrá. Jörundur kaupmaður sat steinþegjandi stundar- korn og var hugsi. — Ég skal athuga þetta, Roth. sagði hann. — Það er kannski ekki alveg óhugsandi að ég fallist á það. Hann hugsaði um Það í nokkrar vikur. Loksins kom þar, að hann lofaðist til að láta Pella hafa vinnu, þegar hann kæmi aftur út úr fangelsinu, eins og Roth hafði stungið upp á. OG EINN góðan veðurdag um sumarið kom Pelli til bæjarins aftur. Roth yfirlögregluþjónn stóð sjálfur á bryggjunni og tók á móti honum. En hann var klæddur venjulegum jakkafötum, svo það vakti enga sérlega athygli þegar þeir óvinirnir gengu saman upp eftir bryggjunni og til búðar Jörundar kaupmanns. Roth yfirlögregluþjónn hafði búizt við að Pelli mótmælti hástöfum atvinnu þeirri sem hann hafði útvegað honum. En þótt einkennilegt mætti virð- ast, gerði hann það ekki. Þegar inn til Jörundar var komið, og Þeir seztir á skrifstofu hans, fylgd- ist Pelli rækilega með því, er Roth útskýrði hon- um allt sem viðkom vinnu og vinnustað, skilmála og hvað annað. Og þegar Pelli hafði fengið vitn- eskju um allt sem að þessu laut, sagði hann, Roth til mikillar furðu: — Þetta lætur svo sem ekki illa í eyrum. Með þessu getur hann nú bæði átt við þetta og hitt, hugsaði Roth. Hann vissi það af gamalli reynslu, að ekki var alltaf gott að vita hvað Pelli var að fara. Þvi gat þetta tilsvar hans gjarna legið að því, að hann ætlaði sér að freista undan- komu. Hvernig sem hann ætlaði sér nú að koma þvi í verk, frá hólma langt úti 1 hafi. En fyrir þetta varð Roth yfirlögregluþjónn enn ákveðnari i að gæta sem fyllstrar varúðar. 1Q Jti. yÍKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.